Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2017 14:30 Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Vísir/anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum þannig að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. „En þetta er búinn að vera gríðarlega skemmtilegur tími og nú þegar kjördagur er runninn upp, bjartur og fagur, þá ætla ég að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn.“ Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Um kosningabaráttuna segir hann að auðvitað hafi hann verið til í að ræða meira um kosningamálin. „Bera stefnumálin saman, gefa kjósendum meiri kost á að bera saman það sem flokkarnir eru að boða. En það er erfitt að stýra því. Það koma upp hlutir og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist með svona skömmum fyrirvara þá getur það verið mjög erfitt að hafa mikla og djúpa umræðu um stefnuna. Ég held hins vegar að síðustu daga hafi umræðan um málefnin aukist og það er mjög gott.“ Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um íslensku þingkosningarnar í miðlum sínum í dag og síðustu daga og þar er oft dregin upp frekar ófögur mynd af stjórnmálunum hér á landi.Grein New York Times og grein pistlahöfundar Aftonbladet.New York Times birtir grein með mynd af Sigmundi með fyrirsögninni „Ísland gengur til kosninga í skugga hneykslismála, andstyggðar og vantrausts“. Í greininni líkir fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð við Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann sé með hóp stuðningsmanna sem myndu kjósa hann sama hvað. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Aðspurður um hvað honum finnist um þessa umfjöllun erlendra segist Sigmundur ekki hafa náð að fylgjast nógu vel með erlendu fjölmiðlunum síðustu daga. Hann hafi verið að einbeita sér að Íslandi. „En ég held að í þessu tilviki þá komi þetta eins og svo oft áður að miklu leyti héðan frá Íslandi. Mér finnst mjög dapurlegt þegar Íslendingar eru að nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu. Það má vitna í Winston Churchill sem sagði: „Ég legg það ekki í vana minn að gagnrýna mín eigin stjórnvöld erlendis, en ég bæti upp fyrir það þegar ég kem heim.“ Það mættu sumir hafa það til hliðsjónar,“ segir Sigmundur Davíð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum þannig að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. „En þetta er búinn að vera gríðarlega skemmtilegur tími og nú þegar kjördagur er runninn upp, bjartur og fagur, þá ætla ég að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn.“ Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Um kosningabaráttuna segir hann að auðvitað hafi hann verið til í að ræða meira um kosningamálin. „Bera stefnumálin saman, gefa kjósendum meiri kost á að bera saman það sem flokkarnir eru að boða. En það er erfitt að stýra því. Það koma upp hlutir og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist með svona skömmum fyrirvara þá getur það verið mjög erfitt að hafa mikla og djúpa umræðu um stefnuna. Ég held hins vegar að síðustu daga hafi umræðan um málefnin aukist og það er mjög gott.“ Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um íslensku þingkosningarnar í miðlum sínum í dag og síðustu daga og þar er oft dregin upp frekar ófögur mynd af stjórnmálunum hér á landi.Grein New York Times og grein pistlahöfundar Aftonbladet.New York Times birtir grein með mynd af Sigmundi með fyrirsögninni „Ísland gengur til kosninga í skugga hneykslismála, andstyggðar og vantrausts“. Í greininni líkir fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð við Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann sé með hóp stuðningsmanna sem myndu kjósa hann sama hvað. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Aðspurður um hvað honum finnist um þessa umfjöllun erlendra segist Sigmundur ekki hafa náð að fylgjast nógu vel með erlendu fjölmiðlunum síðustu daga. Hann hafi verið að einbeita sér að Íslandi. „En ég held að í þessu tilviki þá komi þetta eins og svo oft áður að miklu leyti héðan frá Íslandi. Mér finnst mjög dapurlegt þegar Íslendingar eru að nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu. Það má vitna í Winston Churchill sem sagði: „Ég legg það ekki í vana minn að gagnrýna mín eigin stjórnvöld erlendis, en ég bæti upp fyrir það þegar ég kem heim.“ Það mættu sumir hafa það til hliðsjónar,“ segir Sigmundur Davíð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36