Hróp og köll á leiðtogaumræðum: „Þið eruð gargandi vinstriflokkur“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. október 2017 22:02 Logi Einarsson fann sig knúinn til þess að kalla tvisvar að flokkur hans hygðist ekki hækka skatta á launafólk. Skjáskot/RÚV „Það er engin tilviljun að fylgið er að fara frá Vinstri grænum til ykkar. Þið eruð gargandi vinstriflokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við Loga Einarsson í leiðtogaumræðum Ríkisútvarpsins sem standa yfir á RÚV. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði að skattabreytingar lendi alltaf á millistéttinni. Hún sagði Viðreisn vera mjög á móti skattatillögum vinstri flokkanna. Logi Einarsson greip þá fram í fyrir henni. „Hvaða tillögur eru það Þorgerður?“ sagði Logi og kallaði til hennar að Samfylkingin ætlaði sér ekki að hækka skatta á launafólk. Að mati Þorgerðar Katrínar ætti að hætta að skilgreina stjórnir sem hægri eða vinstri stjórnir, heldur ætti að mynda stjórn frá miðju. „Miðjan og þeir flokkar sem kenna sig við hana, þeir eru að styrkjast.“„Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund“ Það hitnaði einnig í kolunum á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Loga Einarssonar. Logi útskýrði stefnu Samfylkingarinnar og sagði stefnuna vera að styrkja félagslega kerfið. „Bjarni kom hér áðan inn á harðduglegu fjölskylduna. Í dag er staðan þannig að þessar harðduglegu fjölskyldur, launafólk með börn þau kannski hafa það rétt fram yfir hver mánaðarmót en við minnstu áföll, sjúkdóma eða annað, þá lendir þetta fólk inni í vítahring, jafnvel í fátækt og þessu þurfum við að breyta,“ sagði Logi. Hann sagði Þorgerði Katrínu og Bjarna hafa birst sem jafnaðarmenn fyrir einu ári síðan en að þau hafi fellt niður grímuna eftir kosningar og sauðagæruna í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarpið. Hann sagði Samfylkinguna hafa verið nokkuð hógværa þegar það kemur að loforðum. Logi óskaði eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hygðist fjármagna 34 milljarða króna skattalækkun sem flokkurinn hefur boðað. „Ætlar hann að segja upp kennurum? Ætlar hann að segja upp lögregluþjónum? Ætlar hann að segja upp hjúkrunarfræðingum eða ætlar hann að veikja almannakerfið? Sjálfstæðisflokkurinn verður að svara því núna fyrir morgundaginn.“ Bjarni brást við með því að tala um skattahækkanir í stjórnartíð Samfylkingarinnar og þá greip Logi fram í fyrir honum. „Við erum ekki að fara að hækka skatta á laun,“ sagði Logi. Bjarni brást við með því að biðja Loga um að halda sér rólegum. „Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund,“ sagði Bjarni og bætti við að skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins jafngiltu 600 þúsund krónum á ári fyrir hjón með meðaltekjur. Kosningar 2017 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Það er engin tilviljun að fylgið er að fara frá Vinstri grænum til ykkar. Þið eruð gargandi vinstriflokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við Loga Einarsson í leiðtogaumræðum Ríkisútvarpsins sem standa yfir á RÚV. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði að skattabreytingar lendi alltaf á millistéttinni. Hún sagði Viðreisn vera mjög á móti skattatillögum vinstri flokkanna. Logi Einarsson greip þá fram í fyrir henni. „Hvaða tillögur eru það Þorgerður?“ sagði Logi og kallaði til hennar að Samfylkingin ætlaði sér ekki að hækka skatta á launafólk. Að mati Þorgerðar Katrínar ætti að hætta að skilgreina stjórnir sem hægri eða vinstri stjórnir, heldur ætti að mynda stjórn frá miðju. „Miðjan og þeir flokkar sem kenna sig við hana, þeir eru að styrkjast.“„Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund“ Það hitnaði einnig í kolunum á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Loga Einarssonar. Logi útskýrði stefnu Samfylkingarinnar og sagði stefnuna vera að styrkja félagslega kerfið. „Bjarni kom hér áðan inn á harðduglegu fjölskylduna. Í dag er staðan þannig að þessar harðduglegu fjölskyldur, launafólk með börn þau kannski hafa það rétt fram yfir hver mánaðarmót en við minnstu áföll, sjúkdóma eða annað, þá lendir þetta fólk inni í vítahring, jafnvel í fátækt og þessu þurfum við að breyta,“ sagði Logi. Hann sagði Þorgerði Katrínu og Bjarna hafa birst sem jafnaðarmenn fyrir einu ári síðan en að þau hafi fellt niður grímuna eftir kosningar og sauðagæruna í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarpið. Hann sagði Samfylkinguna hafa verið nokkuð hógværa þegar það kemur að loforðum. Logi óskaði eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hygðist fjármagna 34 milljarða króna skattalækkun sem flokkurinn hefur boðað. „Ætlar hann að segja upp kennurum? Ætlar hann að segja upp lögregluþjónum? Ætlar hann að segja upp hjúkrunarfræðingum eða ætlar hann að veikja almannakerfið? Sjálfstæðisflokkurinn verður að svara því núna fyrir morgundaginn.“ Bjarni brást við með því að tala um skattahækkanir í stjórnartíð Samfylkingarinnar og þá greip Logi fram í fyrir honum. „Við erum ekki að fara að hækka skatta á laun,“ sagði Logi. Bjarni brást við með því að biðja Loga um að halda sér rólegum. „Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund,“ sagði Bjarni og bætti við að skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins jafngiltu 600 þúsund krónum á ári fyrir hjón með meðaltekjur.
Kosningar 2017 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira