Formaðurinn getur ekki kosið flokkinn Haraldur Guðmundsson skrifar 28. október 2017 06:00 Pálmey er ekki búin að ákveða hver fær atkvæði hennar. vísir/Ernir „Ég hef nú fyrir reglu að gefa ekki upp hvað ég kýs en ég get ekki kosið Dögun þó ég sé á lista hjá flokknum og formaður hans,“ segir Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar, sem er búsett í Reykjavík og getur því ekki kosið sinn eigin flokk þar sem flokkurinn býður einungis fram í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017. Pálmey segist ekki búin að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fær hennar atkvæði í dag þegar hún mætir í Ingunnarskóla í Grafarholti til að kjósa. „Ég er í rauninni ekki búin að ákveða neitt. Það eru margir flokkar sem eru með mjög góð málefni. Þau eru öll í málefnaskrá Dögunar og þeir virðast flestir hafa kosið að taka þau upp. Ef ég fengi að ráða væri öllum steypt saman í einn flokk sem héti Dögun og við gætum kosið hann. En ég er ansi hrædd um að ruslatunnur landsins fyllist á sunnudag af sviknum loforðum,“ segir Pálmey. Formaðurinn tók við embættinu hjá Dögun í janúar síðastliðnum. Afskipti Pálmeyjar af stjórnmálum hófust að hennar eigin sögn árið 2012 þegar hún tók þátt í stofnun og var síðar kjörin varaformaður Samstöðu. Pálmey var í framboði fyrir Flokk heimilanna í alþingiskosningunum 2013 og Dögun í kosningunum í október í fyrra þar sem flokkurinn fékk 1,7 prósent atkvæða. Báðir flokkarnir buðu fram á landsvísu og var Pálmey á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi en búsett í borginni. „Ég ólst upp í mjög pólitísku umhverfi á Sauðárkróki þar sem Framsókn réði en fjölskyldan studdi Sjálfstæðisflokkinn. En mér var kennt að maður ætti að skoða málin frá öllum hliðum og að allir hefðu sjálfstæða hugsun og getu til þess að velja og hafna. En ég er eins og kötturinn. Ég kem alltaf niður á fæturna,“ segir Pálmey og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Ég hef nú fyrir reglu að gefa ekki upp hvað ég kýs en ég get ekki kosið Dögun þó ég sé á lista hjá flokknum og formaður hans,“ segir Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar, sem er búsett í Reykjavík og getur því ekki kosið sinn eigin flokk þar sem flokkurinn býður einungis fram í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017. Pálmey segist ekki búin að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fær hennar atkvæði í dag þegar hún mætir í Ingunnarskóla í Grafarholti til að kjósa. „Ég er í rauninni ekki búin að ákveða neitt. Það eru margir flokkar sem eru með mjög góð málefni. Þau eru öll í málefnaskrá Dögunar og þeir virðast flestir hafa kosið að taka þau upp. Ef ég fengi að ráða væri öllum steypt saman í einn flokk sem héti Dögun og við gætum kosið hann. En ég er ansi hrædd um að ruslatunnur landsins fyllist á sunnudag af sviknum loforðum,“ segir Pálmey. Formaðurinn tók við embættinu hjá Dögun í janúar síðastliðnum. Afskipti Pálmeyjar af stjórnmálum hófust að hennar eigin sögn árið 2012 þegar hún tók þátt í stofnun og var síðar kjörin varaformaður Samstöðu. Pálmey var í framboði fyrir Flokk heimilanna í alþingiskosningunum 2013 og Dögun í kosningunum í október í fyrra þar sem flokkurinn fékk 1,7 prósent atkvæða. Báðir flokkarnir buðu fram á landsvísu og var Pálmey á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi en búsett í borginni. „Ég ólst upp í mjög pólitísku umhverfi á Sauðárkróki þar sem Framsókn réði en fjölskyldan studdi Sjálfstæðisflokkinn. En mér var kennt að maður ætti að skoða málin frá öllum hliðum og að allir hefðu sjálfstæða hugsun og getu til þess að velja og hafna. En ég er eins og kötturinn. Ég kem alltaf niður á fæturna,“ segir Pálmey og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira