„Mér er óglatt“ Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2017 13:45 Mikil vonbrigði brutust út á Facebook þegar spurðist að stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefðu siglt í strand. Vísir Talsvert uppnám braust út á Facebook þegar fregnir af því að stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vg, hafi siglt í strand. Svo virðist sem margir hafi bundið vonir við að þessum fjórum flokkum; Vg, Framsókn, Samfylking og Pírötum, tækist að mynda stjórn. Píratinn og varaþingmaðurinn Sara Óskarsson leynir hvergi vonbrigðum sínum og tilfinningum í Facebookfærslu: „Jæja. Þá er spurningin bara hvort að við fáum Simma eða Bjarna aftur sem forsætisráðherra. Til hamingju Ísland. Mér er óglatt,“ skrifar Sara og með fylgir kall með skeifu.Af hverju voru ekki fleiri flokkar kallaðir að borðinu?Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi Alþingismaður fyrir Samfylkingu, er einnig með böggum hildar. „Sorglegt - en því miður það sem búast mátti við af Framsóknarflokknum. Flokkurinn sá er enn og aftur kominn í oddaaðstöðu og ræður því einfaldlega hvernig stjórn verður mynduð í landinu. Það er hin bitra staðreynd. Ef það er eins manns meirihluti sem er raunveruleg ástæða viðræðuslita, þá er einkennilegt að koma með það núna en ekki strax. Maður hlýtur líka að spyrja hvers vegna fleiri flokkar voru ekki kallaðir til viðræðnanna - því það hefur blasað við allan tímann hver stærðarhlutföllin eru í því stjórnarmynstri sem var til umræðu.“Falsið í FramsóknIllugi Jökulsson rithöfundur hefur sínar skýringar á því hvað varð til þess að umræðunum var slitið. „Ég heyrði unga konu á framboðslista Framsóknarflokks hælast um af því fyrir nokkrum dögum að flokkurinn myndi taka þátt í þessum viðræðum bara til málamynda, bara svo Katrín Jakobsdóttir gæti sagt Reykjavíkurdeild VG að hún hefði vissulega reynt að mynda vinstri stjórn. En síðan yrði viðræðum slitið - einmitt á þessum forsendum - og þá væri hægt að fá VG hindrunarlítið til að taka þátt í þeirri stjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og VG sem Framsóknarflokkurinn ætlaði sér allan tímann. Mér sýnist þetta allt ætla að ganga eftir,“ skrifar Illugi en honum blöskrar þessi þankagangur. „Ungu konunni fannst þetta alveg ferlega flott plan. Mikið djöfuls fals býr í Framsóknarflokknum. Það var líka hann einn sem ekki vildi styrkja stjórnina með því að fá Viðreisn til liðs við hana. Ójá, Sigurður Ingi - þessi heiðarlegi maður!!“Eins og sena úr BorgenJón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri bendir á, í athugasemd við færslu Illuga en þar hafa myndast fjörlegar umræður, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt í “leiðtogakappræðunum að Framsókn væri með Miðflokksmanneskju innanborðs; Lilju Alfreðs. Þegar hún var spurð útí þessi ummæli þá fór hún undan í flæmingi, hvorki benti á að hún væri í FF eða lýsti yfir stuðningi við Sigurð Inga. þetta hefði eiginlega alveg getað verið sena úr Borgen.“ Einhvern tíma var sagt að það væri alveg sama hvað væri kosið, alltaf kemur Finnur Ingólfsson uppúr kassanum. Pálmi Gestsson leikari er á því:Íslensk pólitík: Alveg sama hvað þú kýst, Framsóknarflokkurinn sigrar.Þetta þarf ekki að vera búiðTeitur Örlygsson körfuknattleikskappi með meiru er ekki alveg að kaupa þær skýringar sem fram hafa verið settar, með að Framsókn litist ekki á blikuna varðandi tæpan meirihluta. „Tók Framsókn bara 10 daga að reikna fjölda þingmanna. Nokkuð vel af sér vikið,“ skrifar Teitur og hlær. En, þeir eru þó til sem alls ekki vilja afskrifa möguleikann á vinstri stjórn. Þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, er einn þeirra. „Þetta þarf ekkert að vera búið. - Við erum tilbúin í breiðari samstöðu og að halda samtalinu áfram.“Vg, Samfó og SjálfstæðisflokkurEn, Máni Pétursson útvarpsmaður og stjórnmálaskýrandi reynir að horfa raunsætt á stöðuna: „Jæja nú verður Samfó og VG að fara með Sjálfstæðisflokk. Auðvitið er það pínlegt og hálf ömurleg niðurstaða. En þetta er ekki spurning um eitthvað stolt. Þetta er spurning um hvað er best fyrir þjóðina. Hér hefði alltaf átt að koma á þjóðstjórn eftir hrun. Þá hefðu þessi átök í stjórnmálunum aldrei orðið þessi sýra sem þau eru í dag. Nú er tækifæri til að leiðrétta þá vitleysu. Ríkistjórn undir forystu Katrínar með Sjálfstæðisflokk innanborð er alltaf betri kostur fyrir land og þjóð en hrein hægri stjórn. Ef samfó og VG eru ekki til í þessa stjórn finnst mér það ábyrgðarleysi. Ég held það væri enn betri hugmynd að bjóða Viðreisn líka að vera með.“Ný stjórn í pípunum? Stefán Snær Grétarsson, grafískur hönnuður, gerir bragð úr 11. boðorðinu og býður uppá ráðherralista nýrrar ríkisstjórnar, gjörðisvovel: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Inga Sæland, heilbrigðisráðherra Ólafur Ísleifsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra Ásmundur Einar Daðason, innanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson, dómsmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra Anna Kolbrún Árnadóttir, félags- og jafnréttismálaráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, mennta- og menningarmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð, umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra Sigríður A. Andersen, forseti AlþingisBjart framundan hjá Sigmundi Davíð En, meðan vinstri menn engjast á Facebook er bjart framundan hjá Sigmundi Davíð. Menn lesa í það minnsta sitt í nýja stöðufærslu hans á Facebook, en þar birtir hann landslagsmynd: Kosningar 2017 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Talsvert uppnám braust út á Facebook þegar fregnir af því að stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vg, hafi siglt í strand. Svo virðist sem margir hafi bundið vonir við að þessum fjórum flokkum; Vg, Framsókn, Samfylking og Pírötum, tækist að mynda stjórn. Píratinn og varaþingmaðurinn Sara Óskarsson leynir hvergi vonbrigðum sínum og tilfinningum í Facebookfærslu: „Jæja. Þá er spurningin bara hvort að við fáum Simma eða Bjarna aftur sem forsætisráðherra. Til hamingju Ísland. Mér er óglatt,“ skrifar Sara og með fylgir kall með skeifu.Af hverju voru ekki fleiri flokkar kallaðir að borðinu?Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi Alþingismaður fyrir Samfylkingu, er einnig með böggum hildar. „Sorglegt - en því miður það sem búast mátti við af Framsóknarflokknum. Flokkurinn sá er enn og aftur kominn í oddaaðstöðu og ræður því einfaldlega hvernig stjórn verður mynduð í landinu. Það er hin bitra staðreynd. Ef það er eins manns meirihluti sem er raunveruleg ástæða viðræðuslita, þá er einkennilegt að koma með það núna en ekki strax. Maður hlýtur líka að spyrja hvers vegna fleiri flokkar voru ekki kallaðir til viðræðnanna - því það hefur blasað við allan tímann hver stærðarhlutföllin eru í því stjórnarmynstri sem var til umræðu.“Falsið í FramsóknIllugi Jökulsson rithöfundur hefur sínar skýringar á því hvað varð til þess að umræðunum var slitið. „Ég heyrði unga konu á framboðslista Framsóknarflokks hælast um af því fyrir nokkrum dögum að flokkurinn myndi taka þátt í þessum viðræðum bara til málamynda, bara svo Katrín Jakobsdóttir gæti sagt Reykjavíkurdeild VG að hún hefði vissulega reynt að mynda vinstri stjórn. En síðan yrði viðræðum slitið - einmitt á þessum forsendum - og þá væri hægt að fá VG hindrunarlítið til að taka þátt í þeirri stjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og VG sem Framsóknarflokkurinn ætlaði sér allan tímann. Mér sýnist þetta allt ætla að ganga eftir,“ skrifar Illugi en honum blöskrar þessi þankagangur. „Ungu konunni fannst þetta alveg ferlega flott plan. Mikið djöfuls fals býr í Framsóknarflokknum. Það var líka hann einn sem ekki vildi styrkja stjórnina með því að fá Viðreisn til liðs við hana. Ójá, Sigurður Ingi - þessi heiðarlegi maður!!“Eins og sena úr BorgenJón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri bendir á, í athugasemd við færslu Illuga en þar hafa myndast fjörlegar umræður, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt í “leiðtogakappræðunum að Framsókn væri með Miðflokksmanneskju innanborðs; Lilju Alfreðs. Þegar hún var spurð útí þessi ummæli þá fór hún undan í flæmingi, hvorki benti á að hún væri í FF eða lýsti yfir stuðningi við Sigurð Inga. þetta hefði eiginlega alveg getað verið sena úr Borgen.“ Einhvern tíma var sagt að það væri alveg sama hvað væri kosið, alltaf kemur Finnur Ingólfsson uppúr kassanum. Pálmi Gestsson leikari er á því:Íslensk pólitík: Alveg sama hvað þú kýst, Framsóknarflokkurinn sigrar.Þetta þarf ekki að vera búiðTeitur Örlygsson körfuknattleikskappi með meiru er ekki alveg að kaupa þær skýringar sem fram hafa verið settar, með að Framsókn litist ekki á blikuna varðandi tæpan meirihluta. „Tók Framsókn bara 10 daga að reikna fjölda þingmanna. Nokkuð vel af sér vikið,“ skrifar Teitur og hlær. En, þeir eru þó til sem alls ekki vilja afskrifa möguleikann á vinstri stjórn. Þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, er einn þeirra. „Þetta þarf ekkert að vera búið. - Við erum tilbúin í breiðari samstöðu og að halda samtalinu áfram.“Vg, Samfó og SjálfstæðisflokkurEn, Máni Pétursson útvarpsmaður og stjórnmálaskýrandi reynir að horfa raunsætt á stöðuna: „Jæja nú verður Samfó og VG að fara með Sjálfstæðisflokk. Auðvitið er það pínlegt og hálf ömurleg niðurstaða. En þetta er ekki spurning um eitthvað stolt. Þetta er spurning um hvað er best fyrir þjóðina. Hér hefði alltaf átt að koma á þjóðstjórn eftir hrun. Þá hefðu þessi átök í stjórnmálunum aldrei orðið þessi sýra sem þau eru í dag. Nú er tækifæri til að leiðrétta þá vitleysu. Ríkistjórn undir forystu Katrínar með Sjálfstæðisflokk innanborð er alltaf betri kostur fyrir land og þjóð en hrein hægri stjórn. Ef samfó og VG eru ekki til í þessa stjórn finnst mér það ábyrgðarleysi. Ég held það væri enn betri hugmynd að bjóða Viðreisn líka að vera með.“Ný stjórn í pípunum? Stefán Snær Grétarsson, grafískur hönnuður, gerir bragð úr 11. boðorðinu og býður uppá ráðherralista nýrrar ríkisstjórnar, gjörðisvovel: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Inga Sæland, heilbrigðisráðherra Ólafur Ísleifsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra Ásmundur Einar Daðason, innanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson, dómsmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra Anna Kolbrún Árnadóttir, félags- og jafnréttismálaráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, mennta- og menningarmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð, umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra Sigríður A. Andersen, forseti AlþingisBjart framundan hjá Sigmundi Davíð En, meðan vinstri menn engjast á Facebook er bjart framundan hjá Sigmundi Davíð. Menn lesa í það minnsta sitt í nýja stöðufærslu hans á Facebook, en þar birtir hann landslagsmynd:
Kosningar 2017 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira