Breytt borg og horfnar sjoppur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 20:00 Á Þjóðminjasafninu er nú haldin yfirlitssýning um hálfrar aldrar feril Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara. Erla Björg Gunnarsdóttir hitti Guðmund og ræddi við hann um síbreytilega ásýnd borgarinnar, sjoppusjarma og mikilvægi fjölskyldualbúma. Sýningin ber heitið Á eigin vegum og vísar til þeirra mynda sem Guðmundur hefur tekið að eigin frumkvæði eins og hann orðar það sjálfur. Árið 1986 myndaði hann hvert einasta hús í Kvosinni fyrir Torfusamtökin og ákvað að mynda þau aftur 25 árum síðar. Á þeim tíma segir hann ferðamenn og bíla hafa breytt borgarásýndinni. „Breytingin var að 1986 gat ég myndað öll hús bíllaus en núna er engin leið að komast að húsunum án þess að það séu bílar. Eftir að barirnir komu þá skilur fólk eftir bíla yfir nótt," segir Guðmundur glottandi. Ljósmyndarinn hefur einnig sérstakan áhuga á söluturnum. „Söluturninn voru sérstakt fyrirbrigði og eru ennþá. Því miður hefur slegið á söluturna því það er verslunarkeðja sem heitir 10-11 sem tók þeirra hlutverk yfir.“Söluturninn á Tryggvagötumynd/Guðmundur IngólfssonÁ sýningunni má sjá sjoppur í miðborginni á níunda áratug síðustu aldar. Samkeppnin á þessum tíma var hörð og fólk hugsaði út fyrir boxið til að vekja athygli á sér og má þar nefna flugvélastélið sem kom út úr sjoppunni á Tryggvagötu. En allar þessar sjoppur eru horfnar úr borginni. Nema Pulsuvagninn. Hann lifir. „Pulsuvagninn er bara fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Landsbankinn," segir Guðmundur hlæjandi.Söluturninn á Túngötumynd/Guðmundur IngólfssonGuðmundur segir ljósmyndun hafa breyst mikið á hálfri öld. Fyrst og fremst sé búið að alþýðuvæða greinina og vísar hann þar til símamynda. Hann segir þó sjálfsmyndir eða selfies aldeilis ekki vera nýtt fyrirbæri og bendir mér á áratuga gamla sjálfsmynd af honum og konu hans. En hann saknar fjölskyldualbúmsins og því ákvað hann að setja upp fjölskyldumyndavegg á sýningunni til að vekja athygli á mikilvægi þess að setja myndir í albúm. „Það er nefnilega þannig með nútímatækni að það getur gerst að margar myndir daga í tölvum. Fólk skiptir kannski um tölvu, lætur gömlu tölvuna í skápinn með harða diskinum og öllum myndunum föstum þar inni. Svo gleymast þær," segir Guðmundur og mælir með að fólk fari í gegnum myndirnar sínar einu sinni til tvisvar á ári. „Og framkalla myndirnar á pappír. Fisísk ljósmynd lifir lengur en tölvugögn." Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Á Þjóðminjasafninu er nú haldin yfirlitssýning um hálfrar aldrar feril Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara. Erla Björg Gunnarsdóttir hitti Guðmund og ræddi við hann um síbreytilega ásýnd borgarinnar, sjoppusjarma og mikilvægi fjölskyldualbúma. Sýningin ber heitið Á eigin vegum og vísar til þeirra mynda sem Guðmundur hefur tekið að eigin frumkvæði eins og hann orðar það sjálfur. Árið 1986 myndaði hann hvert einasta hús í Kvosinni fyrir Torfusamtökin og ákvað að mynda þau aftur 25 árum síðar. Á þeim tíma segir hann ferðamenn og bíla hafa breytt borgarásýndinni. „Breytingin var að 1986 gat ég myndað öll hús bíllaus en núna er engin leið að komast að húsunum án þess að það séu bílar. Eftir að barirnir komu þá skilur fólk eftir bíla yfir nótt," segir Guðmundur glottandi. Ljósmyndarinn hefur einnig sérstakan áhuga á söluturnum. „Söluturninn voru sérstakt fyrirbrigði og eru ennþá. Því miður hefur slegið á söluturna því það er verslunarkeðja sem heitir 10-11 sem tók þeirra hlutverk yfir.“Söluturninn á Tryggvagötumynd/Guðmundur IngólfssonÁ sýningunni má sjá sjoppur í miðborginni á níunda áratug síðustu aldar. Samkeppnin á þessum tíma var hörð og fólk hugsaði út fyrir boxið til að vekja athygli á sér og má þar nefna flugvélastélið sem kom út úr sjoppunni á Tryggvagötu. En allar þessar sjoppur eru horfnar úr borginni. Nema Pulsuvagninn. Hann lifir. „Pulsuvagninn er bara fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Landsbankinn," segir Guðmundur hlæjandi.Söluturninn á Túngötumynd/Guðmundur IngólfssonGuðmundur segir ljósmyndun hafa breyst mikið á hálfri öld. Fyrst og fremst sé búið að alþýðuvæða greinina og vísar hann þar til símamynda. Hann segir þó sjálfsmyndir eða selfies aldeilis ekki vera nýtt fyrirbæri og bendir mér á áratuga gamla sjálfsmynd af honum og konu hans. En hann saknar fjölskyldualbúmsins og því ákvað hann að setja upp fjölskyldumyndavegg á sýningunni til að vekja athygli á mikilvægi þess að setja myndir í albúm. „Það er nefnilega þannig með nútímatækni að það getur gerst að margar myndir daga í tölvum. Fólk skiptir kannski um tölvu, lætur gömlu tölvuna í skápinn með harða diskinum og öllum myndunum föstum þar inni. Svo gleymast þær," segir Guðmundur og mælir með að fólk fari í gegnum myndirnar sínar einu sinni til tvisvar á ári. „Og framkalla myndirnar á pappír. Fisísk ljósmynd lifir lengur en tölvugögn."
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira