Forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2017 17:23 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson eru forystumenn þeirra flokka sem eru með mest fylgi. Vísir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vilja forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þegar hún hófst við að útskýra stefnu flokksins í heilbrigðismálum, það sé hagkvæmari rekstur til lengri tíma litið. Til snarpra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks og Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þegar þau mættust í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Stjórnmálaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa hvorir um sig mælst með mesta fylgið í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem bjóða fram krafta sína til Alþingis í komandi þingkosningum. Tekist var á um skattapólitík, þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild, heilbrigðismál og margt fleira. Katrínu er, eins og margoft hefur komið fram í málflutningi frambjóðenda Vinstri grænna, mjög umhugað um að hlúa að innviðum samfélagsins og þá sérstaklega heilbrigðis-og menntakerfinu. Hún gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn bæði fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og fyrir að vara stöðugt við því að ekki megi ráðast í almennilega uppbyggingu því það geti aukið þenslu. Bjarni Benediktsson, sem veitir Sjálfstæðisflokki forystu, kannaðist ekki við það og sagðist einungis vara við auknum skattahækkunum. „Ég horfi til þess að við erum með Landspítala í þeirri stöðu að hann getur ekki staðið undir óbreyttum rekstri miðað við fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórna,“ segir Katrín í umfjöllun sinni um alvarleika stöðunnar.Landspítalinn var Katrínu ofarlega í huga í viðtali á Sprengisandi.Vísir/ErnirForgangsraðar í þágu hins opinbera kerfis„Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði. „Þegar ég segi að við viljum forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þá er það breytt forgangsröðun í heilbrigðismálum í takt við það sem fagaðilar eru að benda á, Landlæknir er að benda á að það þurfi að forgangsraða þessum grunnstoðum vegna þess að það er líka hagkvæmari rekstur á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma litið. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um aukin útgjöld, þetta snýst líka um það hvernig við verjum þeim peningum sem við verjum til að mynda til heilbrigðismála,“ segir Katrín um stefnu Vinstrihreyfingarinnar í heilbrigðismálum. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vilja forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þegar hún hófst við að útskýra stefnu flokksins í heilbrigðismálum, það sé hagkvæmari rekstur til lengri tíma litið. Til snarpra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks og Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þegar þau mættust í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Stjórnmálaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa hvorir um sig mælst með mesta fylgið í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem bjóða fram krafta sína til Alþingis í komandi þingkosningum. Tekist var á um skattapólitík, þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild, heilbrigðismál og margt fleira. Katrínu er, eins og margoft hefur komið fram í málflutningi frambjóðenda Vinstri grænna, mjög umhugað um að hlúa að innviðum samfélagsins og þá sérstaklega heilbrigðis-og menntakerfinu. Hún gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn bæði fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og fyrir að vara stöðugt við því að ekki megi ráðast í almennilega uppbyggingu því það geti aukið þenslu. Bjarni Benediktsson, sem veitir Sjálfstæðisflokki forystu, kannaðist ekki við það og sagðist einungis vara við auknum skattahækkunum. „Ég horfi til þess að við erum með Landspítala í þeirri stöðu að hann getur ekki staðið undir óbreyttum rekstri miðað við fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórna,“ segir Katrín í umfjöllun sinni um alvarleika stöðunnar.Landspítalinn var Katrínu ofarlega í huga í viðtali á Sprengisandi.Vísir/ErnirForgangsraðar í þágu hins opinbera kerfis„Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði. „Þegar ég segi að við viljum forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þá er það breytt forgangsröðun í heilbrigðismálum í takt við það sem fagaðilar eru að benda á, Landlæknir er að benda á að það þurfi að forgangsraða þessum grunnstoðum vegna þess að það er líka hagkvæmari rekstur á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma litið. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um aukin útgjöld, þetta snýst líka um það hvernig við verjum þeim peningum sem við verjum til að mynda til heilbrigðismála,“ segir Katrín um stefnu Vinstrihreyfingarinnar í heilbrigðismálum. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28