„Fjórflokkurinn er endanlega dauður“ Anton Egilsson skrifar 21. október 2017 14:58 Andrés Jónsson, almannatengill, segir það vel geta gerst að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni veita Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri Grænna, umboð til stjórnarmyndunar jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í komandi Alþingiskosningum. Andrés var gestur Höskuldar Kára Schram í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en þar voru komandi kosningar og staða flokkanna helst til umræðu. Gestir þáttarins voru auk Andrésar þau Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, Jón Kaldal fjölmiðlamaður og Jón Ólafsson formaður Gagnsæis um spillingu á Íslandi. Meðal annars var spáð í spilin um hverjum Guðni myndi veita umboð til stjórnarmyndunar ef niðurstaða kosninganna væri nokkurn veginn á þann veg sem nýjustu skoðanakannanir segja til um. Þar mælast Vinstri Grænir stærsti flokkur landsins með 27 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla með 22 prósenta fylgi. „Við erum að horfa á allt öðruvísi tíma og það alveg rök til þess fyrir Guðna sérstaklega ef það kemur fram í samtölum hans sem hann mun alltaf eiga í kjölfar kosningaúrslitanna við flokksformennnina að þeir fleiri tali um að þeir vilji fyrst mynda stjórn frá vinstri til hægri að hann veiti Katrínu einfaldlega umboðið jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhverjum prósentum stærri. Mér finnst hann allavega vel geta rökstutt það,” sagði Andrés. Hann segir jafnframt að það geti spilað inn í hvernig flokkarnir vinni úr kosninganóttinni. „Þá hvernig menn túlka úrslitin, hvernig menn taka símtölin strax um nóttina sín á milli. Þetta getur svolítið ráðið úrslitum um hvernig atburðarrásin verður.” Þá segir hann allt pólítískt landslag hafa breyst töluvert þar sem fjórflokkurinn sé fjórklofinn. „Fjórflokkurinn er endanlega dauður, hann er fjórklofinn. Það eru allir flokkar innan fjórflokksins að mínu viti klofnir. Það er kannski helst hægt að deila um það hvort að Píratar séu klofningur út frá Vinstri Grænum, ég lít allavega svo á að hluta til.”Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Andrés Jónsson, almannatengill, segir það vel geta gerst að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni veita Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri Grænna, umboð til stjórnarmyndunar jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í komandi Alþingiskosningum. Andrés var gestur Höskuldar Kára Schram í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en þar voru komandi kosningar og staða flokkanna helst til umræðu. Gestir þáttarins voru auk Andrésar þau Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, Jón Kaldal fjölmiðlamaður og Jón Ólafsson formaður Gagnsæis um spillingu á Íslandi. Meðal annars var spáð í spilin um hverjum Guðni myndi veita umboð til stjórnarmyndunar ef niðurstaða kosninganna væri nokkurn veginn á þann veg sem nýjustu skoðanakannanir segja til um. Þar mælast Vinstri Grænir stærsti flokkur landsins með 27 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla með 22 prósenta fylgi. „Við erum að horfa á allt öðruvísi tíma og það alveg rök til þess fyrir Guðna sérstaklega ef það kemur fram í samtölum hans sem hann mun alltaf eiga í kjölfar kosningaúrslitanna við flokksformennnina að þeir fleiri tali um að þeir vilji fyrst mynda stjórn frá vinstri til hægri að hann veiti Katrínu einfaldlega umboðið jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhverjum prósentum stærri. Mér finnst hann allavega vel geta rökstutt það,” sagði Andrés. Hann segir jafnframt að það geti spilað inn í hvernig flokkarnir vinni úr kosninganóttinni. „Þá hvernig menn túlka úrslitin, hvernig menn taka símtölin strax um nóttina sín á milli. Þetta getur svolítið ráðið úrslitum um hvernig atburðarrásin verður.” Þá segir hann allt pólítískt landslag hafa breyst töluvert þar sem fjórflokkurinn sé fjórklofinn. „Fjórflokkurinn er endanlega dauður, hann er fjórklofinn. Það eru allir flokkar innan fjórflokksins að mínu viti klofnir. Það er kannski helst hægt að deila um það hvort að Píratar séu klofningur út frá Vinstri Grænum, ég lít allavega svo á að hluta til.”Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira