Stefna flokkanna: Samgöngur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. október 2017 16:00 Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að samgöngum.Miðflokkurinn: Við ætlum að gera heildaráætlun fyrir uppbyggingu í öllum landshlutum. Nauðsynlegt er að taka á forgangsmálum á svæðum sem hafa beðið lengi. Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Við ætlum að niðurgreiða innanlandsflug því það er hluti af almenningssamgöngum allra landsmanna.Viðreisn: Viðreisn vill markvissa uppbyggingu samgöngukerfa og hefur lagt til stofnun innviðasjóðs með fjármagni auðlindagjalda. Mikilvægt er að stefna að orkuskiptum í samgöngum, með hagrænum hvötum til rafbílavæðingar og fjölgun hleðslustöðva vítt um landið. Efla þarf almenningssamgöngur og stefnt skal að lagningu Borgarlínu.Björt framtíð: Við viljum að samgönguáætlun sé alltaf höfð til grundvallar uppbyggingu og viðhaldi. Kjördæmapot er ekki viðeigandi lengur. Vöndum okkur. Við viljum að samstarf ríkis og sveitarfélaga um Borgarlínu hefjist sem fyrsta og erum opin fyrir því að skoða gjaldtöku á helstu stofnbrautum til að flýta framkvæmdum.Vinstri græn: Ráðist í löngu tímabært viðhald og uppbyggingu vegakerfis. Uppbygging grunnvegakerfis verði ekki byggð á vegatollum. Samvinna ríkis og sveitarfélaga um umhverfisvænni samgöngur með rafbílavæð- ingu og uppsetningu hleðslustöðva. Efla almenningssamgöngur, einkum á landsbyggðinni. Samgönguáætlun taki mið af loftslagsmarkmiðum.Samfylkingin: Stöndum við samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti rétt fyrir síðustu kosningar. Aukum viðhald vega. Eflum almenningssamgöngur út um allt land og komum að uppbyggingu Borgarlínu. Byrjum undirbúningsvinnu vegna sjálfakandi bíla og þeirra breytinga sem sú tækni mun hafa í för með sér.Flokkur fólksins: Gert verði átak til að efla samgöngur og umferðaröryggi í landinu. Flugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýri.Sjálfstæðisflokkur: Ráðstafa þarf auknum fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins. Framkvæmdir eiga að stuðla að auknu umferðaröryggi, aukinni burðargetu og styttingu vegalengda. Efla þarf almenningssamgöngur, fækka einbreiðum brúm, gera ferjuleiðir að hluta þjóðvegakerfisins og taka fleiri skref í að bæta aðgengi að hagkvæmu innanlandsflugi.Framsókn: Framsókn vill stórauka framlög til viðhalds og nýbygginga vega. Þetta er ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna. Framsókn hafnar hugmyndum um vegtolla og hækkun olíugjalds. Framsókn vill efla almenningssamgöngur og taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.Píratar: Píratar vilja einblína á að bæta það vegakerfi sem fyrir er, í stað þess að lofa stórum framkvæmdum sem verða ekki fjármagnaðar nema á kostnað viðhalds. Stjórnvöld hafa undanfarin ár leyft viðhaldi að sitja á hakanum. Við viljum styrkja innviði fyrir rafbíla, en á sama tíma efla almenningssamgöngur og vistvænan samgöngumáta. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að samgöngum.Miðflokkurinn: Við ætlum að gera heildaráætlun fyrir uppbyggingu í öllum landshlutum. Nauðsynlegt er að taka á forgangsmálum á svæðum sem hafa beðið lengi. Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Við ætlum að niðurgreiða innanlandsflug því það er hluti af almenningssamgöngum allra landsmanna.Viðreisn: Viðreisn vill markvissa uppbyggingu samgöngukerfa og hefur lagt til stofnun innviðasjóðs með fjármagni auðlindagjalda. Mikilvægt er að stefna að orkuskiptum í samgöngum, með hagrænum hvötum til rafbílavæðingar og fjölgun hleðslustöðva vítt um landið. Efla þarf almenningssamgöngur og stefnt skal að lagningu Borgarlínu.Björt framtíð: Við viljum að samgönguáætlun sé alltaf höfð til grundvallar uppbyggingu og viðhaldi. Kjördæmapot er ekki viðeigandi lengur. Vöndum okkur. Við viljum að samstarf ríkis og sveitarfélaga um Borgarlínu hefjist sem fyrsta og erum opin fyrir því að skoða gjaldtöku á helstu stofnbrautum til að flýta framkvæmdum.Vinstri græn: Ráðist í löngu tímabært viðhald og uppbyggingu vegakerfis. Uppbygging grunnvegakerfis verði ekki byggð á vegatollum. Samvinna ríkis og sveitarfélaga um umhverfisvænni samgöngur með rafbílavæð- ingu og uppsetningu hleðslustöðva. Efla almenningssamgöngur, einkum á landsbyggðinni. Samgönguáætlun taki mið af loftslagsmarkmiðum.Samfylkingin: Stöndum við samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti rétt fyrir síðustu kosningar. Aukum viðhald vega. Eflum almenningssamgöngur út um allt land og komum að uppbyggingu Borgarlínu. Byrjum undirbúningsvinnu vegna sjálfakandi bíla og þeirra breytinga sem sú tækni mun hafa í för með sér.Flokkur fólksins: Gert verði átak til að efla samgöngur og umferðaröryggi í landinu. Flugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýri.Sjálfstæðisflokkur: Ráðstafa þarf auknum fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins. Framkvæmdir eiga að stuðla að auknu umferðaröryggi, aukinni burðargetu og styttingu vegalengda. Efla þarf almenningssamgöngur, fækka einbreiðum brúm, gera ferjuleiðir að hluta þjóðvegakerfisins og taka fleiri skref í að bæta aðgengi að hagkvæmu innanlandsflugi.Framsókn: Framsókn vill stórauka framlög til viðhalds og nýbygginga vega. Þetta er ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna. Framsókn hafnar hugmyndum um vegtolla og hækkun olíugjalds. Framsókn vill efla almenningssamgöngur og taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.Píratar: Píratar vilja einblína á að bæta það vegakerfi sem fyrir er, í stað þess að lofa stórum framkvæmdum sem verða ekki fjármagnaðar nema á kostnað viðhalds. Stjórnvöld hafa undanfarin ár leyft viðhaldi að sitja á hakanum. Við viljum styrkja innviði fyrir rafbíla, en á sama tíma efla almenningssamgöngur og vistvænan samgöngumáta.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira