Flokkur fólksins vill hækka persónuafslátt og afnema verðtrygginguna Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2017 21:22 Flokkur fólksins vill meðal annars skattleggja inngreiðslur fólks í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna og segir að með því sé hægt að fjármagna aðgerðir til að bæta hag þeirra verst settu. Hækka beri persónuaflsátt skatta, afnema verðtrygginguna og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Markmiðið stórt Flokkur fólksins kynnti í dag helstu áherslur sínar fyrir kosningarnar sem fram fara á laugardaginn. Þar er megin áherslan lögð á að bæta hag hinna verst settu meðal annars með því að lágmarks framfærsla verði 300 þúsund krónur og stórátak verði gert í húsnæðismálum. Inga Sæland formaður segir markmiðið stórt; að útrýma fátækt á Íslandi. „Fá grunnheilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa, ráðast að rótum vandans sem verðtryggingin er og koma okurvöxtunum okkar niður í það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur,“ sagði Inga á fréttamannafundi í dag. Flokkurinn vill að komið verði á félagslegu íbúðakerfi eins og þekktist á árum áður. „Við sjáum það að ríki, lífeyrissjóðir, sveitarfélög ættu allir að geta tekið höndum saman með góðum vilja til að koma í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum,“ segir Inga.Engar sviptingar, ekkert gaman Þá vill Flokkur fólksins að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað útgreiðslna. Þannig megi auka tekjur ríkissjóðs um 40 milljarða til að fjármagna nauðsynleg verkefni til að bæta hag þeirra sem búa við lægstu kjörin og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Kannanir eru ýmist að sýna ykkur inni eða úti, er bjartsýnin allsráðandi hjá ykkur?„Eins og þú sérð, það er alltaf bjartsýni. Ef ekki eru neinar sviptingar er ekkert gaman að þessu. Þannig að við hlökkum bara til að fá að sjá hvernig kjósendur taka okkur,“ segir Inga Snæland. Kosningar 2017 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Flokkur fólksins vill meðal annars skattleggja inngreiðslur fólks í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna og segir að með því sé hægt að fjármagna aðgerðir til að bæta hag þeirra verst settu. Hækka beri persónuaflsátt skatta, afnema verðtrygginguna og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Markmiðið stórt Flokkur fólksins kynnti í dag helstu áherslur sínar fyrir kosningarnar sem fram fara á laugardaginn. Þar er megin áherslan lögð á að bæta hag hinna verst settu meðal annars með því að lágmarks framfærsla verði 300 þúsund krónur og stórátak verði gert í húsnæðismálum. Inga Sæland formaður segir markmiðið stórt; að útrýma fátækt á Íslandi. „Fá grunnheilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa, ráðast að rótum vandans sem verðtryggingin er og koma okurvöxtunum okkar niður í það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur,“ sagði Inga á fréttamannafundi í dag. Flokkurinn vill að komið verði á félagslegu íbúðakerfi eins og þekktist á árum áður. „Við sjáum það að ríki, lífeyrissjóðir, sveitarfélög ættu allir að geta tekið höndum saman með góðum vilja til að koma í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum,“ segir Inga.Engar sviptingar, ekkert gaman Þá vill Flokkur fólksins að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað útgreiðslna. Þannig megi auka tekjur ríkissjóðs um 40 milljarða til að fjármagna nauðsynleg verkefni til að bæta hag þeirra sem búa við lægstu kjörin og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Kannanir eru ýmist að sýna ykkur inni eða úti, er bjartsýnin allsráðandi hjá ykkur?„Eins og þú sérð, það er alltaf bjartsýni. Ef ekki eru neinar sviptingar er ekkert gaman að þessu. Þannig að við hlökkum bara til að fá að sjá hvernig kjósendur taka okkur,“ segir Inga Snæland.
Kosningar 2017 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira