Innlent

Bein útsending: Aukafréttatími Stöðvar 2

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Íslendingar ganga til alþingiskosninga í dag, í fimmta skiptið á tíu árum. Í aukafréttatíma á Stöð 2 í hádeginu verður fjallað um kosningarnar og kosningabaráttuna.

Við fylgjumst með formönnum flokkanna kjósa, förum yfir kosningaauglýsingar sem hafa verið áberandi á netinu undanfarið og hittum leikskólabörn á leikskólanum Jörfa, sem skilja ekki alveg af hverju við göngum til kosninga en vilja sjálf gjarnan fá að kjósa um hvað þau fá í hádegismat.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttatíma Stöðvar tvö og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan tólf. Strax að loknum fréttum fær Heimir Már Pétursson síðan til sín góða gesti í þættinum Víglínunni.

Hægt verður að horfa bæði á aukafréttatímann og Víglínuna í spilaranum sem mun birtast hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×