Fjörutíu prósent aukning á tilkynntum kynferðisbrotum í ár Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 18:47 Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot árið 2016 kemur fram að á árinu bárust 8.648 tilkynningar um hegningarlagabrot en þeim fækkaði um tæplega sjö prósent milli ára. 51% brotanna voru auðgunarbrot og bárust að meðaltali tólf tilkynningar á hverjum degi. Flest þessarar brota eru þjófnaðarbrot en þau hafa ekki verið færri síðan árið 2007. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fækkun auðgunarbrota vera þekkta þegar uppgangur er í samfélaginu. 277 tilkynningar bárust um kynferðisbrot og þar af 45% vegna nauðgana. Flestar tilkynntar nauðganir urðu í miðbænum, eða 49 talsins. Í fyrra bárust um það bil tíu prósent fleiri tilkynningar um kynferðisbrot en að meðaltali árin 2009 til 2015. Grímur segir erfitt að átta sig á því af hverju tilkynningum fjölgar. „En öll umræða um kynferðisbrot leiðir til aukningar á tilkynningum," segir Grímur og bætir við að aukningin sé enn meiri í ár. „Það hefur orðið töluverð aukning á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við fyrstu níu mánuði í fyrra, eða fjörutíu prósent." Grímur segir þá miklu umræðu sem hefur verið í sumar geta útskýrt fjölgunina í ár en einnig að unnið sé að því með samstarfi ýmissa aðila í Bjarkahlíð að auðvelda aðgengi að lögreglu. „Þar geta allir þolendur ofbeldis komið og fengið ráðgjöf fagmanna, og við vonumst til að það geti orðið til þess að þeim sem fannst erfitt að leita til lögreglu, finni leiðina." Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot árið 2016 kemur fram að á árinu bárust 8.648 tilkynningar um hegningarlagabrot en þeim fækkaði um tæplega sjö prósent milli ára. 51% brotanna voru auðgunarbrot og bárust að meðaltali tólf tilkynningar á hverjum degi. Flest þessarar brota eru þjófnaðarbrot en þau hafa ekki verið færri síðan árið 2007. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fækkun auðgunarbrota vera þekkta þegar uppgangur er í samfélaginu. 277 tilkynningar bárust um kynferðisbrot og þar af 45% vegna nauðgana. Flestar tilkynntar nauðganir urðu í miðbænum, eða 49 talsins. Í fyrra bárust um það bil tíu prósent fleiri tilkynningar um kynferðisbrot en að meðaltali árin 2009 til 2015. Grímur segir erfitt að átta sig á því af hverju tilkynningum fjölgar. „En öll umræða um kynferðisbrot leiðir til aukningar á tilkynningum," segir Grímur og bætir við að aukningin sé enn meiri í ár. „Það hefur orðið töluverð aukning á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við fyrstu níu mánuði í fyrra, eða fjörutíu prósent." Grímur segir þá miklu umræðu sem hefur verið í sumar geta útskýrt fjölgunina í ár en einnig að unnið sé að því með samstarfi ýmissa aðila í Bjarkahlíð að auðvelda aðgengi að lögreglu. „Þar geta allir þolendur ofbeldis komið og fengið ráðgjöf fagmanna, og við vonumst til að það geti orðið til þess að þeim sem fannst erfitt að leita til lögreglu, finni leiðina."
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira