Minna stjórnarmyndunarflokka á þátt þolenda kynferðisofbeldis í viðræðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 10:45 Druslugangan er árviss viðburður og miðar að því að valdefla þolendur kynferðisofbeldis. Vísir/Andri Marinó Druslugangan minnir aðildarflokka stjórnarmyndunarviðræðna, sem fara nú fram á milli Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata, að krafan um bætta stöðu þolenda kynferðisofbeldis hafi orðið til þess að flokkarnir séu nú í stöðu til að mynda ríkisstjórn. Þá telur Druslugangan að mikilvægt sé að halda áfram vinnu við að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir málaflokkinn hafa verið ræddan á fundi flokkanna í Reykjavík í gær.Mynda nýja ríkisstjórn vegna þolendaÍ stöðuuppfærslu, sem birt var á Facebook-reikningi Druslugöngunnar í gær, eru þeir stjórnmálamenn sem standa nú að stjórnarmyndunarviðræðum beðnir að gleyma ekki þætti þolenda kynferðisofbeldis í falli síðustu ríkisstjórnar. „Getum við byrjað á því að vera sammála um að þörf sé á betra samfélagi fyrir þolendur ofbeldis og að krafan um bætta stöðu brotaþola kynferðisofbeldis hafi komið ykkur í þá stöðu sem þið eruð í í dag, að mynda nýja ríkisstjórn aðeins einu ári eftir síðustu tilraun,“ ritar Druslugangan sem minnir leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna enn fremur á að nýafstaðin kosningabarátta þeirra hafi að miklu leyti verið byggð á stuðningsyfirlýsingum með þolendum ofbeldis.Sjá einnig: Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokiðFrá Druslugöngunni í Reykjavík í sumar.Vísir/Laufey ElíasdóttirNauðsynlegt að einhver taki við af Bjartri framtíðNú vilja forsvarsmenn Druslugöngunnar því sjá kosningaloforðunum framfylgt. „Stafrænt kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn sem hefur engu léttvægari afleiðingar en annars lags kynferðisofbeldi. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki nýtt af nálinni en hefur þess konar málum fjölgað gríðarlega á síðustu árum og er nauðsynlegt að lögin séu í stakk búin að taka á þeim,“ ritar Druslugangan. Þá segir í stöðuuppfærslunni að fráfarandi ríkisstjórn hafi sammælst um að nauðsynlegt væri að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum. Stjórnarflokkurinn Björt framtíð, sem náði ekki inn á þing í nýafstöðnum alþingiskosningum, beitti sér einna helst í málaflokknum. Druslugangan skorar því á nýtt þing, og mögulega ríkisstjórn, að axla ábyrgðina á málefnum þolenda ofbeldis. „Nú er sá stjórnmálaflokkur sem fór af stað með frumvarp, um skilgreiningu stafræns kynferðisofbeldis í lögum, horfinn af þingi og ábyrgðin er ykkar að taka við keflinu. Druslugangan skorar á ykkur að gera þetta að því málefni sem sameinar ykkur, koma því í stjórnarsáttmálann og fylgja því eftir.“Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm„Takk!“Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar – sem einmitt er einn aðildarflokka stjórnarmyndunarviðræðna, þakkar Druslugöngunni fyrir innleggið í athugasemd við færsluna. „Takk!“ ritar Helga Vala, sem segir stjórnarmyndunarflokkana nú þegar hafa rætt stafrænt kynferðisofbeldi sín á milli. „Við funduðum í borginni í dag og þetta er komið til skila!“ Þá tekur Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í sama streng og Helga Vala og þakkar Druslugöngunni fyrir stöðuuppfærsluna. Druslugangan hefur verið gengin að sumarlagi í Reykjavík síðan 2011 og þá hafa aðrir landshlutar einnig blásið til Drusluganga. Yfirlýst markmið göngunnar er m.a. að stuðla að valdeflingu þolenda kynferðisofbeldis og leggja áherslu á ábyrgð gerenda á ofbeldinu. Þá var stafrænt kynferðisofbeldi tekið sérstaklega fyrir í göngunni í ár.Stöðuuppfærslu Druslugöngunnar má lesa í heild sinni hér að neðan. Druslugangan Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hafnarfjarðarbær og Druslugangan hlutu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í dag við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. 24. október 2017 19:50 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Tóku mynd af sér fyrir framan þyrluna fyrir flugslysið Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Druslugangan minnir aðildarflokka stjórnarmyndunarviðræðna, sem fara nú fram á milli Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata, að krafan um bætta stöðu þolenda kynferðisofbeldis hafi orðið til þess að flokkarnir séu nú í stöðu til að mynda ríkisstjórn. Þá telur Druslugangan að mikilvægt sé að halda áfram vinnu við að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir málaflokkinn hafa verið ræddan á fundi flokkanna í Reykjavík í gær.Mynda nýja ríkisstjórn vegna þolendaÍ stöðuuppfærslu, sem birt var á Facebook-reikningi Druslugöngunnar í gær, eru þeir stjórnmálamenn sem standa nú að stjórnarmyndunarviðræðum beðnir að gleyma ekki þætti þolenda kynferðisofbeldis í falli síðustu ríkisstjórnar. „Getum við byrjað á því að vera sammála um að þörf sé á betra samfélagi fyrir þolendur ofbeldis og að krafan um bætta stöðu brotaþola kynferðisofbeldis hafi komið ykkur í þá stöðu sem þið eruð í í dag, að mynda nýja ríkisstjórn aðeins einu ári eftir síðustu tilraun,“ ritar Druslugangan sem minnir leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna enn fremur á að nýafstaðin kosningabarátta þeirra hafi að miklu leyti verið byggð á stuðningsyfirlýsingum með þolendum ofbeldis.Sjá einnig: Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokiðFrá Druslugöngunni í Reykjavík í sumar.Vísir/Laufey ElíasdóttirNauðsynlegt að einhver taki við af Bjartri framtíðNú vilja forsvarsmenn Druslugöngunnar því sjá kosningaloforðunum framfylgt. „Stafrænt kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn sem hefur engu léttvægari afleiðingar en annars lags kynferðisofbeldi. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki nýtt af nálinni en hefur þess konar málum fjölgað gríðarlega á síðustu árum og er nauðsynlegt að lögin séu í stakk búin að taka á þeim,“ ritar Druslugangan. Þá segir í stöðuuppfærslunni að fráfarandi ríkisstjórn hafi sammælst um að nauðsynlegt væri að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum. Stjórnarflokkurinn Björt framtíð, sem náði ekki inn á þing í nýafstöðnum alþingiskosningum, beitti sér einna helst í málaflokknum. Druslugangan skorar því á nýtt þing, og mögulega ríkisstjórn, að axla ábyrgðina á málefnum þolenda ofbeldis. „Nú er sá stjórnmálaflokkur sem fór af stað með frumvarp, um skilgreiningu stafræns kynferðisofbeldis í lögum, horfinn af þingi og ábyrgðin er ykkar að taka við keflinu. Druslugangan skorar á ykkur að gera þetta að því málefni sem sameinar ykkur, koma því í stjórnarsáttmálann og fylgja því eftir.“Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm„Takk!“Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar – sem einmitt er einn aðildarflokka stjórnarmyndunarviðræðna, þakkar Druslugöngunni fyrir innleggið í athugasemd við færsluna. „Takk!“ ritar Helga Vala, sem segir stjórnarmyndunarflokkana nú þegar hafa rætt stafrænt kynferðisofbeldi sín á milli. „Við funduðum í borginni í dag og þetta er komið til skila!“ Þá tekur Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í sama streng og Helga Vala og þakkar Druslugöngunni fyrir stöðuuppfærsluna. Druslugangan hefur verið gengin að sumarlagi í Reykjavík síðan 2011 og þá hafa aðrir landshlutar einnig blásið til Drusluganga. Yfirlýst markmið göngunnar er m.a. að stuðla að valdeflingu þolenda kynferðisofbeldis og leggja áherslu á ábyrgð gerenda á ofbeldinu. Þá var stafrænt kynferðisofbeldi tekið sérstaklega fyrir í göngunni í ár.Stöðuuppfærslu Druslugöngunnar má lesa í heild sinni hér að neðan.
Druslugangan Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hafnarfjarðarbær og Druslugangan hlutu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í dag við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. 24. október 2017 19:50 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Tóku mynd af sér fyrir framan þyrluna fyrir flugslysið Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Hafnarfjarðarbær og Druslugangan hlutu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í dag við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. 24. október 2017 19:50
Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00
„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16