Ekki fyrir hvern sem er að sinna 200-300 kg svíni Guðný Hrönn skrifar 25. október 2017 09:30 Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín í gegnum tíðina og svínaáhugi Íslendinga virðist nú vera að aukast. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk kaupi einstaka svín til að ala, sérstaklega yfir sumartímann. Þess vegna sá Matvælastofnun tilefni til að setja upp leiðbeiningar um kaup og umönnun svína, enda er ekkert grín að eiga svín. Það er rétt að það hefur aukist töluvert síðustu ár að aðilar séu að kaupa einstaka grísi en það er nær einungis til að ala yfir sumartímann og slátra að hausti til eigin nota/neyslu,“ segir Vigdís Tryggvadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, spurð út í aukinn áhuga Íslendinga á svínum. Vigdís efast um að margt fólk sé að kaupa svín sem gæludýr.„Það er ekki fyrir hvern sem er að halda og sinna 200-300 kg svíni. Hér á landi eru einungis stærri og hefðbundnari svínakyn til framleiðslu, Landrace, Yorkshire og Duroc, en ekki klassísk gæludýrasvín, til dæmis miniature og pot belly,“ segir Vigdís. Vigdís á erfitt með að segja til um hvers vegna fólk sé farið að kaupa einstök svín í auknum mæli. Gæti verið að um tískubylgju sé að ræða? „Já, mögulega er þetta tískubylgja. Kannski partur af taktinum eftir hrun, aukin sjálfbærni og aukinn áhugi hjá fólki að vera með eigin ræktun, t.d. kartöflugarða. Langflestir sem voru að kaupa einstaka grísi voru yfirleitt bændur eða eigendur jarða, hobbíbændur, jafnvel í ferðamannabransanum.“ Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín sem gæludýr, svo sem George Clooney og Paris Hilton, og kannski er það að hafa áhrif á aukinn svínaáhuga fólks. Það er þó hægara sagt en gert að sinna svíni og að mörgu þarf að huga. Og eins og fram kemur í leiðbeiningum sem Matvælastofnun sendi frá sér í sumar um kaup og umönnun svína eru svín hópdýr og þurfa að umgangast önnur svín, það er því ekki ráðlagt að halda einungis eitt svín. Nokkrar stjörnur sem hafa átt svínGeorge Clooney Miley Cyrus Paris Hilton Jillian Michaels Mario Balotelli Tori Spelling Denise Richards Rupert Grint Megan Fox Ruby Rose Slúðurmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að Reese Witherspoon og Victoria Beckham hafi einnig átt svín sem gæludýr á einhverjum tímapunkti. Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira
Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk kaupi einstaka svín til að ala, sérstaklega yfir sumartímann. Þess vegna sá Matvælastofnun tilefni til að setja upp leiðbeiningar um kaup og umönnun svína, enda er ekkert grín að eiga svín. Það er rétt að það hefur aukist töluvert síðustu ár að aðilar séu að kaupa einstaka grísi en það er nær einungis til að ala yfir sumartímann og slátra að hausti til eigin nota/neyslu,“ segir Vigdís Tryggvadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, spurð út í aukinn áhuga Íslendinga á svínum. Vigdís efast um að margt fólk sé að kaupa svín sem gæludýr.„Það er ekki fyrir hvern sem er að halda og sinna 200-300 kg svíni. Hér á landi eru einungis stærri og hefðbundnari svínakyn til framleiðslu, Landrace, Yorkshire og Duroc, en ekki klassísk gæludýrasvín, til dæmis miniature og pot belly,“ segir Vigdís. Vigdís á erfitt með að segja til um hvers vegna fólk sé farið að kaupa einstök svín í auknum mæli. Gæti verið að um tískubylgju sé að ræða? „Já, mögulega er þetta tískubylgja. Kannski partur af taktinum eftir hrun, aukin sjálfbærni og aukinn áhugi hjá fólki að vera með eigin ræktun, t.d. kartöflugarða. Langflestir sem voru að kaupa einstaka grísi voru yfirleitt bændur eða eigendur jarða, hobbíbændur, jafnvel í ferðamannabransanum.“ Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín sem gæludýr, svo sem George Clooney og Paris Hilton, og kannski er það að hafa áhrif á aukinn svínaáhuga fólks. Það er þó hægara sagt en gert að sinna svíni og að mörgu þarf að huga. Og eins og fram kemur í leiðbeiningum sem Matvælastofnun sendi frá sér í sumar um kaup og umönnun svína eru svín hópdýr og þurfa að umgangast önnur svín, það er því ekki ráðlagt að halda einungis eitt svín. Nokkrar stjörnur sem hafa átt svínGeorge Clooney Miley Cyrus Paris Hilton Jillian Michaels Mario Balotelli Tori Spelling Denise Richards Rupert Grint Megan Fox Ruby Rose Slúðurmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að Reese Witherspoon og Victoria Beckham hafi einnig átt svín sem gæludýr á einhverjum tímapunkti.
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira