Eitt áfram og tvö aftur á bak Magnús Guðmundsson skrifar 30. október 2017 07:00 Góðu fréttirnar eru að átta stjórnmálaflokkar unnu sigur í einum og sömu alþingiskosningunum. Ekki ósvipað íþróttamótum yngstu krakkanna þar sem allir koma heim með medalíu og stóðu sig frábærlega. Það er jú aðalatriðið að vera með í hollri hreyfingu og góðum félagsskap, hafa gaman og öðlast persónulegan þroska. En þetta er víst því miður ekki alveg svona einfalt og eftirleikurinn gæti reynst snúinn. Vondu fréttirnar þurfa þó ekkert endilega að felast í því að flokkarnir þurfi að endurhugsa mögulega aðkomu sína að ríkisstjórn. Það gæti jafnvel reynst íslenskum stjórnmálum, jafnt stökum hreyfingum sem stuðningsmönnum þeirra, bráðhollt að átta sig á því að þetta er bara dálítið eins og í lífinu. Fæst okkar fá nefnilega allt sem við viljum og okkur langar í og það gerir okkur bara gott að gera málamiðlanir og leita lausna. Þröngt mega sáttir sitja og allt það. Því er hins vegar ekki að neita að í niðurstöðu kosninganna er að finna ákveðið afturhald. Hlutur kvenna á þingi hefur ekki verið jafn rýr síðan 2007 og það er slæmt. Það er slæmt vegna þess að það er æskilegt að þingheimur endurspegli þjóðina og það er slæmt vegna þess að sú orðræða og menning sem fylgt hefur fjölgun kvenna á þingi síðustu ár og áratugi hefur verið til bóta. Það er ágætt að hafa það í huga að þegar Ísland stóð sem verst þá var það reynd stjórnmálakona sem tók það að sér að taka til eftir efnahagshrun hinna jakkafataklæddu karla sem höfðu stefnt öllu í voða með ofurtrú á ágæti sitt og snilli. Innistæðan var aldrei til staðar en Íslendingar virðast vera furðufljótir að fljótir að gleyma þegar veskinu er veifað. Ef horft er til þess að fráfarandi ríkisstjórn sprakk vegna eigin leyndarhyggju og baráttu almennings gegn kynferðisofbeldi og þöggun, þá er niðurstaða kosninganna óneitanlega vonbrigði. Íslenskt samfélag virðist í það minnsta ekki vera tilbúið til þess að vega og meta stjórnmálin á siðferðislegum grunni heldur virðast krónur og aurar halda áfram að vera upphaf og endir alls. Þær byltingar sem fyrst og fremst konur hafa gert síðustu misseri gegn kynferðislegu ofbeldi voru stórt skref fram á við í siðferðislegu tilliti fyrir íslenskt samfélag en því miður má segja að niðurstaða kosninganna sé tvö skref aftur á bak í þessum sömu málum. Þess er þó óskandi að þær konur sem komust á þing sem og aðrir fylgjendur kvenfrelsis og framfara muni ekki láta sitt eftir liggja. Að þau muni hafa hátt sem aldrei fyrr og sjá til þess að leyndarhyggju og kynbundnu ofbeldi verði útrýmt með öllu úr íslensku samfélagi. Það er kannski fjarlægur draumur en engu að síður eina raunverulega leiðin fram á við fyrir samfélag sem virðist margklofið og þarf að finna raunverulega sátt og framtíð fyrir alla.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Góðu fréttirnar eru að átta stjórnmálaflokkar unnu sigur í einum og sömu alþingiskosningunum. Ekki ósvipað íþróttamótum yngstu krakkanna þar sem allir koma heim með medalíu og stóðu sig frábærlega. Það er jú aðalatriðið að vera með í hollri hreyfingu og góðum félagsskap, hafa gaman og öðlast persónulegan þroska. En þetta er víst því miður ekki alveg svona einfalt og eftirleikurinn gæti reynst snúinn. Vondu fréttirnar þurfa þó ekkert endilega að felast í því að flokkarnir þurfi að endurhugsa mögulega aðkomu sína að ríkisstjórn. Það gæti jafnvel reynst íslenskum stjórnmálum, jafnt stökum hreyfingum sem stuðningsmönnum þeirra, bráðhollt að átta sig á því að þetta er bara dálítið eins og í lífinu. Fæst okkar fá nefnilega allt sem við viljum og okkur langar í og það gerir okkur bara gott að gera málamiðlanir og leita lausna. Þröngt mega sáttir sitja og allt það. Því er hins vegar ekki að neita að í niðurstöðu kosninganna er að finna ákveðið afturhald. Hlutur kvenna á þingi hefur ekki verið jafn rýr síðan 2007 og það er slæmt. Það er slæmt vegna þess að það er æskilegt að þingheimur endurspegli þjóðina og það er slæmt vegna þess að sú orðræða og menning sem fylgt hefur fjölgun kvenna á þingi síðustu ár og áratugi hefur verið til bóta. Það er ágætt að hafa það í huga að þegar Ísland stóð sem verst þá var það reynd stjórnmálakona sem tók það að sér að taka til eftir efnahagshrun hinna jakkafataklæddu karla sem höfðu stefnt öllu í voða með ofurtrú á ágæti sitt og snilli. Innistæðan var aldrei til staðar en Íslendingar virðast vera furðufljótir að fljótir að gleyma þegar veskinu er veifað. Ef horft er til þess að fráfarandi ríkisstjórn sprakk vegna eigin leyndarhyggju og baráttu almennings gegn kynferðisofbeldi og þöggun, þá er niðurstaða kosninganna óneitanlega vonbrigði. Íslenskt samfélag virðist í það minnsta ekki vera tilbúið til þess að vega og meta stjórnmálin á siðferðislegum grunni heldur virðast krónur og aurar halda áfram að vera upphaf og endir alls. Þær byltingar sem fyrst og fremst konur hafa gert síðustu misseri gegn kynferðislegu ofbeldi voru stórt skref fram á við í siðferðislegu tilliti fyrir íslenskt samfélag en því miður má segja að niðurstaða kosninganna sé tvö skref aftur á bak í þessum sömu málum. Þess er þó óskandi að þær konur sem komust á þing sem og aðrir fylgjendur kvenfrelsis og framfara muni ekki láta sitt eftir liggja. Að þau muni hafa hátt sem aldrei fyrr og sjá til þess að leyndarhyggju og kynbundnu ofbeldi verði útrýmt með öllu úr íslensku samfélagi. Það er kannski fjarlægur draumur en engu að síður eina raunverulega leiðin fram á við fyrir samfélag sem virðist margklofið og þarf að finna raunverulega sátt og framtíð fyrir alla.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. október.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun