Leiðrétting Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. október 2017 07:00 Hætt er við að alþingiskosningarnar eftir rúma viku verði hið mesta feigðarflan þar sem mannvalið á þingi hefur einhvern veginn orðið stöðugt galnara með hverjum kosningum frá hruni. Þau sem sitja nú á þingi eru í raun búin að vera í árslöngu atvinnuviðtali og nú er komið að því að ganga frá fastráðningunni. Eða ekki. Bömmer fyrir þau hversu stutt þetta var. En gott fyrir okkur að fá tækifæri til að leiðrétta atkvæðin okkar frá því í fyrra og því miður þurfum við að reka ansi marga. Þar sem ég er óháður öllum flokkum ætla ég að leyfa mér að mæla með endurráðningu eftirfarandi: Gunnar Hrafn Jónsson er drengur góður og öflugur málsvari okkar sem glímum við andleg veikindi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er stjarna þessa stutta þings. Orðin ómissandi. Einörð, heiðarleg og ekta. Kolbeinn Óttarsson Proppé er málglaður og gegnheill kommi. Framlag slíkra ætti aldrei að vanmeta. Lilja Alfreðsdóttir gnæfir yfir meðalmennskunni í Framsóknarflokknum. Klár, yfirveguð og töff. Logi Einarsson, sprelligosi Samfylkingarinnar, hefur komið skemmtilega á óvart. Höldum honum. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur vaxið mjög sem forseti Alþingis og á skilið að fá annan séns. Brynjari Níelssyni verðum við svo að halda. Mikilvægt að hafa einn svona háðskan tröllkall sem lætur allt flakka og tryllir lýðinn. Vera Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í andlausustu ríkisstjórn lýðveldissögunnar er síðan ígildi uppsagnar sem rétt er að taka gilda. Vandið ykkur svo við að kjósa. Ekkert víst að við fáum að leiðrétta þessar kosningar eftir ár. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun
Hætt er við að alþingiskosningarnar eftir rúma viku verði hið mesta feigðarflan þar sem mannvalið á þingi hefur einhvern veginn orðið stöðugt galnara með hverjum kosningum frá hruni. Þau sem sitja nú á þingi eru í raun búin að vera í árslöngu atvinnuviðtali og nú er komið að því að ganga frá fastráðningunni. Eða ekki. Bömmer fyrir þau hversu stutt þetta var. En gott fyrir okkur að fá tækifæri til að leiðrétta atkvæðin okkar frá því í fyrra og því miður þurfum við að reka ansi marga. Þar sem ég er óháður öllum flokkum ætla ég að leyfa mér að mæla með endurráðningu eftirfarandi: Gunnar Hrafn Jónsson er drengur góður og öflugur málsvari okkar sem glímum við andleg veikindi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er stjarna þessa stutta þings. Orðin ómissandi. Einörð, heiðarleg og ekta. Kolbeinn Óttarsson Proppé er málglaður og gegnheill kommi. Framlag slíkra ætti aldrei að vanmeta. Lilja Alfreðsdóttir gnæfir yfir meðalmennskunni í Framsóknarflokknum. Klár, yfirveguð og töff. Logi Einarsson, sprelligosi Samfylkingarinnar, hefur komið skemmtilega á óvart. Höldum honum. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur vaxið mjög sem forseti Alþingis og á skilið að fá annan séns. Brynjari Níelssyni verðum við svo að halda. Mikilvægt að hafa einn svona háðskan tröllkall sem lætur allt flakka og tryllir lýðinn. Vera Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í andlausustu ríkisstjórn lýðveldissögunnar er síðan ígildi uppsagnar sem rétt er að taka gilda. Vandið ykkur svo við að kjósa. Ekkert víst að við fáum að leiðrétta þessar kosningar eftir ár. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun