Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2017 04:00 Tæplega fjórðungur landsmanna segist ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. vísir/friðrik þór Þingflokkur Samfylkingarinnar gæti þrefaldast að stærð að loknum kosningum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi ef kosið væri nú. Hann var með 5,37 prósenta fylgi eftir kosningarnar fyrir ári. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn ef kosið væri nú. Hann fengi rúm 24 prósent atkvæða. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með rúm 19 prósent atkvæða. Samfylkingin fengi 14,3 prósent. Miðflokkurinn er með tæp 10 prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Þá er Viðreisn með tæp 8 prósent og Framsóknarflokkurinn með rúm 6 prósent. Flokkur fólksins mælist svo með rúmlega 4 prósenta fylgi og Björt framtíð með tæplega 2 prósent. Ef þetta verða niðurstöður kosninganna munu sjö flokkar fá kjörna fulltrúa á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sautján þingmenn kjörna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði þá fjórum mönnum færra en í dag. Þingmönnum VG myndi fjölga um fjóra og yrðu þeir alls fjórtán eftir kosningar. Samfylkingin ætti þriðja stærsta þingflokkinn og ættu þar tíu þingmenn sæti í stað þriggja þingmanna núna. Hinn nýi flokkur Sigmundar Davíðs, Miðflokkurinn, ætti sjö fulltrúa á Alþingi. Þá yrðu sex Píratar á Alþingi í stað tíu núna. Þá myndi þingmönnum Viðreisnar fækka um tvo, yrðu fimm en voru sjö eftir síðustu kosningar. Framsókn fengi fjóra þingmenn. Í nýrri könnun Fréttablaðsins er byggt á tvöfalt stærra úrtaki en í fyrri könnunum í október. Vikmörkin eru á bilinu 0,7 til 2,1 prósent.AðferðafræðiHringt var í 2.551 þar til náðist í 1.602 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. október. Svarhlutfallið var 62,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 73,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 5,4 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 6,5 prósent sögðust óákveðin og 14,3 prósent neituðu að svara spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar gæti þrefaldast að stærð að loknum kosningum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi ef kosið væri nú. Hann var með 5,37 prósenta fylgi eftir kosningarnar fyrir ári. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn ef kosið væri nú. Hann fengi rúm 24 prósent atkvæða. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með rúm 19 prósent atkvæða. Samfylkingin fengi 14,3 prósent. Miðflokkurinn er með tæp 10 prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Þá er Viðreisn með tæp 8 prósent og Framsóknarflokkurinn með rúm 6 prósent. Flokkur fólksins mælist svo með rúmlega 4 prósenta fylgi og Björt framtíð með tæplega 2 prósent. Ef þetta verða niðurstöður kosninganna munu sjö flokkar fá kjörna fulltrúa á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sautján þingmenn kjörna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði þá fjórum mönnum færra en í dag. Þingmönnum VG myndi fjölga um fjóra og yrðu þeir alls fjórtán eftir kosningar. Samfylkingin ætti þriðja stærsta þingflokkinn og ættu þar tíu þingmenn sæti í stað þriggja þingmanna núna. Hinn nýi flokkur Sigmundar Davíðs, Miðflokkurinn, ætti sjö fulltrúa á Alþingi. Þá yrðu sex Píratar á Alþingi í stað tíu núna. Þá myndi þingmönnum Viðreisnar fækka um tvo, yrðu fimm en voru sjö eftir síðustu kosningar. Framsókn fengi fjóra þingmenn. Í nýrri könnun Fréttablaðsins er byggt á tvöfalt stærra úrtaki en í fyrri könnunum í október. Vikmörkin eru á bilinu 0,7 til 2,1 prósent.AðferðafræðiHringt var í 2.551 þar til náðist í 1.602 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. október. Svarhlutfallið var 62,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 73,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 5,4 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 6,5 prósent sögðust óákveðin og 14,3 prósent neituðu að svara spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01