Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 19:02 Benedikt Jóhannesson segir málefni flokksins ofar öllu. Vísir/Eyþór „Auðvitað er þetta erfið ákvörðun fyrir mig en ég tel að hún sé sú rétta,“ segir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar sem tilkynnti þingflokknum í morgun að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður. Hann ætlar að öðru leyti að halda sínu striki og býður sig fram í Norðausturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra tekur við af Benedikt og leiðir flokkinn í komandi þingkosningum. Í samtali við Vísi segist Benedikt hafa tekið þessa ákvörðun með fjölskyldu sinni í gærkvöldi. Spurður hvers vegna hann hafi komist að þessari niðurstöðu svarar Benedikt að hún hafi verið tekin fyrir kjósendur og flokkinn. „Það er vegna þess að ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina að þessi sjónarmið sem Viðreisn stendur fyrir - þau faglegu vinnubrögð, þau sjónarmið um um gagnsæi, ábyrgð og frjálslyndi - hafi sína fulltrúa á alþingi,“ segir Benedikt segir auk þess brýnt að flokkurinn byggi fyrst og fremst á málefnum: „Ég held að það skipti svo miklu miklu máli fyrir þjóðina að það sé flokkur sem byggir á málefnum en ekki einhverjum mönnum, byggir á þjóðarhag en ekki einhverjum popúlisma, byggir á alþjóðahyggju en ekki einangrunarstefnu.“ Benedikt tekur mið af löku gengi í skoðanakönnunum undanfarið þegar hann tekur ákvörðun sína. „Ég verð auðvitað að hugsa hvernig er hægt að breyta því og ég taldi að í ljósi aðstæðna væri rétt að ég viki til hliðar,“ segir Benedikt.Byggir þú þessa ákvörðun einvörðungu á löku gengi í könnunum?„Já, það er auðvitað það sem er alveg óásættanlegt og áhrif koma frá kjósendum. Við verðum að ná árangri á kjördag og ég er sannfærður um það að með nýjum formanni munum við ná þeim árangri sem flokkurinn og hans hugsjónir eiga skilið.“ Spurður hvort kjósendur eigi von á áherslubreytingu undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, svarar Benedikt neitandi. „Ég á nú ekki von á því nei, ég held að við höfum verið mjög samstíga við Þorgerður og reyndar við öll í þingflokknum.“Benedikt skrifaði langan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
„Auðvitað er þetta erfið ákvörðun fyrir mig en ég tel að hún sé sú rétta,“ segir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar sem tilkynnti þingflokknum í morgun að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður. Hann ætlar að öðru leyti að halda sínu striki og býður sig fram í Norðausturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra tekur við af Benedikt og leiðir flokkinn í komandi þingkosningum. Í samtali við Vísi segist Benedikt hafa tekið þessa ákvörðun með fjölskyldu sinni í gærkvöldi. Spurður hvers vegna hann hafi komist að þessari niðurstöðu svarar Benedikt að hún hafi verið tekin fyrir kjósendur og flokkinn. „Það er vegna þess að ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina að þessi sjónarmið sem Viðreisn stendur fyrir - þau faglegu vinnubrögð, þau sjónarmið um um gagnsæi, ábyrgð og frjálslyndi - hafi sína fulltrúa á alþingi,“ segir Benedikt segir auk þess brýnt að flokkurinn byggi fyrst og fremst á málefnum: „Ég held að það skipti svo miklu miklu máli fyrir þjóðina að það sé flokkur sem byggir á málefnum en ekki einhverjum mönnum, byggir á þjóðarhag en ekki einhverjum popúlisma, byggir á alþjóðahyggju en ekki einangrunarstefnu.“ Benedikt tekur mið af löku gengi í skoðanakönnunum undanfarið þegar hann tekur ákvörðun sína. „Ég verð auðvitað að hugsa hvernig er hægt að breyta því og ég taldi að í ljósi aðstæðna væri rétt að ég viki til hliðar,“ segir Benedikt.Byggir þú þessa ákvörðun einvörðungu á löku gengi í könnunum?„Já, það er auðvitað það sem er alveg óásættanlegt og áhrif koma frá kjósendum. Við verðum að ná árangri á kjördag og ég er sannfærður um það að með nýjum formanni munum við ná þeim árangri sem flokkurinn og hans hugsjónir eiga skilið.“ Spurður hvort kjósendur eigi von á áherslubreytingu undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, svarar Benedikt neitandi. „Ég á nú ekki von á því nei, ég held að við höfum verið mjög samstíga við Þorgerður og reyndar við öll í þingflokknum.“Benedikt skrifaði langan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00
Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04