Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 16:58 Katrín ræðir við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. Vísir/Eyþór Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór á fund forseta í dag og hlaut umboð til að hefja formlegar viðræður. Hún segir að lögð verði áhersla á stóru málin og nefndi þar heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál meðal annars. „Aukinheldur legg ég sérstaklega áherslu á, annars vegar jafnrétti og hins vegar loftslagsmál, að þau verði í öndvegi,“ sagði Katrín við blaðamenn að loknum fundi sínum með forsetanum. Hún segist enn fremur vilja leggja áherslu á aukna samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi, í ljósi þess að fjögurra flokka stjórn myndi hafa tæpan meirihluta á þingi. „Við munum setjast yfir þetta á morgun, við munum hefja þær formlega á morgun. Við munum leggja okkur fram við að vinna hratt þannig að línur ættu að skýrast á næstu dögum.“Bjartsýnni en fyrir ári Katrín segist vera bjartsýnni á það nú heldur en fyrir ári síðan að samstaða náist um breiða stjórn. Erfitt reyndist að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar fyrir ári og reyndu nokkrir formenn að spreyta sig áður en sátt náðist um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Meðal annars voru gerðar nokkrar tilraunir til að mynda ríkisstjórn fimm flokka en það gekk þó ekki upp á endanum. „Ég bý að reynslunni og við mörg hver búum að reynslunni frá því fyrir ári og ég vil segja að öll þau samtöl sem ég hef átt núna hafa mér þótt vera uppbyggilegri en fyrir ári.“ Hún segi að skuldbinding liggi fyrir af hálfu allra flokkanna fjögurra til að reyna eftir bestu getu að sammælast um stjórnarsáttmála. Þá hafa flokkarnir um skiptingu ráðuneyta en að engin niðurstaða sé komin í það mál. „Það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið,“ segir Katrín. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór á fund forseta í dag og hlaut umboð til að hefja formlegar viðræður. Hún segir að lögð verði áhersla á stóru málin og nefndi þar heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál meðal annars. „Aukinheldur legg ég sérstaklega áherslu á, annars vegar jafnrétti og hins vegar loftslagsmál, að þau verði í öndvegi,“ sagði Katrín við blaðamenn að loknum fundi sínum með forsetanum. Hún segist enn fremur vilja leggja áherslu á aukna samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi, í ljósi þess að fjögurra flokka stjórn myndi hafa tæpan meirihluta á þingi. „Við munum setjast yfir þetta á morgun, við munum hefja þær formlega á morgun. Við munum leggja okkur fram við að vinna hratt þannig að línur ættu að skýrast á næstu dögum.“Bjartsýnni en fyrir ári Katrín segist vera bjartsýnni á það nú heldur en fyrir ári síðan að samstaða náist um breiða stjórn. Erfitt reyndist að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar fyrir ári og reyndu nokkrir formenn að spreyta sig áður en sátt náðist um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Meðal annars voru gerðar nokkrar tilraunir til að mynda ríkisstjórn fimm flokka en það gekk þó ekki upp á endanum. „Ég bý að reynslunni og við mörg hver búum að reynslunni frá því fyrir ári og ég vil segja að öll þau samtöl sem ég hef átt núna hafa mér þótt vera uppbyggilegri en fyrir ári.“ Hún segi að skuldbinding liggi fyrir af hálfu allra flokkanna fjögurra til að reyna eftir bestu getu að sammælast um stjórnarsáttmála. Þá hafa flokkarnir um skiptingu ráðuneyta en að engin niðurstaða sé komin í það mál. „Það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið,“ segir Katrín.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16