Óttarr segir BF ekki vera að lognast út af Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. október 2017 07:00 Óttarr Proppé segir stöðu formanns verða skoðaða. Vísir/anton brink „Flokkurinn hvorki stendur né fellur með því hvort ég sé formaður,“ segir Óttarr Proppé spurður um stöðu hans sem formaður Bjartrar framtíðar eftir það afhroð sem flokkurinn galt í kosningunum á laugardag. „Við þurfum náttúrulega að fara í ákveðna naflaskoðun með flokkinn og staða formanns er auðvitað bara hluti af þeirri naflaskoðun.“ Óttarr segir flokkinn þó ekki vera að lognast út af. „Við erum náttúrulega í virkum meirihluta í fjórum stórum sveitarfélögum þar sem 2/3 landsmanna búa, þannig að það er allt á fullu í flokknum. En það er alveg klárt að við þurfum náttúrulega að skoða hvernig við erum að vinna hlutina, bæði í innanflokksmálum og skipulagsmálum,“ segir Óttarr, en bætir við að málefnalega standi flokkurinn sterkt. „Hann er alveg ágætur en augljóslega misjafn,“ segir Óttarr um móralinn í flokknum og bætir við: „En þessi ríkisstjórnarþátttaka var erfið og það voru ýmsir í hópnum sem voru ekki hrifnir henni. En við tókum það alvarlega að rísa upp í erfiðri stjórnarkreppu og axla ábyrgð.“ Óttarr segir flokkinn ekki síður hafa reynt að mynda stjórn í fimmflokkaviðræðunum á sínum tíma. „En það voru því miður aðrir sem voru tregir til þar.“ Óttarr er stoltur af mörgum verkum sem Björt framtíð kom að á þingi. Hann nefnir sérstaklega mál sem flokkurinn tók þátt í þvert á flokka, til að mynda útlendingamálin. Þá telur Óttarr þá ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfinu geta haft fordæmisgildi inn í framtíðina ekki síst vegna þess á hvaða forsendum stjórninni var slitið, en hann hefur líka áhyggjur af stjórnmálunum almennt. „Maður á mjög erfitt með að ímynda sér hvernig á að vinna sig út úr þessari stöðu í þinginu. Það eru mjög erfið verkefni fram undan og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri styttra en fjögur ár og jafnvel mikið styttra í næstu kosningar eða allavega erfiða stjórnarkreppu,“ segir Óttarr og bætir við: „Ég hef á tilfinningunni að það sé í loftinu ákveðin afturhaldsbylgja sem ég held að muni ekki njóta almennra vinsælda meðal almennings og það gæti soðið upp úr ef fólkinu ofbýður. Það er mjög flókið verkefni hvernig stjórnmálamenn og flokkar umgangast tilfinningar almennings.“ Óttarr segir ekki ólíklegt að Björt framtíð eigi afturkvæmt á Alþingi. „Mér finnst það ekki ólíklegt, ég finn heilmikinn kraft, bæði í hópnum okkar og líka fyrir frjálslyndri pólitík almennt. Við fundum líka styrk í því að ná góðum árangri í krakkakosningunum þar sem við vorum með fjóra menn örugga inni og lítum á það sem góða vísbendingu um Bjarta framtíð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Flokkurinn hvorki stendur né fellur með því hvort ég sé formaður,“ segir Óttarr Proppé spurður um stöðu hans sem formaður Bjartrar framtíðar eftir það afhroð sem flokkurinn galt í kosningunum á laugardag. „Við þurfum náttúrulega að fara í ákveðna naflaskoðun með flokkinn og staða formanns er auðvitað bara hluti af þeirri naflaskoðun.“ Óttarr segir flokkinn þó ekki vera að lognast út af. „Við erum náttúrulega í virkum meirihluta í fjórum stórum sveitarfélögum þar sem 2/3 landsmanna búa, þannig að það er allt á fullu í flokknum. En það er alveg klárt að við þurfum náttúrulega að skoða hvernig við erum að vinna hlutina, bæði í innanflokksmálum og skipulagsmálum,“ segir Óttarr, en bætir við að málefnalega standi flokkurinn sterkt. „Hann er alveg ágætur en augljóslega misjafn,“ segir Óttarr um móralinn í flokknum og bætir við: „En þessi ríkisstjórnarþátttaka var erfið og það voru ýmsir í hópnum sem voru ekki hrifnir henni. En við tókum það alvarlega að rísa upp í erfiðri stjórnarkreppu og axla ábyrgð.“ Óttarr segir flokkinn ekki síður hafa reynt að mynda stjórn í fimmflokkaviðræðunum á sínum tíma. „En það voru því miður aðrir sem voru tregir til þar.“ Óttarr er stoltur af mörgum verkum sem Björt framtíð kom að á þingi. Hann nefnir sérstaklega mál sem flokkurinn tók þátt í þvert á flokka, til að mynda útlendingamálin. Þá telur Óttarr þá ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfinu geta haft fordæmisgildi inn í framtíðina ekki síst vegna þess á hvaða forsendum stjórninni var slitið, en hann hefur líka áhyggjur af stjórnmálunum almennt. „Maður á mjög erfitt með að ímynda sér hvernig á að vinna sig út úr þessari stöðu í þinginu. Það eru mjög erfið verkefni fram undan og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri styttra en fjögur ár og jafnvel mikið styttra í næstu kosningar eða allavega erfiða stjórnarkreppu,“ segir Óttarr og bætir við: „Ég hef á tilfinningunni að það sé í loftinu ákveðin afturhaldsbylgja sem ég held að muni ekki njóta almennra vinsælda meðal almennings og það gæti soðið upp úr ef fólkinu ofbýður. Það er mjög flókið verkefni hvernig stjórnmálamenn og flokkar umgangast tilfinningar almennings.“ Óttarr segir ekki ólíklegt að Björt framtíð eigi afturkvæmt á Alþingi. „Mér finnst það ekki ólíklegt, ég finn heilmikinn kraft, bæði í hópnum okkar og líka fyrir frjálslyndri pólitík almennt. Við fundum líka styrk í því að ná góðum árangri í krakkakosningunum þar sem við vorum með fjóra menn örugga inni og lítum á það sem góða vísbendingu um Bjarta framtíð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira