Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2017 19:30 Formaður Bjartrar framtíðar segir eðlilegt að hann axli ábyrgð á slæmri útkomu flokksins í kosningunum á laugardag með því að segja af sér formennsku. Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. Óttarr Proppé tilkynnti í morgun að hann ætlaði að segja af sér sem formaður Bjartrar framtíðar en flokkurinn fékk aðeins 1,2 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. „Mér finnst bara eðlilegt að axla ábyrgð á útkomu flokksins í kosningunum núna um helgina. Þetta voru náttúrlega mjög slæm úrslit sem Björt framtíð fékk og mjög slæm skilaboð fyrir okkar pólitík og okkar áherslur í pólitík,“ segir Óttarr. Hins vegar eigi þær áherslur enn fullt erindi en eðlilegt að aðrir taki við forystunni til að koma stefnunni áfram. „Um breytt stjórnmál, frjálslynda umhverfisstefnu og svo framvegis. Þetta skiptir máli í íslenskri pólitík. Við sjáum það sérstaklega núna miðað við stjórnarmyndunarviðræðurnar. Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera í pólitík til að gera gagn. En þegar maður er farinn að þvælast fyrir á maður að fara til hliðar,“ segir formaðurinn fráfarandi. Óttarr er ekki í nokkrum vafa um hvað það var sem varð til þess að fylgið hrundi af flokknum. „Ég fann það og við fundum það mjög sterkt að það var þátttaka okkar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat mjög í okkar stuðningsmönnum. Fólki fannst það erfið ákvörðun. Það var erfið og umdeild stjórn. Fólki fannst að trúverðugleikinn hefði laskast,“ segir Óttarr. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi í fjórum sveitarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi á Akranesi og á fulltrúa bæjarstjórn Garðabæjar, Akureyrar og Árborgar. Óttarr segir flokkinn geta komið sterkan til leiks í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. „Björt framtíð hefur staðið sig vel í meirihlutum í fjórum sveitarfélögum þar sem yfir tveir þriðju landsmanna búa. Við höfum kannski ekki unnið með miklum látum en að umbótaverkefnum og breiðari sátt innan þessara sveitarfélaga og ég held að það eigi eftir að skila sér,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2017 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir eðlilegt að hann axli ábyrgð á slæmri útkomu flokksins í kosningunum á laugardag með því að segja af sér formennsku. Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. Óttarr Proppé tilkynnti í morgun að hann ætlaði að segja af sér sem formaður Bjartrar framtíðar en flokkurinn fékk aðeins 1,2 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. „Mér finnst bara eðlilegt að axla ábyrgð á útkomu flokksins í kosningunum núna um helgina. Þetta voru náttúrlega mjög slæm úrslit sem Björt framtíð fékk og mjög slæm skilaboð fyrir okkar pólitík og okkar áherslur í pólitík,“ segir Óttarr. Hins vegar eigi þær áherslur enn fullt erindi en eðlilegt að aðrir taki við forystunni til að koma stefnunni áfram. „Um breytt stjórnmál, frjálslynda umhverfisstefnu og svo framvegis. Þetta skiptir máli í íslenskri pólitík. Við sjáum það sérstaklega núna miðað við stjórnarmyndunarviðræðurnar. Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera í pólitík til að gera gagn. En þegar maður er farinn að þvælast fyrir á maður að fara til hliðar,“ segir formaðurinn fráfarandi. Óttarr er ekki í nokkrum vafa um hvað það var sem varð til þess að fylgið hrundi af flokknum. „Ég fann það og við fundum það mjög sterkt að það var þátttaka okkar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat mjög í okkar stuðningsmönnum. Fólki fannst það erfið ákvörðun. Það var erfið og umdeild stjórn. Fólki fannst að trúverðugleikinn hefði laskast,“ segir Óttarr. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi í fjórum sveitarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi á Akranesi og á fulltrúa bæjarstjórn Garðabæjar, Akureyrar og Árborgar. Óttarr segir flokkinn geta komið sterkan til leiks í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. „Björt framtíð hefur staðið sig vel í meirihlutum í fjórum sveitarfélögum þar sem yfir tveir þriðju landsmanna búa. Við höfum kannski ekki unnið með miklum látum en að umbótaverkefnum og breiðari sátt innan þessara sveitarfélaga og ég held að það eigi eftir að skila sér,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2017 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira