Svarar ekki gagnrýni forstöðumanns Zúista Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. október 2017 06:00 Ágúst Arnar Ágústsson er forstöðumaður Zuism Mjög langur tími leið frá því að Ágúst Arnar Ágústsson gerði kröfu um að verða skráður forstöðumaður Zuism þangað til hann fékk viðurkenningu sem slíkur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Sá starfsmaður embættisins sem annast trúfélagaskráningu var harðlega gagnrýndur fyrir stjórnsýslu sína í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér eftir að frétt Fréttablaðsins um málalyktir birtist á þriðjudag. Viðkomandi starfsmaður kveðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um ásakanir forstöðumannsins. Flótti virðist brostinn í lið trúfélagsins Zuism. Það sem af er október hafa tíu prósent meðlima safnaðarins sagt sig úr félaginu samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur verið deilt innan félags zúista um hver ætti að veita félaginu forstöðu. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra hefði orðið við kröfu Ágústs og viðurkennt hann sem forstöðumann. Þann dag skráðu sig 168 manns úr Zuism og voru í félaginu í lok miðvikudags 2.380 meðlimir. Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir í félagið á tímabili. Í byrjun október voru skráðir 2.651 félagar. Af þeim höfðu 271 sagt sig úr félaginu í gær. Þetta þýðir að fækkað hefur um 10,2 prósent í félaginu á innan við mánuði. Þeir sem höfðu undirtökin hjá zúistum næst á undan Ágústi, sem var meðal upphafsmanna félagsins fyrir fjórum árum, boðuðu endurgreiðslu svokallaðra sóknargjalda til meðlimanna. Það eru tæplega 11.000 krónur á ári sem ríkið borgar Zuism fyrir hvern meðlim eins og öðrum trúfélögum. Ágúst boðaði á miðvikudag að endurgreiðslur hefjist í nóvember, þó ekki til þeirra sem höfðu áður skráð sig úr félaginu. Hann sagði zúista einnig geta valið um að geta látið sinn hlut renna til góðgerðarmála. Á fimmtudag sagði hann svo frá því að 1,1 milljón króna af sóknargjöldum þeirra sem hefðu yfirgefið félagið hefði verið gefin til Barnaspítala Hringsins. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Mjög langur tími leið frá því að Ágúst Arnar Ágústsson gerði kröfu um að verða skráður forstöðumaður Zuism þangað til hann fékk viðurkenningu sem slíkur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Sá starfsmaður embættisins sem annast trúfélagaskráningu var harðlega gagnrýndur fyrir stjórnsýslu sína í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér eftir að frétt Fréttablaðsins um málalyktir birtist á þriðjudag. Viðkomandi starfsmaður kveðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um ásakanir forstöðumannsins. Flótti virðist brostinn í lið trúfélagsins Zuism. Það sem af er október hafa tíu prósent meðlima safnaðarins sagt sig úr félaginu samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur verið deilt innan félags zúista um hver ætti að veita félaginu forstöðu. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra hefði orðið við kröfu Ágústs og viðurkennt hann sem forstöðumann. Þann dag skráðu sig 168 manns úr Zuism og voru í félaginu í lok miðvikudags 2.380 meðlimir. Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir í félagið á tímabili. Í byrjun október voru skráðir 2.651 félagar. Af þeim höfðu 271 sagt sig úr félaginu í gær. Þetta þýðir að fækkað hefur um 10,2 prósent í félaginu á innan við mánuði. Þeir sem höfðu undirtökin hjá zúistum næst á undan Ágústi, sem var meðal upphafsmanna félagsins fyrir fjórum árum, boðuðu endurgreiðslu svokallaðra sóknargjalda til meðlimanna. Það eru tæplega 11.000 krónur á ári sem ríkið borgar Zuism fyrir hvern meðlim eins og öðrum trúfélögum. Ágúst boðaði á miðvikudag að endurgreiðslur hefjist í nóvember, þó ekki til þeirra sem höfðu áður skráð sig úr félaginu. Hann sagði zúista einnig geta valið um að geta látið sinn hlut renna til góðgerðarmála. Á fimmtudag sagði hann svo frá því að 1,1 milljón króna af sóknargjöldum þeirra sem hefðu yfirgefið félagið hefði verið gefin til Barnaspítala Hringsins.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira