Faðir ADHD-drengja: „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 21:00 Í fréttum okkar í gær var fjallað um nýja rannsókn sem sýnir að helsta og stundum eina úrræðið sem foreldrum barna með sérþarfir er boðið upp á er geð- og svefnlyfjagjöf. 58% foreldra var ráðlögð lyfjagjöf við svefnvandanum og rúmlega 70% foreldra barna með hegðunarvanda var ráðlagt að gefa þeim geðlyf. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð og eru foreldrar meðal annars gagnrýndir fyrir að dæla lyfjum í börnin sín. Hákon Helgi Leifsson er faðir tveggja drengja með ADHD og er sjálfur með sömu greiningu. Hann segir þetta viðhorf ríkjandi en að fólk skilji kannski ekki að lyf við ADHD sé eins og gleraugu fyrir þá sem sjá illa. „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði. Hún er ekki til þess að róa börn niður eða til að þóknast kennurum og skólum, til að börn hagi sér betur. Hún er til þess að börn geti plummað sig félagslega.“ Hákon segir þó sálfræðimeðferð nauðsynlega samfara lyfjagjöf en einn tími hjá sálfræðingi kostar frá tólf til sextán þúsund krónur og Hákon bendir á að þeir sem hafa ADHD hafi að meðaltali 20-30% lægri tekjur en aðrir. „Því miður er það þannig að ef börn eru með ADHD þá er líklegt að foreldrar séu líka með það, sem setur þau í lægsta tekjuhóp. Það þýðir að þau hafa ekki efni á að veita börnunum meðferðina sem þau þurfa.“ Hákon ítrekar að mikilvægast sé að efla félagslega færni og styrkja sjálfsmynd barna með ADHD. „Sálfræðiþjónusta borguð af ríkinu, fyrir þá sem þurfa, ásamt lyfjagjöf veitir tækifæri til að vera eins og aðrir og skila eins miklu og aðrir þjóðfélagshópar til samfélagsins," segir Hákon. Tengdar fréttir Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00 Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var fjallað um nýja rannsókn sem sýnir að helsta og stundum eina úrræðið sem foreldrum barna með sérþarfir er boðið upp á er geð- og svefnlyfjagjöf. 58% foreldra var ráðlögð lyfjagjöf við svefnvandanum og rúmlega 70% foreldra barna með hegðunarvanda var ráðlagt að gefa þeim geðlyf. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð og eru foreldrar meðal annars gagnrýndir fyrir að dæla lyfjum í börnin sín. Hákon Helgi Leifsson er faðir tveggja drengja með ADHD og er sjálfur með sömu greiningu. Hann segir þetta viðhorf ríkjandi en að fólk skilji kannski ekki að lyf við ADHD sé eins og gleraugu fyrir þá sem sjá illa. „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði. Hún er ekki til þess að róa börn niður eða til að þóknast kennurum og skólum, til að börn hagi sér betur. Hún er til þess að börn geti plummað sig félagslega.“ Hákon segir þó sálfræðimeðferð nauðsynlega samfara lyfjagjöf en einn tími hjá sálfræðingi kostar frá tólf til sextán þúsund krónur og Hákon bendir á að þeir sem hafa ADHD hafi að meðaltali 20-30% lægri tekjur en aðrir. „Því miður er það þannig að ef börn eru með ADHD þá er líklegt að foreldrar séu líka með það, sem setur þau í lægsta tekjuhóp. Það þýðir að þau hafa ekki efni á að veita börnunum meðferðina sem þau þurfa.“ Hákon ítrekar að mikilvægast sé að efla félagslega færni og styrkja sjálfsmynd barna með ADHD. „Sálfræðiþjónusta borguð af ríkinu, fyrir þá sem þurfa, ásamt lyfjagjöf veitir tækifæri til að vera eins og aðrir og skila eins miklu og aðrir þjóðfélagshópar til samfélagsins," segir Hákon.
Tengdar fréttir Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00 Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00
Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00