Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 01:35 Valgerður Gunnarsdóttir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er úti eins og staðan er núna. Hún tekur því hins vegar af æðruleysi hvað varðar sjálfa sig en segir það mikil vonbrigði ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins missir þrjár konur á einu bretti í þessum kosningum. „Ég tek alltaf því sem höndum ber. það er ekki öll nótt úti enn og við bíðum bara og sjáum til hvað gerist,“ segir Valgerður. „Það eru ekki nein vonbrigði hjá mér á þessu stigi. Ég mun bara vinna úr þeirri stöðu sem kemur upp. Lífið býður upp á nýja möguleika ef eitthvað fer ekki eins og maður hefði óskað á tilteknu augnabliki.“ Samkvæmt þeim atkvæðum sem nú hafa verið talin eru Sjálfstæðismenn að missa þrjár konur úr þingliði sínu. Þær eru, auk Valgerðar, þær Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins. Þetta segir Valgerður vera afar slæmt fyrir Sjálfstæðismenn og að hlutur kvenna sé ekki nægilega góður. „Ég verð samt sem áður að segja að það sem veldur vonbrigðum er að konunum, miðað við þær tölur sem við sjáum núna, fækkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er alls ekki gott. Ég vil sjá hlut kvenna meiri í Sjálfstæðisflokknum. Vonbrigðin felast þá í því,“ bætir Valgerður við. Líklegt er að átta flokkar komist á þing á næsta kjörtímabili. Valgerður segir það geta verið dýrt fyrir þjóðina að hafa svo marga flokka á þingi. „Ég held að það verði ekki gott að vera með svona marga flokka á þingi. Bæði vegna þess að það þarf að sætta mörg sjónarmið en einnig vegna þess að það er dýrara fyrir samfélagið að vera með svona marga flokka. Þegar við horfum á átta flokka á þingi höfum við átta formenn á þingi og hver þeirra verður á einum og hálfum þinglaunum. Það er bara dýrt,“ segir Valgerður. Kosningar 2017 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er úti eins og staðan er núna. Hún tekur því hins vegar af æðruleysi hvað varðar sjálfa sig en segir það mikil vonbrigði ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins missir þrjár konur á einu bretti í þessum kosningum. „Ég tek alltaf því sem höndum ber. það er ekki öll nótt úti enn og við bíðum bara og sjáum til hvað gerist,“ segir Valgerður. „Það eru ekki nein vonbrigði hjá mér á þessu stigi. Ég mun bara vinna úr þeirri stöðu sem kemur upp. Lífið býður upp á nýja möguleika ef eitthvað fer ekki eins og maður hefði óskað á tilteknu augnabliki.“ Samkvæmt þeim atkvæðum sem nú hafa verið talin eru Sjálfstæðismenn að missa þrjár konur úr þingliði sínu. Þær eru, auk Valgerðar, þær Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins. Þetta segir Valgerður vera afar slæmt fyrir Sjálfstæðismenn og að hlutur kvenna sé ekki nægilega góður. „Ég verð samt sem áður að segja að það sem veldur vonbrigðum er að konunum, miðað við þær tölur sem við sjáum núna, fækkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er alls ekki gott. Ég vil sjá hlut kvenna meiri í Sjálfstæðisflokknum. Vonbrigðin felast þá í því,“ bætir Valgerður við. Líklegt er að átta flokkar komist á þing á næsta kjörtímabili. Valgerður segir það geta verið dýrt fyrir þjóðina að hafa svo marga flokka á þingi. „Ég held að það verði ekki gott að vera með svona marga flokka á þingi. Bæði vegna þess að það þarf að sætta mörg sjónarmið en einnig vegna þess að það er dýrara fyrir samfélagið að vera með svona marga flokka. Þegar við horfum á átta flokka á þingi höfum við átta formenn á þingi og hver þeirra verður á einum og hálfum þinglaunum. Það er bara dýrt,“ segir Valgerður.
Kosningar 2017 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira