Fullreynt með Benedikt í brúnni Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2017 04:00 Þorgerður Katrín er nú tekin við formennsku í Viðreisn. Hér er hún með Pawel Bartoszek og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmönnum flokksins, og Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra flokksins. Vísir/eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar eftir að Benedikt Jóhannesson sagði af sér embættinu. Þorgerður Katrín segist binda vonir við að Viðreisn nái vopnum sínum með formannsskiptunum. „Það eru rúmar tvær vikur eftir og við munum berjast til síðasta blóðdropa til að tryggja það að frjálslynd viðhorf fái talsmenn á þingi,“ segir Þorgerður. „Höfum það í huga að hér er formaður að segja af sér sem stofnaði Viðreisn og gerir þetta algjörlega upp á sitt einsdæmi. Hann er á margan hátt ótrúlegur stjórnmálamaður og frábær samstarfsmaður.“Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar.vísir/eyþórÞað væri alvarlegt mál ef frjálslynd áhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi „Ég ákvað þetta í ljósi stöðunnar. Viðreisn sem hefur afar góða málefnastöðu og hefur unnið vel nýtur ekki fylgis í samræmi við það. Því taldi ég rétt að við þær aðstæður myndi ég stíga til hliðar,“ segir Benedikt. „Fá ef nokkurt verkefni hef ég unnið af meiri væntumþykju en ég verð að láta mína hagsmuni víkja. Það væri alvarlegt mál ef frjálslynd viðhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir það veikleikamerki að flokkurinn skipti um mann á þessum tímapunkti. Hins vegar sé það styrkur að geta spriklað og breytt um kúrs á stuttum tíma. „Þetta sýnir, bæði þessi formannsskipti og stjórnarslit Bjartrar framtíðar í skjóli nætur, hvað nýir flokkar eru gjörólíkir þeim gömlu. Þeim skútum er erfitt að snúa og flokkarnir virðast eiga erfitt með að mæta kröfum samfélags og almennings um breyttar áherslur og breytt vinnubrögð. Nýju flokkarnir bregðast hraðar við og að því leyti er það styrkleikamerki.“ Skoðanakannanir hafa sýnt Bjarta framtíð og Viðreisn úti í nokkurn tíma. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það stærstu tíðindin hvað frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar eigi erfitt uppdráttar á meðan tveir íhaldssamir þjóðernissinnaðir flokkar séu að rjúka upp og á góðri leið með að ná inn á annan tug þingmanna í næstu þingkosningum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar eftir að Benedikt Jóhannesson sagði af sér embættinu. Þorgerður Katrín segist binda vonir við að Viðreisn nái vopnum sínum með formannsskiptunum. „Það eru rúmar tvær vikur eftir og við munum berjast til síðasta blóðdropa til að tryggja það að frjálslynd viðhorf fái talsmenn á þingi,“ segir Þorgerður. „Höfum það í huga að hér er formaður að segja af sér sem stofnaði Viðreisn og gerir þetta algjörlega upp á sitt einsdæmi. Hann er á margan hátt ótrúlegur stjórnmálamaður og frábær samstarfsmaður.“Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar.vísir/eyþórÞað væri alvarlegt mál ef frjálslynd áhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi „Ég ákvað þetta í ljósi stöðunnar. Viðreisn sem hefur afar góða málefnastöðu og hefur unnið vel nýtur ekki fylgis í samræmi við það. Því taldi ég rétt að við þær aðstæður myndi ég stíga til hliðar,“ segir Benedikt. „Fá ef nokkurt verkefni hef ég unnið af meiri væntumþykju en ég verð að láta mína hagsmuni víkja. Það væri alvarlegt mál ef frjálslynd viðhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir það veikleikamerki að flokkurinn skipti um mann á þessum tímapunkti. Hins vegar sé það styrkur að geta spriklað og breytt um kúrs á stuttum tíma. „Þetta sýnir, bæði þessi formannsskipti og stjórnarslit Bjartrar framtíðar í skjóli nætur, hvað nýir flokkar eru gjörólíkir þeim gömlu. Þeim skútum er erfitt að snúa og flokkarnir virðast eiga erfitt með að mæta kröfum samfélags og almennings um breyttar áherslur og breytt vinnubrögð. Nýju flokkarnir bregðast hraðar við og að því leyti er það styrkleikamerki.“ Skoðanakannanir hafa sýnt Bjarta framtíð og Viðreisn úti í nokkurn tíma. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það stærstu tíðindin hvað frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar eigi erfitt uppdráttar á meðan tveir íhaldssamir þjóðernissinnaðir flokkar séu að rjúka upp og á góðri leið með að ná inn á annan tug þingmanna í næstu þingkosningum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira