Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 09:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræða málin daginn eftir kjördag við höfuðstöðvar 365 þegar þau mættu í Kosningauppgjör Stöðvar 2. vísir/anton brink Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Þau ætla að hittast að heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Líklega vilja formennirnir fá ró og næði til að fara yfir málin. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna fékk umboð til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í gær. Hún vill mynda ríkisstjórn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Katrín segist vona að viðræðurnar gangi hratt og vel og að niðurstaða verði komin í málið eftir helgi. Hún sagðist í gær á Bessastöðum líta svo á að þessi væntanlega ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar að ráðast í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum, og geri raunhæfa áætlun um það.Wild Boys og vöfflur Það er ekki óalgengt að stjórnmálamenn velji að funda utan höfuðborgarsvæðisins til að fá frið. Margir muna eflaust eftir því að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mynduðu ríkisstjórn árið 2013 funduðu þeir í sumarbústað og snæddu meðal annars vöfflur með kaffinu. Þá funduðu þeir í bústað Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, og dvöldust þar í nokkra daga. Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö tók upp á því að hringja í þá félaga í beinni útsendingu í þætti sínum Veistu hver ég var? Þá fengu þeir að velja sér óskalag og völdu lagið Wild Boys með hljómsveitinni Duran Duran. Það væri forvitnilegt að vita hvaða óskalag flokkarnir fjórir myndu biðja um ef kallið kæmi frá Sigga Hlö um helgina. Kosningar 2017 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Þau ætla að hittast að heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Líklega vilja formennirnir fá ró og næði til að fara yfir málin. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna fékk umboð til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í gær. Hún vill mynda ríkisstjórn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Katrín segist vona að viðræðurnar gangi hratt og vel og að niðurstaða verði komin í málið eftir helgi. Hún sagðist í gær á Bessastöðum líta svo á að þessi væntanlega ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar að ráðast í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum, og geri raunhæfa áætlun um það.Wild Boys og vöfflur Það er ekki óalgengt að stjórnmálamenn velji að funda utan höfuðborgarsvæðisins til að fá frið. Margir muna eflaust eftir því að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mynduðu ríkisstjórn árið 2013 funduðu þeir í sumarbústað og snæddu meðal annars vöfflur með kaffinu. Þá funduðu þeir í bústað Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, og dvöldust þar í nokkra daga. Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö tók upp á því að hringja í þá félaga í beinni útsendingu í þætti sínum Veistu hver ég var? Þá fengu þeir að velja sér óskalag og völdu lagið Wild Boys með hljómsveitinni Duran Duran. Það væri forvitnilegt að vita hvaða óskalag flokkarnir fjórir myndu biðja um ef kallið kæmi frá Sigga Hlö um helgina.
Kosningar 2017 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira