Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 13:47 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar Vísir/Anton Brink Formenn stjórnarandstöðuflokkanna - Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og Pírata - áttu „stuttan og óformlegan“ fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. Logi var fjórði í röðinni á fund formanna stjórnmálaflokkanna með forseta Íslands í dag. „Við erum sammála um að það skiptir máli að allir nálgist þetta eins lausnamiðað og þeir geta núna og við tökum okkur góðan tíma, en ekki of langan tíma, til að búa til stjórn, hverjir sem munu gera það,“ sagði Logi á Bessastöðum. Aðspurður um hvernig honum lítist á hugmynd Katrínar Jakobsdóttur um ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna segir Logi að honum lítist ágætlega á það. „Ég held að það sé í rauninni nokkuð rökrétt framhald af kosningunum. Ríkisstjórnin fellur og það verður stjórnarandstaðan sem hefur meirihluta upp á einn mann. Ég held að það sé alveg grunnur til að byggja á. Hann er auðvitað tæpur og það má alveg hugsa sér aðra útfærslu.“Logi virtist hinn afslappaðasti á fundi sínum með forsetanum.Vísir/Anton BrinkHittust fyrir tilviljun og spjölluðu saman Logi segir að honum finnist rökrétt að Katrín Jakobsdóttir fái umboð til stjórnarmyndunar ef hún sækist eftir því og að hann hafi tjáð forsetanum það. Aðspurður um álit á ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknar um að þarft sé að mynda ríkisstjórn með breiðri skírskotun til hægri og vinstri, segir Logi að hann líti svo á að ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar nái því. „Það getur vel verið að það megi til sanns færa að ástandið í dag krefjist þess að þetta sé breið stjórn og þess vegna finnst mér þessi möguleiki einmitt koma til greina. Það er hægt að breikka þetta með „variöntum“ hvort sem það sé innan stjórnar eða með verkaskiptingu á þinginu. á endanum held ég að Katrín sé ágætlega til þess fallin núna að leiða fólk saman og reyna að búa til svoleiðis stjórn.Hefur þú fengið símtal frá Bjarna Benediktssyni? „Nei hann hefur aldrei hringt í mig á ævinni.“ Logi segist ekki hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokksins vegna þess að það sé Sjálfstæðisflokkurinn heldur vegna þess að flokkarnir hafi ólíkar áherslur. „Ég tala við alla og ég get unnið með flestum en á endanum snýst þetta um hvernig samfélag fólk vill byggja.“Hann segist sammála því að mikilvægt er að fólk taki sér smá tíma til stjórnarmyndunarviðræðna en að það verði að taka styttri tíma nú heldur en eftir síðustu alþingiskosningar. Þá sagði hann frá því að formenn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, sem Katrín Jakobsdóttir vill leiða í ríkisstjórn, hafi hist fyrir tilviljun á húsakynnum Alþingis í morgun og átt stuttan óformlegan fund. „Jú við hittumst þarna, það vildi þannig til að við hittumst og spjölluðum óformlega. Á vinnustað okkar.“Fóruð þið fjögur inni í herbergi og rædduð saman? „Já, það hefði verið mjög skringilegt samtal ef við hefðum við verið í sitthvoru samtalinu.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna - Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og Pírata - áttu „stuttan og óformlegan“ fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. Logi var fjórði í röðinni á fund formanna stjórnmálaflokkanna með forseta Íslands í dag. „Við erum sammála um að það skiptir máli að allir nálgist þetta eins lausnamiðað og þeir geta núna og við tökum okkur góðan tíma, en ekki of langan tíma, til að búa til stjórn, hverjir sem munu gera það,“ sagði Logi á Bessastöðum. Aðspurður um hvernig honum lítist á hugmynd Katrínar Jakobsdóttur um ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna segir Logi að honum lítist ágætlega á það. „Ég held að það sé í rauninni nokkuð rökrétt framhald af kosningunum. Ríkisstjórnin fellur og það verður stjórnarandstaðan sem hefur meirihluta upp á einn mann. Ég held að það sé alveg grunnur til að byggja á. Hann er auðvitað tæpur og það má alveg hugsa sér aðra útfærslu.“Logi virtist hinn afslappaðasti á fundi sínum með forsetanum.Vísir/Anton BrinkHittust fyrir tilviljun og spjölluðu saman Logi segir að honum finnist rökrétt að Katrín Jakobsdóttir fái umboð til stjórnarmyndunar ef hún sækist eftir því og að hann hafi tjáð forsetanum það. Aðspurður um álit á ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknar um að þarft sé að mynda ríkisstjórn með breiðri skírskotun til hægri og vinstri, segir Logi að hann líti svo á að ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar nái því. „Það getur vel verið að það megi til sanns færa að ástandið í dag krefjist þess að þetta sé breið stjórn og þess vegna finnst mér þessi möguleiki einmitt koma til greina. Það er hægt að breikka þetta með „variöntum“ hvort sem það sé innan stjórnar eða með verkaskiptingu á þinginu. á endanum held ég að Katrín sé ágætlega til þess fallin núna að leiða fólk saman og reyna að búa til svoleiðis stjórn.Hefur þú fengið símtal frá Bjarna Benediktssyni? „Nei hann hefur aldrei hringt í mig á ævinni.“ Logi segist ekki hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokksins vegna þess að það sé Sjálfstæðisflokkurinn heldur vegna þess að flokkarnir hafi ólíkar áherslur. „Ég tala við alla og ég get unnið með flestum en á endanum snýst þetta um hvernig samfélag fólk vill byggja.“Hann segist sammála því að mikilvægt er að fólk taki sér smá tíma til stjórnarmyndunarviðræðna en að það verði að taka styttri tíma nú heldur en eftir síðustu alþingiskosningar. Þá sagði hann frá því að formenn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, sem Katrín Jakobsdóttir vill leiða í ríkisstjórn, hafi hist fyrir tilviljun á húsakynnum Alþingis í morgun og átt stuttan óformlegan fund. „Jú við hittumst þarna, það vildi þannig til að við hittumst og spjölluðum óformlega. Á vinnustað okkar.“Fóruð þið fjögur inni í herbergi og rædduð saman? „Já, það hefði verið mjög skringilegt samtal ef við hefðum við verið í sitthvoru samtalinu.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45