Ekki útilokað að Katrín fái aftur umboðið: „Það eru margir leikir í stöðunni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 21:34 Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Eyþór „Maður gat alveg allt eins átt von á því að þetta færi svona. Það var alltaf augljóst að Framsóknarflokkurinn var aldrei alveg heilshugar inni í þessu, eða réttara sagt aðeins verið að kíkja í kringum sig, það held ég að hafi blasað við,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor í stjórnmálafræði um viðræðuslitin í dag. Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar aftur til Guðna forseta og mun hann nú ræða við formenn og fulltrúa flokkanna sem eiga sæti á Alþingi. „Hinsvegar hefur auðvitað ekkert breyst. Munurinn á 32 og 31 er ekkert öðruvísi í dag en þegar lagt var af stað,“ segir Eiríkur um ákvörðun Framsóknarflokksins að slíta viðræðunum. Eiríki finnst eftirtektarvert að ekki hafi verið skoðað að bæta fleiri flokkum inn í viðræðurnar.„Það er nokkuð sem var aldrei almennilega útskýrt.“ Hann útilokar ekki að Katrín fái aftur umboðið til stjórnarmyndunar. „Á meðan ekki er búið að veita öðrum umboðið þá getur auðvitað hver sem er, sem telur sig hafa meirihluta á bakvið sig, farið til forseta með þau skilaboð og farið fram á umboðið á þeim grunni. Katrín getur auðvitað gert það eins og aðrir. En hversu langan tíma forsetinn tekur sér áður en að hann úthlutar umboðinu af fyrra bragði sjálfur, veit maður ekki.“Kannski tímabært að kíkja á minnihlutastjórn Eiríkur segir að stjórnarmyndunarstaðan sé snúin en ekkert endilega óyfirstígandi eða það þröng að ekki sé hægt að leysa úr þessu. Hann telur að það sé alveg hægt að reyna á fimm eða sex flokka ríkisstjórn. „Ég er ekkert viss um að fjöldi flokkanna sé aðalatriðið. Við höfum oft haft flokka í ríkisstjórn sem eru klofnir í fylkingar. Þannig að ríkisstjórn hefur alveg áður saman staðið af fjölda fylkinga þó að sumar þeirra hafi formlega tilheyrt einum og sama stjórnmálaflokknum.“ Hann segir líka að minnihlutastjórn gæti orðið niðurstaðan. „Það fer kannski bara að verða tímabært að kíkja á eitthvað slíkt. Það eru margar samsetningar færar nefnilega, það er kannski aðeins munurinn á stöðunni núna og í fyrra að það eru fleiri möguleikar í boði.“ Eiríkur segir erfitt að spá fyrir um það hversu langan tíma það muni taka að mynda ríkisstjórn en telur þó að það ætti að vera hægt að klára það fyrir jól. „Það eru margir leikir möguleikar og það hafa margir möguleika á því að geta skrúfað saman ríkisstjórn.“Minni þolinmæði fyrir valdaspili Þó að Framsóknarflokkurinn sé að einhverju leiti í lykilstöðu er líka hægt að mynda ríkisstjórn án hans þátttöku. „Það eru líka tvær eða þrjár samsetningar allavega mögulegar án Framsóknarflokksins. Þetta er mjög opin staða, hún er ekki eins lokuð og hún var í fyrra.“ Hann telur að það sé minni þolinmæði fyrir viðræðunum heldur en eftir síðustu kosningar. „Ég held að það sé minni þolinmæði núna heldur en í fyrra fyrir því að menn séu í einhverju valdaspili, það er meiri krafa núna um að menn klári þetta og hagi sér þannig að menn fari ekki að loka mikið á möguleikana.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36 Guðni hyggst ræða við formenn annarra flokka Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði í dag. Í tilkynningu frá forsetanum kemur fram að hann muni nú ræða við formenn annarra flokka sem eiga sæti á Alþingi 6. nóvember 2017 17:53 Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
„Maður gat alveg allt eins átt von á því að þetta færi svona. Það var alltaf augljóst að Framsóknarflokkurinn var aldrei alveg heilshugar inni í þessu, eða réttara sagt aðeins verið að kíkja í kringum sig, það held ég að hafi blasað við,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor í stjórnmálafræði um viðræðuslitin í dag. Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar aftur til Guðna forseta og mun hann nú ræða við formenn og fulltrúa flokkanna sem eiga sæti á Alþingi. „Hinsvegar hefur auðvitað ekkert breyst. Munurinn á 32 og 31 er ekkert öðruvísi í dag en þegar lagt var af stað,“ segir Eiríkur um ákvörðun Framsóknarflokksins að slíta viðræðunum. Eiríki finnst eftirtektarvert að ekki hafi verið skoðað að bæta fleiri flokkum inn í viðræðurnar.„Það er nokkuð sem var aldrei almennilega útskýrt.“ Hann útilokar ekki að Katrín fái aftur umboðið til stjórnarmyndunar. „Á meðan ekki er búið að veita öðrum umboðið þá getur auðvitað hver sem er, sem telur sig hafa meirihluta á bakvið sig, farið til forseta með þau skilaboð og farið fram á umboðið á þeim grunni. Katrín getur auðvitað gert það eins og aðrir. En hversu langan tíma forsetinn tekur sér áður en að hann úthlutar umboðinu af fyrra bragði sjálfur, veit maður ekki.“Kannski tímabært að kíkja á minnihlutastjórn Eiríkur segir að stjórnarmyndunarstaðan sé snúin en ekkert endilega óyfirstígandi eða það þröng að ekki sé hægt að leysa úr þessu. Hann telur að það sé alveg hægt að reyna á fimm eða sex flokka ríkisstjórn. „Ég er ekkert viss um að fjöldi flokkanna sé aðalatriðið. Við höfum oft haft flokka í ríkisstjórn sem eru klofnir í fylkingar. Þannig að ríkisstjórn hefur alveg áður saman staðið af fjölda fylkinga þó að sumar þeirra hafi formlega tilheyrt einum og sama stjórnmálaflokknum.“ Hann segir líka að minnihlutastjórn gæti orðið niðurstaðan. „Það fer kannski bara að verða tímabært að kíkja á eitthvað slíkt. Það eru margar samsetningar færar nefnilega, það er kannski aðeins munurinn á stöðunni núna og í fyrra að það eru fleiri möguleikar í boði.“ Eiríkur segir erfitt að spá fyrir um það hversu langan tíma það muni taka að mynda ríkisstjórn en telur þó að það ætti að vera hægt að klára það fyrir jól. „Það eru margir leikir möguleikar og það hafa margir möguleika á því að geta skrúfað saman ríkisstjórn.“Minni þolinmæði fyrir valdaspili Þó að Framsóknarflokkurinn sé að einhverju leiti í lykilstöðu er líka hægt að mynda ríkisstjórn án hans þátttöku. „Það eru líka tvær eða þrjár samsetningar allavega mögulegar án Framsóknarflokksins. Þetta er mjög opin staða, hún er ekki eins lokuð og hún var í fyrra.“ Hann telur að það sé minni þolinmæði fyrir viðræðunum heldur en eftir síðustu kosningar. „Ég held að það sé minni þolinmæði núna heldur en í fyrra fyrir því að menn séu í einhverju valdaspili, það er meiri krafa núna um að menn klári þetta og hagi sér þannig að menn fari ekki að loka mikið á möguleikana.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36 Guðni hyggst ræða við formenn annarra flokka Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði í dag. Í tilkynningu frá forsetanum kemur fram að hann muni nú ræða við formenn annarra flokka sem eiga sæti á Alþingi 6. nóvember 2017 17:53 Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36
Guðni hyggst ræða við formenn annarra flokka Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði í dag. Í tilkynningu frá forsetanum kemur fram að hann muni nú ræða við formenn annarra flokka sem eiga sæti á Alþingi 6. nóvember 2017 17:53
Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45