Vonir um vinstristjórn minnka Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. október 2017 06:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur ekki veitt formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Skiptar skoðanir eru á meðal forystumanna um hver ætti að reyna formlega stjórnarmyndun fyrst. vísir/ernir Forystumenn vinstri flokkanna eru heldur vondaufir um myndun ríkisstjórnar stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan er einkum orð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins á tröppum Bessastaða í gær um hann vilji fremur mynda ríkisstjórn með breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. Slíkan meirihluta megi til dæmis mynda með Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Ýmislegt annað virðist vinna gegn myndun vinstri stjórnar með Framsóknarflokki. Ásmundur Einar Daðason þykir ólíkindatól í pólitík og heimildir Fréttablaðsins herma að áhrifamenn á vinstri vængnum sjái hann sem oddamanninn sem geti flækt málin í stjórn með jafn tæpan meirihluta og vinstri flokkarnir ásamt Framsókn geta myndað. Ásmundur Einar settist fyrst á þing árið 2009 fyrir Vinstri græn, en sagði sig úr þingflokknum í apríl 2011. Hann gekk til liðs við Framsóknarflokkinn rúmum tveimur mánuðum síðar. Í fréttatilkynningu frá Ásmundi Einari sagði meðal annars: „Framsókn hefur á undanförnum tveimur árum tekið mjög jákvæðum breytingum. Undir formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur átt sér stað mikil endurnýjun og flokkurinn hefur haldið uppi skynsamlegum málflutningi á mörgum sviðum.“ Ásmundur gegndi svo um hríð starfi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðherratíð hans, en þegar aukins óróa fór að gæta innan Framsóknarflokksins eftir að Sigmundur Davíð lét af embætti sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-hneykslisins, tók Ásmundur sér stöðu með hinum nýja forsætisráðherra flokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, og lét þung orð falla um Sigmund Davíð á flokksþingi haustið 2016. Sjálfur segist Ásmundur ljúfur sem lamb en vildi ekki tjá sig mikið um samband sitt við Sigmund Davíð. „Mikilvægast núna er að ná saman sterkri ríkisstjórn, sú ríkisstjórn þarf að snúast um málefni og við getum starfað með öllum sem eiga málefnalega samleið með Framsóknarflokknum.“ Aðspurður um viðræðurnar framundan segir Ásmundur Sigurð Inga og Lilju njóta fulls trausts til þeirra viðræðna. „Það er alveg ljóst að það er vilji hjá öðrum flokkum til að starfa með Framsóknarflokknum og við erum tilbúin til samstarfs við aðra flokka. Athygli vakti í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagði að ekki hefði verið rætt við hana um myndun mögulegrar stjórnar frá vinstri til miðju. Áhugi hefur verið fyrir samstarfi við Viðreisn, sérstaklega hjá Samfylkingu og hefur Logi Einarsson, formaður flokksins iðulega lagt áherslu á samstarf fráfarandi stjórnarandstöðuflokka, með viðbót. Samkvæmt heimildum blaðsins er lítill áhugi fyrir því hjá Framsóknarmönnum að styrkja mögulega vinstri stjórn með samstarfi við Viðreisn. Vinstri græn hafa heldur ekki þótt sérlega áhugasöm um samstarf við þá. Formaður Viðreisnar hefur hins vegar ekki útilokað áhuga á samstarfi í þessari stjórn, eins og Þorgerður Katrín lýsti á Bessastöðum í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins höfðu á orði að viðbót Viðreisnar inn í þetta stjórnarmynstur myndi ekki eingöngu styrkja stöðu stjórnarinnar með fjölgun þingmanna að baki hennar úr 32 í 36, heldur myndi flokkurinn einnig breikka stjórnina lengra inn á miðju og auka þannig líkur á pólitískum stöðugleika. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. 30. október 2017 18:15 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Forystumenn vinstri flokkanna eru heldur vondaufir um myndun ríkisstjórnar stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan er einkum orð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins á tröppum Bessastaða í gær um hann vilji fremur mynda ríkisstjórn með breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. Slíkan meirihluta megi til dæmis mynda með Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Ýmislegt annað virðist vinna gegn myndun vinstri stjórnar með Framsóknarflokki. Ásmundur Einar Daðason þykir ólíkindatól í pólitík og heimildir Fréttablaðsins herma að áhrifamenn á vinstri vængnum sjái hann sem oddamanninn sem geti flækt málin í stjórn með jafn tæpan meirihluta og vinstri flokkarnir ásamt Framsókn geta myndað. Ásmundur Einar settist fyrst á þing árið 2009 fyrir Vinstri græn, en sagði sig úr þingflokknum í apríl 2011. Hann gekk til liðs við Framsóknarflokkinn rúmum tveimur mánuðum síðar. Í fréttatilkynningu frá Ásmundi Einari sagði meðal annars: „Framsókn hefur á undanförnum tveimur árum tekið mjög jákvæðum breytingum. Undir formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur átt sér stað mikil endurnýjun og flokkurinn hefur haldið uppi skynsamlegum málflutningi á mörgum sviðum.“ Ásmundur gegndi svo um hríð starfi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðherratíð hans, en þegar aukins óróa fór að gæta innan Framsóknarflokksins eftir að Sigmundur Davíð lét af embætti sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-hneykslisins, tók Ásmundur sér stöðu með hinum nýja forsætisráðherra flokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, og lét þung orð falla um Sigmund Davíð á flokksþingi haustið 2016. Sjálfur segist Ásmundur ljúfur sem lamb en vildi ekki tjá sig mikið um samband sitt við Sigmund Davíð. „Mikilvægast núna er að ná saman sterkri ríkisstjórn, sú ríkisstjórn þarf að snúast um málefni og við getum starfað með öllum sem eiga málefnalega samleið með Framsóknarflokknum.“ Aðspurður um viðræðurnar framundan segir Ásmundur Sigurð Inga og Lilju njóta fulls trausts til þeirra viðræðna. „Það er alveg ljóst að það er vilji hjá öðrum flokkum til að starfa með Framsóknarflokknum og við erum tilbúin til samstarfs við aðra flokka. Athygli vakti í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagði að ekki hefði verið rætt við hana um myndun mögulegrar stjórnar frá vinstri til miðju. Áhugi hefur verið fyrir samstarfi við Viðreisn, sérstaklega hjá Samfylkingu og hefur Logi Einarsson, formaður flokksins iðulega lagt áherslu á samstarf fráfarandi stjórnarandstöðuflokka, með viðbót. Samkvæmt heimildum blaðsins er lítill áhugi fyrir því hjá Framsóknarmönnum að styrkja mögulega vinstri stjórn með samstarfi við Viðreisn. Vinstri græn hafa heldur ekki þótt sérlega áhugasöm um samstarf við þá. Formaður Viðreisnar hefur hins vegar ekki útilokað áhuga á samstarfi í þessari stjórn, eins og Þorgerður Katrín lýsti á Bessastöðum í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins höfðu á orði að viðbót Viðreisnar inn í þetta stjórnarmynstur myndi ekki eingöngu styrkja stöðu stjórnarinnar með fjölgun þingmanna að baki hennar úr 32 í 36, heldur myndi flokkurinn einnig breikka stjórnina lengra inn á miðju og auka þannig líkur á pólitískum stöðugleika.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. 30. október 2017 18:15 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45
Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. 30. október 2017 18:15