Nítján nýir þingmenn taka sæti Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 10:48 Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar. Vísir Þónokkrar breytingar urðu á þingskipan í nótt. Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar, en það eru töluvert minni sviptingar en í fyrra þegar 32 nýir þingmenn náðu kjöri. Þar af eru allir fjórir þingmenn Flokks fólksins; Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Guðmundur Ingi Kristinsson og Ólafur Ísleifsson. Fimm koma sömuleiðis nýir inn á þing fyrir Miðflokkinn: Þorsteinn Sæmundsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson. Bæði Birgir og Sigurður Páll hafa áður setið á þingi sem varaþingmenn Framsóknarflokksins. Þá var Þorsteinn þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016 en sat ekki á nýafstöðnu þingi. Fyrir Framsóknarflokkinn tekur Halla Signý Kristjánsdóttir sæti á þingi í fyrsta sinn en þau Willum Þór Þórsson, Ásmundur Einar Daðason og Líneik Anna Sævarsdóttir koma aftur inn eftir að hafa setið á þingi á árunum 2013 til 2016 en ekki á síðasta kjörtímabili. Ólafur Þór Gunnarsson nær í fyrsta sinn kjöri fyrir Vinstri græn en hann hefur nokkrum sinnum tekið sæti sem varaþingmaður flokksins. Þau Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Guðmundur Andri Thorsson koma ný inn á þing fyrir Samfylkinguna en Ágúst Ólafur sat líka á þingi fyrir flokkinn á árunum 2009 til 2013. Helgi Hrafn Gunnarsson kemur aftur inn á þing fyrir Pírata eftir að hafa ekki boðið sig fram í þingkosningunum í fyrra.Gunnar Hrafn Jónsson er einn þriggja þingmanna Pírata sem náðu ekki endurkjöri.Vísir/StefánÞeir sem hverfa á brott Þau Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir missa sæti sín á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viðreisn tapar þeim Benedikt Jóhannessyni, Pawel Bartoszek og Jónu Sólveigu Einarsdóttur. Fimm þingmenn Pírata taka ekki sæti á nýju þingi; þau Einar A. Brynjólfsson, Gunnar Hrafn Jónsson og Eva Pandóra Baldursdóttir náðu ekki kjöri og bæði Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir eru hættar. Þingflokkur Bjartrar framtíðar þurrkast út. Þau Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nicole Leigh Mosty náðu ekki kjöri og Thedóra S. Þorsteinsdóttir bauð sig ekki fram að nýju. Þær Elsa Lára Árnadóttir og Eygló Harðardóttir buðu sig ekki fram að nýju fyrir Framsóknarflokkinn. Kosningar 2017 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þónokkrar breytingar urðu á þingskipan í nótt. Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar, en það eru töluvert minni sviptingar en í fyrra þegar 32 nýir þingmenn náðu kjöri. Þar af eru allir fjórir þingmenn Flokks fólksins; Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Guðmundur Ingi Kristinsson og Ólafur Ísleifsson. Fimm koma sömuleiðis nýir inn á þing fyrir Miðflokkinn: Þorsteinn Sæmundsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson. Bæði Birgir og Sigurður Páll hafa áður setið á þingi sem varaþingmenn Framsóknarflokksins. Þá var Þorsteinn þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016 en sat ekki á nýafstöðnu þingi. Fyrir Framsóknarflokkinn tekur Halla Signý Kristjánsdóttir sæti á þingi í fyrsta sinn en þau Willum Þór Þórsson, Ásmundur Einar Daðason og Líneik Anna Sævarsdóttir koma aftur inn eftir að hafa setið á þingi á árunum 2013 til 2016 en ekki á síðasta kjörtímabili. Ólafur Þór Gunnarsson nær í fyrsta sinn kjöri fyrir Vinstri græn en hann hefur nokkrum sinnum tekið sæti sem varaþingmaður flokksins. Þau Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Guðmundur Andri Thorsson koma ný inn á þing fyrir Samfylkinguna en Ágúst Ólafur sat líka á þingi fyrir flokkinn á árunum 2009 til 2013. Helgi Hrafn Gunnarsson kemur aftur inn á þing fyrir Pírata eftir að hafa ekki boðið sig fram í þingkosningunum í fyrra.Gunnar Hrafn Jónsson er einn þriggja þingmanna Pírata sem náðu ekki endurkjöri.Vísir/StefánÞeir sem hverfa á brott Þau Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir missa sæti sín á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viðreisn tapar þeim Benedikt Jóhannessyni, Pawel Bartoszek og Jónu Sólveigu Einarsdóttur. Fimm þingmenn Pírata taka ekki sæti á nýju þingi; þau Einar A. Brynjólfsson, Gunnar Hrafn Jónsson og Eva Pandóra Baldursdóttir náðu ekki kjöri og bæði Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir eru hættar. Þingflokkur Bjartrar framtíðar þurrkast út. Þau Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nicole Leigh Mosty náðu ekki kjöri og Thedóra S. Þorsteinsdóttir bauð sig ekki fram að nýju. Þær Elsa Lára Árnadóttir og Eygló Harðardóttir buðu sig ekki fram að nýju fyrir Framsóknarflokkinn.
Kosningar 2017 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira