Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 13:30 Fulltrúar fjögurra flokka funda nú á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar. Heimilishundurinn Kjói vekur mikla lukku. Vísir/Ernir Erfiðustu málin verða afgreidd fyrst í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins áður en lengra verður haldið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við fréttastofu að hún sé bjartsýn. Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að líta inn fyrir á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, þar sem flokkarnir funda. Hlé var gert á fundi um hádegi og fengu fulltrúar flokkanna sér flatböku í hádegismat. Þá vakti heimilishundurinn Kjói mikla lukku meðal fundarmanna. Katrín segir að fyrst verði farið yfir þau mál sem þau telja að geti orðið hverjum flokki fyrir sig erfiðust. Það verður gert áður en farið verður í að skipa niður starfshópa en það gæti gerst eftir nokkra daga ef viðræður ganga vel. Hún reiknar þó með því að nokkrir dagar líður áður en fólk fari að sjá til lands í viðræðunum.Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að kíkja inn á Syðra Langholt.Vísir/ErnirEkki er vitað hvenær þing kemur saman á ný, en Katrín segir það æskilegt að ljóst verði hvort þessi stjórn nái saman áður en þing kemur saman. Á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær sagði Katrín að hún liti svo á að fyrirhuguð ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar ráðst í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. „Siðan eru risastór mál sem blasa við þeirri ríkisstjórn sem tekur við. Skapa þarf sátt á vinnumarkaðinum en aukinheldur þá legg ég sérstaka áherslu á annars vegar jafnréttismál og hins vegar loftslagsmál,“ sagði Katrín á Bessastöðum. Þá leggur hún áherslu á að ríkisstjórnin leggi sig fram um að ná aukinni samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi. Þeir fjórir flokkar sem kæmu að mögulegri ríkisstjórn hafa ólíkar áherslur í evrópumálum, peningamálum og hversu miklum fjármunum sé hægt að veita til einstakra málaflokka með tilliti til stöðu ríkissjóðs. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Erfiðustu málin verða afgreidd fyrst í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins áður en lengra verður haldið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við fréttastofu að hún sé bjartsýn. Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að líta inn fyrir á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, þar sem flokkarnir funda. Hlé var gert á fundi um hádegi og fengu fulltrúar flokkanna sér flatböku í hádegismat. Þá vakti heimilishundurinn Kjói mikla lukku meðal fundarmanna. Katrín segir að fyrst verði farið yfir þau mál sem þau telja að geti orðið hverjum flokki fyrir sig erfiðust. Það verður gert áður en farið verður í að skipa niður starfshópa en það gæti gerst eftir nokkra daga ef viðræður ganga vel. Hún reiknar þó með því að nokkrir dagar líður áður en fólk fari að sjá til lands í viðræðunum.Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að kíkja inn á Syðra Langholt.Vísir/ErnirEkki er vitað hvenær þing kemur saman á ný, en Katrín segir það æskilegt að ljóst verði hvort þessi stjórn nái saman áður en þing kemur saman. Á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær sagði Katrín að hún liti svo á að fyrirhuguð ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar ráðst í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. „Siðan eru risastór mál sem blasa við þeirri ríkisstjórn sem tekur við. Skapa þarf sátt á vinnumarkaðinum en aukinheldur þá legg ég sérstaka áherslu á annars vegar jafnréttismál og hins vegar loftslagsmál,“ sagði Katrín á Bessastöðum. Þá leggur hún áherslu á að ríkisstjórnin leggi sig fram um að ná aukinni samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi. Þeir fjórir flokkar sem kæmu að mögulegri ríkisstjórn hafa ólíkar áherslur í evrópumálum, peningamálum og hversu miklum fjármunum sé hægt að veita til einstakra málaflokka með tilliti til stöðu ríkissjóðs.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45
Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58
Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“