Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Karl Lúðvíksson skrifar 11. október 2017 09:59 Harpa ásamt konum sem fóru á veiðar erlendis nýlega Mynd: Iceland Outfitters Konum er sífellt að fjölga í stang- og skotveiði og fyrirtækið Iceland Outfitters skipuleggur til að mynda ferðir þar sem konur leggja land undir fót með byssur sér við öxl og halda til veiða. Kvennaveiðifélagsskapurinn T&T international er að leggja land undir fót á næstu dögum þegar sjö íslenskar konur fara saman í veiðiferð til Eistlands. T&T international er félagsskapur kvenna sem hafa áhuga á veiði. "Við erum með mismikla reynslu af veiðum en einhversstaðar þurfa allir að byrja og við tökum óreyndum sem reyndum veiðikonum opnum örmum. T&T er að fara þriðju ferðina til Eislands núna í október og að þessu sinni eru 4 nýjar sem hafa ekki ferðast með okkur áður", segir Harpa Hlín Þórðardóttir forsvarskona hópsins. Við höfum verið að fara í ferðir á vorin og haustin og næsta ferð sem er í undirbúningi verður væntanlega farin til Spánar og mögulega verða farnar tvær ferðir í vor, til Spánar og til Skotlands en reynslan af Skotlandsferðunum hefur verið með eindæmum góð þar sem við höfum getað blandað skotveiði og stangveiði saman. "Áhugasamar konur geta fundið okkur á facebook í hópnum Veiðikonur Íslands, eða haft beint samband við mig" segir Harpa hjá Iceland Outfitters. Mest lesið Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði 112 sm lax stærsti laxinn í sumar Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Iceland Outfitters taka við sölu á ION í sumar og haust Veiði
Konum er sífellt að fjölga í stang- og skotveiði og fyrirtækið Iceland Outfitters skipuleggur til að mynda ferðir þar sem konur leggja land undir fót með byssur sér við öxl og halda til veiða. Kvennaveiðifélagsskapurinn T&T international er að leggja land undir fót á næstu dögum þegar sjö íslenskar konur fara saman í veiðiferð til Eistlands. T&T international er félagsskapur kvenna sem hafa áhuga á veiði. "Við erum með mismikla reynslu af veiðum en einhversstaðar þurfa allir að byrja og við tökum óreyndum sem reyndum veiðikonum opnum örmum. T&T er að fara þriðju ferðina til Eislands núna í október og að þessu sinni eru 4 nýjar sem hafa ekki ferðast með okkur áður", segir Harpa Hlín Þórðardóttir forsvarskona hópsins. Við höfum verið að fara í ferðir á vorin og haustin og næsta ferð sem er í undirbúningi verður væntanlega farin til Spánar og mögulega verða farnar tvær ferðir í vor, til Spánar og til Skotlands en reynslan af Skotlandsferðunum hefur verið með eindæmum góð þar sem við höfum getað blandað skotveiði og stangveiði saman. "Áhugasamar konur geta fundið okkur á facebook í hópnum Veiðikonur Íslands, eða haft beint samband við mig" segir Harpa hjá Iceland Outfitters.
Mest lesið Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði 112 sm lax stærsti laxinn í sumar Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Iceland Outfitters taka við sölu á ION í sumar og haust Veiði