Stjórn Bjartrar framtíðar fór fram á afsögn Guðlaugar Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2017 10:03 Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórnarformennsku í Bjartri framtíð í september. Guðlaug Kristjánsdóttir sagði af sér stjórnarformennsku í Bjartri framtíð eftir fund stjórnar flokksins í gær. Guðlaug greindi frá ákvörðun sinni í bréfi til stjórnar flokksins í gærkvöldi. Guðlaug var kjörin stjórnarformaður flokksins á ársfundi flokksins í byrjun september síðastliðinn. Flokkurinn beið afhroð í nýliðnum þingkosningum, hlaut 1,2 prósent á landsvísu, og hlaut engan mann kjörinn. Óttar Proppé sagði af sér formennsku í flokknum í byrjun vikunnar. Mikið virðist hafa gengið á á fundinum í gærkvöldi en í bréfi sínu til stjórnar þakkar Guðlaug fyrir fundinn og fyrir það sem þar var sagt. „Hefði sannarlega verið betra að fá þau orð sem þar féllu fyrr, svo ég hefði haft færi á að bregðast við þeim og draga þar með úr skaða,“ segir Guðlaug.Stjórn fór fram á afsögn Ekki hefur náðst í Guðlaugu í morgun, en í bréfinu vísar hún ekki nákvæmlega í hvað hafi verið rætt á fundinum. „Ég segi hér með af mér stjórnarformennsku eftir slétta tvo mánuði í því hlutverki. Mér var heiður að og þótti vænt um að fá þetta traust og þykir innilega fyrir því að hafa brugðist því. Í ljósi þess að það er stjórnin sem óskar eftir afsögn minni, fer ég fram á að víkja strax en sitja ekki fram að aukaársfundi,“ segir Guðlaug í bréfinu.Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr Í byrjun októbermánaðar birti Guðlaug mynd á Instagram og Facebook af undirskrift og heimilisfangi Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og sagðist dauðsjá eftir henni. Guðlaug birti myndina í tengslum við það að Jón hafi gengið til liðs við Samfylkinguna, en Jón hafði áður mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð til að ræða mögulega þátttöku í kosningabaráttunni. Í kjölfar fundarins varð Jón hins vegar afhuga flokknum og gekk til liðs við Samfylkingu. Vitað er að birting Guðlaugar á myndinni var mikið gagnrýnd innan stjórnar Bjartrar framtíðar og samkvæmt heimildum Vísis var málið meðal þeirra sem sneru að störfum Guðlaugar og voru til umræðu á stjórnarfundinum í gær.Uppfært 10:51: Samkvæmt Valgerði Björk Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar, mun flokkurinn halda aukaársfund fyrir árslok til að velja nýja forystu. Tímasetning er þó ekki komin.Uppfært 12:18: Guðlaug hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frekar frá ákvörðuninni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir sagði af sér stjórnarformennsku í Bjartri framtíð eftir fund stjórnar flokksins í gær. Guðlaug greindi frá ákvörðun sinni í bréfi til stjórnar flokksins í gærkvöldi. Guðlaug var kjörin stjórnarformaður flokksins á ársfundi flokksins í byrjun september síðastliðinn. Flokkurinn beið afhroð í nýliðnum þingkosningum, hlaut 1,2 prósent á landsvísu, og hlaut engan mann kjörinn. Óttar Proppé sagði af sér formennsku í flokknum í byrjun vikunnar. Mikið virðist hafa gengið á á fundinum í gærkvöldi en í bréfi sínu til stjórnar þakkar Guðlaug fyrir fundinn og fyrir það sem þar var sagt. „Hefði sannarlega verið betra að fá þau orð sem þar féllu fyrr, svo ég hefði haft færi á að bregðast við þeim og draga þar með úr skaða,“ segir Guðlaug.Stjórn fór fram á afsögn Ekki hefur náðst í Guðlaugu í morgun, en í bréfinu vísar hún ekki nákvæmlega í hvað hafi verið rætt á fundinum. „Ég segi hér með af mér stjórnarformennsku eftir slétta tvo mánuði í því hlutverki. Mér var heiður að og þótti vænt um að fá þetta traust og þykir innilega fyrir því að hafa brugðist því. Í ljósi þess að það er stjórnin sem óskar eftir afsögn minni, fer ég fram á að víkja strax en sitja ekki fram að aukaársfundi,“ segir Guðlaug í bréfinu.Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr Í byrjun októbermánaðar birti Guðlaug mynd á Instagram og Facebook af undirskrift og heimilisfangi Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og sagðist dauðsjá eftir henni. Guðlaug birti myndina í tengslum við það að Jón hafi gengið til liðs við Samfylkinguna, en Jón hafði áður mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð til að ræða mögulega þátttöku í kosningabaráttunni. Í kjölfar fundarins varð Jón hins vegar afhuga flokknum og gekk til liðs við Samfylkingu. Vitað er að birting Guðlaugar á myndinni var mikið gagnrýnd innan stjórnar Bjartrar framtíðar og samkvæmt heimildum Vísis var málið meðal þeirra sem sneru að störfum Guðlaugar og voru til umræðu á stjórnarfundinum í gær.Uppfært 10:51: Samkvæmt Valgerði Björk Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar, mun flokkurinn halda aukaársfund fyrir árslok til að velja nýja forystu. Tímasetning er þó ekki komin.Uppfært 12:18: Guðlaug hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frekar frá ákvörðuninni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15
Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37
Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50