Katrínaþing Magnús Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2017 07:00 Það er skemmtilegt að fylgjast með stjórnarmyndunarviðræðum úr hæfilegri fjarlægð. Fjarlægðin er reyndar lykilatriði í þessu samhengi því auðvitað hlýtur að vera erfitt að setja saman ríkisstjórn fjögurra flokka með afar ólíkar áherslur í ýmsum stórum málum sem varða framtíð og velferð þjóðarinnar, ekki síst þegar til lengri tíma er litið. En það sem er þó ekki síður forvitnilegt er að sjá hvernig samhliða myndun ríkisstjórnar virðist myndun stjórnarandstöðu einnig vera í burðarliðnum þó svo það sé eðlilega ekki með jafn afgerandi hætti. Það sem einkum vekur athygli í því samhengi eru ólík viðbrögð flokksleiðtoga og talsmanna þeirra flokka sem stefnir í að verði í stjórnarandstöðu að ógleymdum sérfræðingum úr ólíkum áttum. Þar virðist reyndar afstaða karlanna skera sig nokkuð frá afstöðu kvenna. Karlarnir virðast eiga erfiðara með að sjá það fyrir sér að ríkisstjórn án þeirra geti mögulega átt eftir að ganga vel en minna fer fyrir hrakspám kvenna í þessu samhengi.Þar fer reyndar fremst í flokki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem átti einkar forvitnilegt spjall við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, í þættinum Víglínan síðastliðinn laugardag. Þar lýsti Þorgerður Katrín yfir vilja Viðreisnar til þess að vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en Íslendingar hafi áður séð að störfum og eiga þannig sinn þátt í því að breyta starfsháttum Alþingis til betri vegar. Að leggja megináherslu á málefnalegt starf á kjörtímabilinu og að hún sjái það vel fyrir sér að geta stutt ýmis mál á vegum væntanlegrar ríkisstjórnar en muni með sama hætti kalla eftir stuðningi stjórnarliða við góð mál sem stjórnarandstaðan hafi fram að færa og hleypi þeim málum í gegn. Í máli Þorgerðar Katrínar kom einnig fram ákall eftir breyttum og stórbættum vinnubrögðum á Alþingi. Þessi umræða er óneitanlega ekki ný af nálinni, hefur reyndar oft verið fyrirferðarmikil á síðustu árum og jafnvel áratugum, en að kallað sé eftir henni með þeim sáttatón sem er að finna í nálgun Þorgerðar Katrínar vekur óneitanlega vonir um betri tíð í íslenskum stjórnmálum. Vonir um að góð málefni er varða heildarhagsmuni eigi greiðari leið í gegnum þingið og jafnvel um að breiðari samstaða geti myndast gegn þeim sérhagsmunum og leyndarhyggju sem hafa leikið íslensk stjórnmál og íslenskt samfélag svo grátt um langa hríð. Það væri óneitanlega skemmtilega kaldhæðið ef upp rynni tími slíkra breytinga að loknum kosningum þar sem konur og frjálslyndi áttu undir högg að sækja. Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fjögurra flokka stjórn og leiða hana til góðra verka þá mun hún þurfa á slíkum framförum að halda. Framförum sem felast í breyttum og bættum vinnubrögðum og vel má sjá fyrir sér að nafna hennar Þorgerður Katrín komi til með að leiða það starf með góðu fordæmi úr ranni stjórnarandstöðunnar. Slíkt Katrínaþing gæti orðið stórmerkilegt framfaraskref fyrir íslensk stjórnmál sem þjóðin gæti búið að um langa framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Það er skemmtilegt að fylgjast með stjórnarmyndunarviðræðum úr hæfilegri fjarlægð. Fjarlægðin er reyndar lykilatriði í þessu samhengi því auðvitað hlýtur að vera erfitt að setja saman ríkisstjórn fjögurra flokka með afar ólíkar áherslur í ýmsum stórum málum sem varða framtíð og velferð þjóðarinnar, ekki síst þegar til lengri tíma er litið. En það sem er þó ekki síður forvitnilegt er að sjá hvernig samhliða myndun ríkisstjórnar virðist myndun stjórnarandstöðu einnig vera í burðarliðnum þó svo það sé eðlilega ekki með jafn afgerandi hætti. Það sem einkum vekur athygli í því samhengi eru ólík viðbrögð flokksleiðtoga og talsmanna þeirra flokka sem stefnir í að verði í stjórnarandstöðu að ógleymdum sérfræðingum úr ólíkum áttum. Þar virðist reyndar afstaða karlanna skera sig nokkuð frá afstöðu kvenna. Karlarnir virðast eiga erfiðara með að sjá það fyrir sér að ríkisstjórn án þeirra geti mögulega átt eftir að ganga vel en minna fer fyrir hrakspám kvenna í þessu samhengi.Þar fer reyndar fremst í flokki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem átti einkar forvitnilegt spjall við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, í þættinum Víglínan síðastliðinn laugardag. Þar lýsti Þorgerður Katrín yfir vilja Viðreisnar til þess að vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en Íslendingar hafi áður séð að störfum og eiga þannig sinn þátt í því að breyta starfsháttum Alþingis til betri vegar. Að leggja megináherslu á málefnalegt starf á kjörtímabilinu og að hún sjái það vel fyrir sér að geta stutt ýmis mál á vegum væntanlegrar ríkisstjórnar en muni með sama hætti kalla eftir stuðningi stjórnarliða við góð mál sem stjórnarandstaðan hafi fram að færa og hleypi þeim málum í gegn. Í máli Þorgerðar Katrínar kom einnig fram ákall eftir breyttum og stórbættum vinnubrögðum á Alþingi. Þessi umræða er óneitanlega ekki ný af nálinni, hefur reyndar oft verið fyrirferðarmikil á síðustu árum og jafnvel áratugum, en að kallað sé eftir henni með þeim sáttatón sem er að finna í nálgun Þorgerðar Katrínar vekur óneitanlega vonir um betri tíð í íslenskum stjórnmálum. Vonir um að góð málefni er varða heildarhagsmuni eigi greiðari leið í gegnum þingið og jafnvel um að breiðari samstaða geti myndast gegn þeim sérhagsmunum og leyndarhyggju sem hafa leikið íslensk stjórnmál og íslenskt samfélag svo grátt um langa hríð. Það væri óneitanlega skemmtilega kaldhæðið ef upp rynni tími slíkra breytinga að loknum kosningum þar sem konur og frjálslyndi áttu undir högg að sækja. Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fjögurra flokka stjórn og leiða hana til góðra verka þá mun hún þurfa á slíkum framförum að halda. Framförum sem felast í breyttum og bættum vinnubrögðum og vel má sjá fyrir sér að nafna hennar Þorgerður Katrín komi til með að leiða það starf með góðu fordæmi úr ranni stjórnarandstöðunnar. Slíkt Katrínaþing gæti orðið stórmerkilegt framfaraskref fyrir íslensk stjórnmál sem þjóðin gæti búið að um langa framtíð.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun