Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. október 2017 07:00 Það er ýmislegt í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi til fundar við sig á Bessastöðum í dag. Hann mun ræða einslega við hvern og einn formann. Allt frá því fyrir helgi hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna átt óformlegt samtal um mögulegt stjórnarsamstarf. Bjarni, Katrín og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sögðu öll í fjölmiðlum í gær að þau gerðu tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. Katrín segist vonast til þess að hægt verði að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Það þýðir að fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins skipuðu þá stjórn sem myndi njóta stuðnings 32 manna meirihluta. Það er minnsti mögulegi meirihluti sem völ er á.Eiríkur BergmannEftir alþingiskosningarnar í fyrra þótti staðan mjög snúin. Rúmir tveir mánuðir liðu áður en þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar varð að veruleika. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst, telur að annað landslag geti blasað við núna. „Ég held að þetta sé talsvert opnari staða heldur en var í fyrra,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina og í fyrra.“ „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Núverandi stjórnarandstaða plús Viðreisn. Hægra megin undir forystu Sjálfstæðisflokksins gæti verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski persónuerjur sem gætu sett strik í reikninginn. En valdastólarnir toga nú menn fast til sín,“ sagði Eiríkur Bergmann. Engir möguleikar eru á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar og myndun þriggja flokka stjórnar krefst aðildar bæði Sjálfstæðisflokksins og VG. Sterkasta þriggja flokka stjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins, myndi hafa 35 þingmenn að baki sér. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi til fundar við sig á Bessastöðum í dag. Hann mun ræða einslega við hvern og einn formann. Allt frá því fyrir helgi hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna átt óformlegt samtal um mögulegt stjórnarsamstarf. Bjarni, Katrín og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sögðu öll í fjölmiðlum í gær að þau gerðu tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. Katrín segist vonast til þess að hægt verði að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Það þýðir að fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins skipuðu þá stjórn sem myndi njóta stuðnings 32 manna meirihluta. Það er minnsti mögulegi meirihluti sem völ er á.Eiríkur BergmannEftir alþingiskosningarnar í fyrra þótti staðan mjög snúin. Rúmir tveir mánuðir liðu áður en þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar varð að veruleika. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst, telur að annað landslag geti blasað við núna. „Ég held að þetta sé talsvert opnari staða heldur en var í fyrra,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina og í fyrra.“ „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Núverandi stjórnarandstaða plús Viðreisn. Hægra megin undir forystu Sjálfstæðisflokksins gæti verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski persónuerjur sem gætu sett strik í reikninginn. En valdastólarnir toga nú menn fast til sín,“ sagði Eiríkur Bergmann. Engir möguleikar eru á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar og myndun þriggja flokka stjórnar krefst aðildar bæði Sjálfstæðisflokksins og VG. Sterkasta þriggja flokka stjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins, myndi hafa 35 þingmenn að baki sér.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira