Úrslitafundur leiðtoga gömlu stjórnarandstöðunnar í hádeginu Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2017 11:59 Formenn Framsóknar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sitja nú á fundi ásamt fulltrúa Pírata. Myndin er tekin síðastliðinn sunnudag við höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð. Vísir/Anton Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata koma saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ef slitnar upp úr viðræðunum gæti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekið upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun stjórnar en líklegt er að forseti Íslands komi í millitíðinni að málum. Þingflokkar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata funduðu í gærkvöldi um mögulegar formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka. En leiðtogar þessara flokkanna hafa rætt þennan möguleika allt frá því á sunnudag. Katrín sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að niðurstaða í þessum efnum ætti að liggja fyrir í dag. Fundur leiðtoganna hefst klukkan 12 og eftir hann ætti niðurstaðan að liggja fyrir, eða í síðasta lagi seinnipartinn í dag. Hvort þetta tekst veltur auðvitað á því hvort þessir fjórir flokkar nái saman um helstu úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar og ekki hvað síst á Framsóknarflokknum þar sem einnig er áhugi á að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir viðræður flokksleiðtogana hafa gengið vel hingað til.Heldur þú að samstaða geti tekist um helstu verkefni næstu ríkisstjórnar? „Já ég held að það sé ekkert stórkostlegt vandamál að ná samstöðu um þessi stóru uppbyggingarmál ef slík ríkisstjórn yrði að veruleika. Þá yrði þetta ríkisstjórn uppbyggingar grunnþjónustunnar hringinn í kring um landið,“ sagði Sigurður Ingi rétt fyrir hádegi.Ertu með efasemdir um þingstyrk þessarar stjórnar? „Það hefur auðvitað ekkert breyst að 32 eru 32. En það er þá bara áskorun um að menn standi þéttar og betur saman ef að þessu verður. En það kemur í ljós síðar í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það kallaði mjög líklega jafnframt á að Framsóknarflokkurinn færi í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.Ef þetta rætist ekki í dag getur þú rætt stjórnarsamstarf við Sigmund Davíð eins og hvern annan? „Eins og ég segi; það er verkefni okkar stjórnmálamanna að finna leiðir til að mynda starfhæfa ríkisstjórn í þessu landi. Eitt af því er auðvitað að menn tali saman og ég treysti mér til að tala við hvern sem er. En núna erum við 100% í þessum viðræðum og það skýrist seinna í dag hvort að þeim verður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Kosningar 2017 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata koma saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ef slitnar upp úr viðræðunum gæti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekið upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun stjórnar en líklegt er að forseti Íslands komi í millitíðinni að málum. Þingflokkar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata funduðu í gærkvöldi um mögulegar formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka. En leiðtogar þessara flokkanna hafa rætt þennan möguleika allt frá því á sunnudag. Katrín sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að niðurstaða í þessum efnum ætti að liggja fyrir í dag. Fundur leiðtoganna hefst klukkan 12 og eftir hann ætti niðurstaðan að liggja fyrir, eða í síðasta lagi seinnipartinn í dag. Hvort þetta tekst veltur auðvitað á því hvort þessir fjórir flokkar nái saman um helstu úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar og ekki hvað síst á Framsóknarflokknum þar sem einnig er áhugi á að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir viðræður flokksleiðtogana hafa gengið vel hingað til.Heldur þú að samstaða geti tekist um helstu verkefni næstu ríkisstjórnar? „Já ég held að það sé ekkert stórkostlegt vandamál að ná samstöðu um þessi stóru uppbyggingarmál ef slík ríkisstjórn yrði að veruleika. Þá yrði þetta ríkisstjórn uppbyggingar grunnþjónustunnar hringinn í kring um landið,“ sagði Sigurður Ingi rétt fyrir hádegi.Ertu með efasemdir um þingstyrk þessarar stjórnar? „Það hefur auðvitað ekkert breyst að 32 eru 32. En það er þá bara áskorun um að menn standi þéttar og betur saman ef að þessu verður. En það kemur í ljós síðar í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það kallaði mjög líklega jafnframt á að Framsóknarflokkurinn færi í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.Ef þetta rætist ekki í dag getur þú rætt stjórnarsamstarf við Sigmund Davíð eins og hvern annan? „Eins og ég segi; það er verkefni okkar stjórnmálamanna að finna leiðir til að mynda starfhæfa ríkisstjórn í þessu landi. Eitt af því er auðvitað að menn tali saman og ég treysti mér til að tala við hvern sem er. En núna erum við 100% í þessum viðræðum og það skýrist seinna í dag hvort að þeim verður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira