Íslensk kjötsúpa í norskri vegasjoppu Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 18:30 Spisekroken eða Matkrókurinn er í smábænum Jessheim. Veitingamaðurinn Steinar Agnarsson og eiginkona hans, Kristín Hjálmarsdóttir, ákváðu að söðla um eftir þriggja og hálfs árs búsetu í norska bænum Sandane og flytja með alla fjölskylduna til Jessheim og reyna þar fyrir sér í veitingasölu. Sagt er frá áætlunum Steinars á fréttasíðunni Nýja Ísland, www.nyjaisland.no sem er nýlegur fréttamiðill þar í landi. Ritstjóri vefsins er Sigurður Rúnarsson og á vefnum er að finna fjölbreyttar fréttir og fróðleik af samlöndum okkar þar í landi.Íslensk fjölskyldujól í Noregi. Frá vinstri Kristín Hjálmarsdóttir, sonurinn Agnar Baldur Steinarsson, dóttirin Sólveig Heiða Steinarsdóttir og Steinar AgnarssonSteinar hefur verið viðloðandi eldamennsku og framreiðslu í veislum í yfir 40 ár en allra síðustu árin hefur hann búið og starfað við bátasmíðar í Sandane. Hann hefur fest kaup á rekstri og húsnæði Spisekroken og hefur stórar hugmyndir um framtíð rekstursins og segist nú vera að skipuleggja splunkunýjan matseðil. Ásamt því að bjóða upp á rammíslenska kjötsúpu þá verður einnig hægt að fá hefðbundinn norskan skyndibita.„Er núna að vinna í að fá íslenska hangirúllu og úrbeinað hangikjöt, ætla að reyna að bjóða upp á jólamat fyrir landann með uppstúf og stöppu. Svo verður það gamla góða íslenska kjötsúpan og svo fiskréttir.“ „Annars er þetta erfitt að eiga við, ég er mest með fastakúnna sem vilja bara þetta gamla norska,“ segir Steinar, en hann stefnir á opnun þann 15. nóvember næstkomandi. Eldar mat í gömlum bókabílFyrrverandi bókabíll sem er verðandi matsölustaður á hjólum.Þetta er ekki frumraun Steinars í að selja mat til vegfarenda. Hann rak um árabil veitingabíl á Íslandi undir nafninu Matreiðin. Þann bíl seldi hann til Hamborgarafabrikkunar áður en hann flutti búferlum til Noregs. En Steinar er stórhuga og hefur, auk þess að festa kaup á vegasjoppunni Spisekroken, einnig keypt nýja Matreið hér í Noregi. Sá bíll gegndi áður hlutverki bókabíls og er nú á verkstæði í Ósló þar sem hann verður innréttaður fyrir matsölu. „Bíllinn verður staðsettur í Strømmen á virkum dögum og svo á ferð og flugi á hátíðum um helgar í sumar. Það verður enginn svikinn af matnum okkar,“ segir Steinar sem vonar að íslensk kjötsúpa muni slá í gegn hjá Norðmönnum. Matur Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
Veitingamaðurinn Steinar Agnarsson og eiginkona hans, Kristín Hjálmarsdóttir, ákváðu að söðla um eftir þriggja og hálfs árs búsetu í norska bænum Sandane og flytja með alla fjölskylduna til Jessheim og reyna þar fyrir sér í veitingasölu. Sagt er frá áætlunum Steinars á fréttasíðunni Nýja Ísland, www.nyjaisland.no sem er nýlegur fréttamiðill þar í landi. Ritstjóri vefsins er Sigurður Rúnarsson og á vefnum er að finna fjölbreyttar fréttir og fróðleik af samlöndum okkar þar í landi.Íslensk fjölskyldujól í Noregi. Frá vinstri Kristín Hjálmarsdóttir, sonurinn Agnar Baldur Steinarsson, dóttirin Sólveig Heiða Steinarsdóttir og Steinar AgnarssonSteinar hefur verið viðloðandi eldamennsku og framreiðslu í veislum í yfir 40 ár en allra síðustu árin hefur hann búið og starfað við bátasmíðar í Sandane. Hann hefur fest kaup á rekstri og húsnæði Spisekroken og hefur stórar hugmyndir um framtíð rekstursins og segist nú vera að skipuleggja splunkunýjan matseðil. Ásamt því að bjóða upp á rammíslenska kjötsúpu þá verður einnig hægt að fá hefðbundinn norskan skyndibita.„Er núna að vinna í að fá íslenska hangirúllu og úrbeinað hangikjöt, ætla að reyna að bjóða upp á jólamat fyrir landann með uppstúf og stöppu. Svo verður það gamla góða íslenska kjötsúpan og svo fiskréttir.“ „Annars er þetta erfitt að eiga við, ég er mest með fastakúnna sem vilja bara þetta gamla norska,“ segir Steinar, en hann stefnir á opnun þann 15. nóvember næstkomandi. Eldar mat í gömlum bókabílFyrrverandi bókabíll sem er verðandi matsölustaður á hjólum.Þetta er ekki frumraun Steinars í að selja mat til vegfarenda. Hann rak um árabil veitingabíl á Íslandi undir nafninu Matreiðin. Þann bíl seldi hann til Hamborgarafabrikkunar áður en hann flutti búferlum til Noregs. En Steinar er stórhuga og hefur, auk þess að festa kaup á vegasjoppunni Spisekroken, einnig keypt nýja Matreið hér í Noregi. Sá bíll gegndi áður hlutverki bókabíls og er nú á verkstæði í Ósló þar sem hann verður innréttaður fyrir matsölu. „Bíllinn verður staðsettur í Strømmen á virkum dögum og svo á ferð og flugi á hátíðum um helgar í sumar. Það verður enginn svikinn af matnum okkar,“ segir Steinar sem vonar að íslensk kjötsúpa muni slá í gegn hjá Norðmönnum.
Matur Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira