Svarar ekki gagnrýni forstöðumanns Zúista Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. október 2017 06:00 Ágúst Arnar Ágústsson er forstöðumaður Zuism Mjög langur tími leið frá því að Ágúst Arnar Ágústsson gerði kröfu um að verða skráður forstöðumaður Zuism þangað til hann fékk viðurkenningu sem slíkur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Sá starfsmaður embættisins sem annast trúfélagaskráningu var harðlega gagnrýndur fyrir stjórnsýslu sína í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér eftir að frétt Fréttablaðsins um málalyktir birtist á þriðjudag. Viðkomandi starfsmaður kveðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um ásakanir forstöðumannsins. Flótti virðist brostinn í lið trúfélagsins Zuism. Það sem af er október hafa tíu prósent meðlima safnaðarins sagt sig úr félaginu samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur verið deilt innan félags zúista um hver ætti að veita félaginu forstöðu. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra hefði orðið við kröfu Ágústs og viðurkennt hann sem forstöðumann. Þann dag skráðu sig 168 manns úr Zuism og voru í félaginu í lok miðvikudags 2.380 meðlimir. Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir í félagið á tímabili. Í byrjun október voru skráðir 2.651 félagar. Af þeim höfðu 271 sagt sig úr félaginu í gær. Þetta þýðir að fækkað hefur um 10,2 prósent í félaginu á innan við mánuði. Þeir sem höfðu undirtökin hjá zúistum næst á undan Ágústi, sem var meðal upphafsmanna félagsins fyrir fjórum árum, boðuðu endurgreiðslu svokallaðra sóknargjalda til meðlimanna. Það eru tæplega 11.000 krónur á ári sem ríkið borgar Zuism fyrir hvern meðlim eins og öðrum trúfélögum. Ágúst boðaði á miðvikudag að endurgreiðslur hefjist í nóvember, þó ekki til þeirra sem höfðu áður skráð sig úr félaginu. Hann sagði zúista einnig geta valið um að geta látið sinn hlut renna til góðgerðarmála. Á fimmtudag sagði hann svo frá því að 1,1 milljón króna af sóknargjöldum þeirra sem hefðu yfirgefið félagið hefði verið gefin til Barnaspítala Hringsins. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Mjög langur tími leið frá því að Ágúst Arnar Ágústsson gerði kröfu um að verða skráður forstöðumaður Zuism þangað til hann fékk viðurkenningu sem slíkur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Sá starfsmaður embættisins sem annast trúfélagaskráningu var harðlega gagnrýndur fyrir stjórnsýslu sína í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér eftir að frétt Fréttablaðsins um málalyktir birtist á þriðjudag. Viðkomandi starfsmaður kveðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um ásakanir forstöðumannsins. Flótti virðist brostinn í lið trúfélagsins Zuism. Það sem af er október hafa tíu prósent meðlima safnaðarins sagt sig úr félaginu samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur verið deilt innan félags zúista um hver ætti að veita félaginu forstöðu. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra hefði orðið við kröfu Ágústs og viðurkennt hann sem forstöðumann. Þann dag skráðu sig 168 manns úr Zuism og voru í félaginu í lok miðvikudags 2.380 meðlimir. Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir í félagið á tímabili. Í byrjun október voru skráðir 2.651 félagar. Af þeim höfðu 271 sagt sig úr félaginu í gær. Þetta þýðir að fækkað hefur um 10,2 prósent í félaginu á innan við mánuði. Þeir sem höfðu undirtökin hjá zúistum næst á undan Ágústi, sem var meðal upphafsmanna félagsins fyrir fjórum árum, boðuðu endurgreiðslu svokallaðra sóknargjalda til meðlimanna. Það eru tæplega 11.000 krónur á ári sem ríkið borgar Zuism fyrir hvern meðlim eins og öðrum trúfélögum. Ágúst boðaði á miðvikudag að endurgreiðslur hefjist í nóvember, þó ekki til þeirra sem höfðu áður skráð sig úr félaginu. Hann sagði zúista einnig geta valið um að geta látið sinn hlut renna til góðgerðarmála. Á fimmtudag sagði hann svo frá því að 1,1 milljón króna af sóknargjöldum þeirra sem hefðu yfirgefið félagið hefði verið gefin til Barnaspítala Hringsins.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira