Flokkarnir flestir á elleftu stundu með framboðslista sína Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. október 2017 06:00 Flokkarnir hafa til hádegis í dag til að skila framboðum. Vísir/Ernir Ljóst er að meirihluti flokkanna sem ætla að bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október næstkomandi verður á síðustu stundu með að skila inn formlegum framboðslistum sínum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag. Á framboðslista skulu vera tvöfalt fleiri frambjóðendur en nemur þingsætum í kjördæminu. Listanum þarf að fylgja skrifleg yfirlýsing þeirra sem á honum eru um að þeir veiti leyfi fyrir því að nöfn þeirra séu þar. Þá þarf að skila inn meðmælum, skriflegri yfirlýsingu um stuðning við listann frá kjósendum í viðkomandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki. Kjörstjórnir fara síðan yfir hvort framboð séu gild og veita flokkum skamman frest, ef þörf er á, til að bæta úr. Staðan á framlagningu framboðslista er mismunandi milli kjördæma. Í Suðvesturkjördæmi hafði til að mynda enginn flokkur skilað inn formlegum framboðslista þegar Fréttablaðið athugaði málið hjá yfirkjörstjórn þar. Tekið verður á móti framboðum í Kaplakrika kl. 10-12 í dag og stefnir því í að það verði traffík í Krikanum fram að hádegi. Í Norðvesturkjördæmi höfðu þrír flokkar skilað inn listum í gær, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn. Þar fengust þær upplýsingar að von væri á fleiri framboðum, eins og gefur að skilja. Staðan er best í Norðausturkjördæmi þar sem 10 flokkar hafa skilað framboðslistum og bjóst oddviti yfirkjörstjórnar ekki við fleiri listum. Sjö framboðslistar höfðu borist í Suðurkjördæmi og höfðu þeir komið á þriðjudag. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, suður og norður, höfðu aðeins Vinstri græn og Píratar skilað inn framboðslistum sínum á þriðjudag. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Fleiri fréttir Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Sjá meira
Ljóst er að meirihluti flokkanna sem ætla að bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október næstkomandi verður á síðustu stundu með að skila inn formlegum framboðslistum sínum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag. Á framboðslista skulu vera tvöfalt fleiri frambjóðendur en nemur þingsætum í kjördæminu. Listanum þarf að fylgja skrifleg yfirlýsing þeirra sem á honum eru um að þeir veiti leyfi fyrir því að nöfn þeirra séu þar. Þá þarf að skila inn meðmælum, skriflegri yfirlýsingu um stuðning við listann frá kjósendum í viðkomandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki. Kjörstjórnir fara síðan yfir hvort framboð séu gild og veita flokkum skamman frest, ef þörf er á, til að bæta úr. Staðan á framlagningu framboðslista er mismunandi milli kjördæma. Í Suðvesturkjördæmi hafði til að mynda enginn flokkur skilað inn formlegum framboðslista þegar Fréttablaðið athugaði málið hjá yfirkjörstjórn þar. Tekið verður á móti framboðum í Kaplakrika kl. 10-12 í dag og stefnir því í að það verði traffík í Krikanum fram að hádegi. Í Norðvesturkjördæmi höfðu þrír flokkar skilað inn listum í gær, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn. Þar fengust þær upplýsingar að von væri á fleiri framboðum, eins og gefur að skilja. Staðan er best í Norðausturkjördæmi þar sem 10 flokkar hafa skilað framboðslistum og bjóst oddviti yfirkjörstjórnar ekki við fleiri listum. Sjö framboðslistar höfðu borist í Suðurkjördæmi og höfðu þeir komið á þriðjudag. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, suður og norður, höfðu aðeins Vinstri græn og Píratar skilað inn framboðslistum sínum á þriðjudag.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Fleiri fréttir Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Sjá meira