Spáir illa á fyrsta degi í rjúpu Karl Lúðvíksson skrifar 26. október 2017 11:06 Fyrsti veiðidagur þar sem heimilt er að ganga til rjúpna er á morgun og það verður að segjast eins og er að ekki spáir vel í veðri svona á fyrsta degi. Á vef Veðurstofu Íslands er veðurspá morgundagsins sem segir "Hægt vaxandi suðvestanátt og þykknar upp, 15-25 m/s undir kvöld, hvassast norðantil og á Suðausturlandi. Víða súldarloft um landið vestanvert en rigning í nótt, og talsverð um tíma um landið norðvestanvert til morguns. Dregur úr vindi og úrkomu fyrst norðvestanlands í fyrramálið. Vestlæg átt, 5-10 m/s síðdegis á morgun og úrkomulítið víðast hvar, og léttir til austanlands annað kvöld. Hiti 3 til 10 stig að deginum hlýjast austantil." Það verður sem sagt hlýtt, hvasst og blautt en það þykir afleitt veður til rjúpnaveiða. Það skánar þó heldur mikið veðrið um helgina og bæði laugardag og sunnudag er spáin einstaklega góð um allt land og það má því reikna með fjölmenni á veiðislóð báða dagana en eins og skyttur landsins muna eftir var ótíðin heldur mikil á tímabilinu í fyrra og margir dagar af þessum tólf þar sem veiði er heimil voru ónýtir vegna veðurs. Þetta hefur ýtt undur þá háværu kröfu að núverandi fyrirkomulag valdi því að menn haldi oft út í vafasöm skilyrði. Veiðimenn hafa bent á að veiðiálag eykst ekki mikið með fjölgun veiðidaga heldur dreifist álagið meira. Við óskum veiðimönnum og veiðikonum um allt land góðs gengis á morgun og minnum alla á að vera vel búin, láta vita af ferðum sínum, vera með talstöðvar/síma og GPS tæki. Mest lesið Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 12 kg stórlax úr Nessvæðinu í Aðaldal Veiði
Fyrsti veiðidagur þar sem heimilt er að ganga til rjúpna er á morgun og það verður að segjast eins og er að ekki spáir vel í veðri svona á fyrsta degi. Á vef Veðurstofu Íslands er veðurspá morgundagsins sem segir "Hægt vaxandi suðvestanátt og þykknar upp, 15-25 m/s undir kvöld, hvassast norðantil og á Suðausturlandi. Víða súldarloft um landið vestanvert en rigning í nótt, og talsverð um tíma um landið norðvestanvert til morguns. Dregur úr vindi og úrkomu fyrst norðvestanlands í fyrramálið. Vestlæg átt, 5-10 m/s síðdegis á morgun og úrkomulítið víðast hvar, og léttir til austanlands annað kvöld. Hiti 3 til 10 stig að deginum hlýjast austantil." Það verður sem sagt hlýtt, hvasst og blautt en það þykir afleitt veður til rjúpnaveiða. Það skánar þó heldur mikið veðrið um helgina og bæði laugardag og sunnudag er spáin einstaklega góð um allt land og það má því reikna með fjölmenni á veiðislóð báða dagana en eins og skyttur landsins muna eftir var ótíðin heldur mikil á tímabilinu í fyrra og margir dagar af þessum tólf þar sem veiði er heimil voru ónýtir vegna veðurs. Þetta hefur ýtt undur þá háværu kröfu að núverandi fyrirkomulag valdi því að menn haldi oft út í vafasöm skilyrði. Veiðimenn hafa bent á að veiðiálag eykst ekki mikið með fjölgun veiðidaga heldur dreifist álagið meira. Við óskum veiðimönnum og veiðikonum um allt land góðs gengis á morgun og minnum alla á að vera vel búin, láta vita af ferðum sínum, vera með talstöðvar/síma og GPS tæki.
Mest lesið Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 12 kg stórlax úr Nessvæðinu í Aðaldal Veiði