Kjörstöðum landsins lokað og talning atkvæða hafin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2017 22:15 Frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. vísir/anton brink Kjörstöðum landsins var lokað nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 64,54 prósent kjósenda í Reykjavík kosið. Það er tæpu einu prósenti meira en höfðu kosið á sama tíma í fyrra en kjörsókn á landinu öllu er ívið betri á flestum stöðum heldur en í þingkosningunum 2016. Kosningarnar eru fimmtu þingkosningarnar á síðustu 10 árum og þær 23. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Ellefu flokkar eru í framboði en níu þeirra bjóða fram á landsvísu. Miðað við kannanir munu sjö flokkar ná inn á þing, þar af er nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, og þá á einnig Flokkur fólksins möguleika á að ná mönnum inn á þing en í könnunum síðustu daga hefur hann mælst með eilítið minna en fimm prósent fylgi. Þá er útlit fyrir að einn ríkisstjórnarflokkurinn, Björt framtíð, detti út af þingi. Þjóðarpúls Gallup sem birtist daginn fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kannanirnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmt forskot á aðra flokka eða 25,3 prósent fylgi. Þar á eftir komu Vinstri græn með 17,3 prósent fylgi. Samfylkingin mældist með 15,5 prósent fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkurinn mældist með 9,7 prósent fylgi og vart mátti sjá á milli Pírata og Framsóknarflokksins sem mældust með 9 og 8,9 prósent fylgi. Viðreisn mældist með 8,2 fylgi í könnunni. Eru þetta einu flokkarnir sem myndu ná mönnum inn á þing miðað við Þjóðarpúlsinn en Flokkur fólksins er ekki langt undan með 4 prósent fylgi. Björt framtíð mældist aðeins með 1,5 prósent fylgi, Alþýðufylkingin með 0,6 prósent fylgi og Dögun 0,1 prósent fylgi. Kosningar 2017 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Kjörstöðum landsins var lokað nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 64,54 prósent kjósenda í Reykjavík kosið. Það er tæpu einu prósenti meira en höfðu kosið á sama tíma í fyrra en kjörsókn á landinu öllu er ívið betri á flestum stöðum heldur en í þingkosningunum 2016. Kosningarnar eru fimmtu þingkosningarnar á síðustu 10 árum og þær 23. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Ellefu flokkar eru í framboði en níu þeirra bjóða fram á landsvísu. Miðað við kannanir munu sjö flokkar ná inn á þing, þar af er nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, og þá á einnig Flokkur fólksins möguleika á að ná mönnum inn á þing en í könnunum síðustu daga hefur hann mælst með eilítið minna en fimm prósent fylgi. Þá er útlit fyrir að einn ríkisstjórnarflokkurinn, Björt framtíð, detti út af þingi. Þjóðarpúls Gallup sem birtist daginn fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kannanirnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmt forskot á aðra flokka eða 25,3 prósent fylgi. Þar á eftir komu Vinstri græn með 17,3 prósent fylgi. Samfylkingin mældist með 15,5 prósent fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkurinn mældist með 9,7 prósent fylgi og vart mátti sjá á milli Pírata og Framsóknarflokksins sem mældust með 9 og 8,9 prósent fylgi. Viðreisn mældist með 8,2 fylgi í könnunni. Eru þetta einu flokkarnir sem myndu ná mönnum inn á þing miðað við Þjóðarpúlsinn en Flokkur fólksins er ekki langt undan með 4 prósent fylgi. Björt framtíð mældist aðeins með 1,5 prósent fylgi, Alþýðufylkingin með 0,6 prósent fylgi og Dögun 0,1 prósent fylgi.
Kosningar 2017 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira