Konum fækkar mikið á þingi og elsti þingmaður lýðveldistímans að ná kjöri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2017 03:56 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins en aðeins fjórar konur ná kjöri fyrir flokkinn eins og staðan er núna, rétt fyrir klukkan fjögur á kosninganótt. vísir/ernir Verði niðurstaða kosninganna í samræmi við stöðuna eins og hún er núna mun konum fækka mikið á Alþingi frá því sem var á seinasta kjörtímabili. Þá höfðu aldrei eins margar konur náð kjöri, eða alls 30, en nú eru 23 konur inni á þingi miðað við nýjustu tölur klukkan þrjú í nótt. Það þýðir að 40 karlar muni ná kjöri og verður kynjahlutfallið þá 63 prósent karlar á móti 37 prósent konum. Á síðasta kjörtímabili var hlutfall kvenna hins vegar 48 prósent. Af þeim þingmönnum sem eru inni núna er Halldór Gunnarsson í Holti elsti þingmaðurinn sem nær kjöri en hann er jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi. Halldór er 76 ára, 9 mánaða og 14 daga og verður elsti þingmaður lýðveldistímans nái hann kjöri. Sitji hann út kjörtímabilið slær hann met Sighvats Árnasonar sem var tæplega 79 ára þegar hann lauk þingsetu í ágúst 1902. Halldór yrði því elsti þingmaður Íslandssögunnar klári hann kjörtímabilið. Alls 16 þingmenn missa sæti sín á þingi miðað við stöðuna eins og hún er nú, þar á meðal Teitur Björn Einarsson, Hildur Sverrisdóttir, Pawel Bartoszek, Andrés Ingi Jónsson og Gunnar Hrafn Jónsson.Uppfært klukkan 04:04: Hlutirnir gerast hratt á kosninganótt og nú er Halldór í Holti dottinn út af þingi. Það verður spennandi að sjá hvort að hann nái kjöri og verði þar með elsti þingmaðurinn til að ná kjöri á lýðveldistímanum. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. 29. október 2017 02:20 Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir eru ekki inni eins og staðan er núna. 29. október 2017 01:35 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Verði niðurstaða kosninganna í samræmi við stöðuna eins og hún er núna mun konum fækka mikið á Alþingi frá því sem var á seinasta kjörtímabili. Þá höfðu aldrei eins margar konur náð kjöri, eða alls 30, en nú eru 23 konur inni á þingi miðað við nýjustu tölur klukkan þrjú í nótt. Það þýðir að 40 karlar muni ná kjöri og verður kynjahlutfallið þá 63 prósent karlar á móti 37 prósent konum. Á síðasta kjörtímabili var hlutfall kvenna hins vegar 48 prósent. Af þeim þingmönnum sem eru inni núna er Halldór Gunnarsson í Holti elsti þingmaðurinn sem nær kjöri en hann er jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi. Halldór er 76 ára, 9 mánaða og 14 daga og verður elsti þingmaður lýðveldistímans nái hann kjöri. Sitji hann út kjörtímabilið slær hann met Sighvats Árnasonar sem var tæplega 79 ára þegar hann lauk þingsetu í ágúst 1902. Halldór yrði því elsti þingmaður Íslandssögunnar klári hann kjörtímabilið. Alls 16 þingmenn missa sæti sín á þingi miðað við stöðuna eins og hún er nú, þar á meðal Teitur Björn Einarsson, Hildur Sverrisdóttir, Pawel Bartoszek, Andrés Ingi Jónsson og Gunnar Hrafn Jónsson.Uppfært klukkan 04:04: Hlutirnir gerast hratt á kosninganótt og nú er Halldór í Holti dottinn út af þingi. Það verður spennandi að sjá hvort að hann nái kjöri og verði þar með elsti þingmaðurinn til að ná kjöri á lýðveldistímanum.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. 29. október 2017 02:20 Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir eru ekki inni eins og staðan er núna. 29. október 2017 01:35 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15
Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. 29. október 2017 02:20
Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir eru ekki inni eins og staðan er núna. 29. október 2017 01:35