Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Starfsmenn Sýslumannsins á Vestfjörðum hafa þrisvar sinnum sett upp kjördeild í Flatey á Breiðafirði fyrir kosningar. vísir/anton brink Kjördeild í Flatey á Breiðafirði hefur verið lokað fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar verða næstkomandi laugardag. Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum fór þangað á fimmtudaginn var og setti upp kjördeild í Bryggjubúðinni í eynni. Sex voru á kjörskrá að þessu sinni og var kjörsókn 100 prósent. Er þetta í þriðja skiptið sem Sýslumaðurinn á Vestfjörðum setur upp kjördeild í eynni fyrir kosningar og hefur mælst afar vel fyrir hjá íbúum eyjarinnar að geta kosið í heimabyggð. Utanumhald kosninga í Flatey á Breiðafirði heyrir undir Sýslumanninn á Vestfjörðum og því nokkuð langt ferðalag fyrir fulltrúa sýslumanns frá Patreksfirði til Flateyjar. „Við lögðum af stað frá Patreksfirði rúmlega níu á fimmtudagsmorgun og keyrðum alla leið í Stykkishólm. Þaðan fórum við með Baldri út í Flatey,“ segir Bergrún Halldórsdóttir, starfsmaður Sýslumannsins á Patreksfirði. „Þegar við komum svo inn í Bryggjubúð með kjörgögn var búið að stilla upp kjörstað og íbúar voru fljótir að kjósa,“ segir Bergrún. „Þetta er auðvitað löng vegalengd fyrir okkur og því var frábært að áhöfnin á Baldri beið eftir því að kjósendur kláruðu að kjósa svo við gætum farið með bátnum áleiðis á Brjánslæk,“ segir Bergrún. Hafa ber í huga að Sýslumaðurinn á Vesturlandi er einmitt til húsa í Stykkishólmi. Um aldamótin 1900 bjuggu á fjórða hundrað íbúa í eynni og eru heimildir til um íbúa þar frá landnámi. Nú búa aðeins tvær fjölskyldur í Flatey að staðaldri. Bergrún segir þetta vera einn af föstu liðunum í kosningum, að keyra um umdæmið og setja upp kjördeildir áður en að eiginlegum kjördegi kemur. „Nú erum við búin með Flatey og við höldum svo ferðalaginu áfram á morgun. Þá liggur leiðin í Reykhóla þar sem við munum setja upp kjördeild fyrir íbúa þar,“ bætir Bergrún við. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Kjördeild í Flatey á Breiðafirði hefur verið lokað fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar verða næstkomandi laugardag. Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum fór þangað á fimmtudaginn var og setti upp kjördeild í Bryggjubúðinni í eynni. Sex voru á kjörskrá að þessu sinni og var kjörsókn 100 prósent. Er þetta í þriðja skiptið sem Sýslumaðurinn á Vestfjörðum setur upp kjördeild í eynni fyrir kosningar og hefur mælst afar vel fyrir hjá íbúum eyjarinnar að geta kosið í heimabyggð. Utanumhald kosninga í Flatey á Breiðafirði heyrir undir Sýslumanninn á Vestfjörðum og því nokkuð langt ferðalag fyrir fulltrúa sýslumanns frá Patreksfirði til Flateyjar. „Við lögðum af stað frá Patreksfirði rúmlega níu á fimmtudagsmorgun og keyrðum alla leið í Stykkishólm. Þaðan fórum við með Baldri út í Flatey,“ segir Bergrún Halldórsdóttir, starfsmaður Sýslumannsins á Patreksfirði. „Þegar við komum svo inn í Bryggjubúð með kjörgögn var búið að stilla upp kjörstað og íbúar voru fljótir að kjósa,“ segir Bergrún. „Þetta er auðvitað löng vegalengd fyrir okkur og því var frábært að áhöfnin á Baldri beið eftir því að kjósendur kláruðu að kjósa svo við gætum farið með bátnum áleiðis á Brjánslæk,“ segir Bergrún. Hafa ber í huga að Sýslumaðurinn á Vesturlandi er einmitt til húsa í Stykkishólmi. Um aldamótin 1900 bjuggu á fjórða hundrað íbúa í eynni og eru heimildir til um íbúa þar frá landnámi. Nú búa aðeins tvær fjölskyldur í Flatey að staðaldri. Bergrún segir þetta vera einn af föstu liðunum í kosningum, að keyra um umdæmið og setja upp kjördeildir áður en að eiginlegum kjördegi kemur. „Nú erum við búin með Flatey og við höldum svo ferðalaginu áfram á morgun. Þá liggur leiðin í Reykhóla þar sem við munum setja upp kjördeild fyrir íbúa þar,“ bætir Bergrún við.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira