Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2017 12:07 Samkvæmt heimildum fréttastofu kom Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins fram með þá hugmynd í gærdag að bæta Viðreisn og Flokki fólksins við og mynda þannig stjórn sex flokka sem þýddi að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn yrðu einir í stjórnarandstöðu. Þessi hugmynd mun nánast hafa verið andvana fædd þar sem undirtektir annarra við henni voru ekki góðar. Vísir/Guðmundur Snær Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili; Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Framsóknarflokkurinn hafa þrjátíu og tvo þingmenn eftir kosningarnar á laugardag sem er lágmarks meirihluti á Alþingi, rétt eins og fráfarandi ríkisstjórn hafði. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ræddi í gær við formenn hinna flokkanna um myndun ríkisstjórnar en samkvæmt heimildum fréttastofunnar telur hún ekki þörf á að fleiri flokkar kæmu að ríkisstjórn þeirra, ef flokkarnir nái saman um fá og brýn verkefni til að takast á við. Þar er helst talað um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum sem og öðrum innviðum velferðarþjónustunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins fram með þá hugmynd í gærdag að bæta Viðreisn og Flokki fólksins við og mynda þannig stjórn sex flokka sem þýddi að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn yrðu einir í stjórnarandstöðu. Þessi hugmynd mun nánast hafa verið andvana fædd þar sem undirtektir annarra við henni voru ekki góðar. Sigurður Ingi virðist hins vegar vilja leggja margt á sig til að þurfa ekki að vera í ríkisstjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. En ef Katrínu tekst ekki að skapa samstöðu um myndun stjórnar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna, aukast líkur á að reynt verði að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks og Flokks fólksins. Þá kæmi líka til greina að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, þótt ekki sé mikil spenna innan Samfylkingarinnar fyrir slíkri stjórn.Afstaða til Evrópusambandsins ekki hindrun Í fréttum okkar á Stöð 2 í gær sagði Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins, að hún teldi óráð að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarviðræður við Evrópusambandið verði teknar upp aftur. En það gæti verið krafa bæði Viðreisnar og Samfylkingar í stjórnarmyndunarviðræðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að Lilja viðri skoðanir sínar á þessu eins og aðrir setji fram sín sjónarmið. En það er ekki að heyra á honum að þetta yrði vandamál við myndun ríkisstjórnar. „Við höfum auðvitað talað um að til lengri tíma skipti þetta mál þjóðina miklu máli og ekki hvað síst stöðugur gjaldmiðill. Við erum auðvitað líka að lifa umbrotatíma og hver veit nema menn þurfi að einbeita sér að mjög brýnum sameiginlegum verkefnum innanlands. Þá getur vel verið að þetta þurfi að skoða í því ljósi,“ segir Logi. Lilja virðist einnig áhugasamari en Sigurður Ingi um samstarf við Miðflokkinn þótt hún neitaði því í kvöldfréttum okkar í gær að hún væri að reyna að sætta formenn Framsóknar og Viðreisnar. Hins vegar lýsti Sigmundur Davíð því margsinnis yfir á sunnudag að hann teldi Lilju sérstakan bandamann Miðflokksins innan Framsóknar sem telft hefði verið fram í öllum kjördæmum í kosningabaráttunni að hálfu Framsóknarflokksins. „Það er ánægjulegt að fólk vilji starfa með manni. En það er alveg ljóst að ég er varaformaður Framsóknarflokksins og ég fór í þessar kosningar sem slíkur. Og barðist eins og ljón til þess að við myndum ná þeim árangri sem við höfum náð og var auðvitað líka að fá viðurkenningu á þau störf sem ég hef unnið að. Bæði með fráfarandi (fyrrverandi) ríkisstjórn varðandi losun fjármagnshafta og almenna skuldaleiðréttingu og annað slíkt og sem utanríkisráðherra. Þannig að þetta er að sumu leyti bara kómískt,“ segir Lilja.Þannig að þú stendur föstum fótum innan Framsóknarflokksins? „Að sjálfsögðu. Annað kemur ekki til greina,“ segir varaformaðurinn. Tilraunir Katrínar til að finna samnefnara gömlu stjórnarandstöðuflokkanna heldur áfram í dag. En samkvæmt heimildum fréttastofu er forseti Íslands rólegur á meðan þessar þreifingar standa yfir og ólíklegt að hann gefi nokkrum leiðtoga stjórnarmyndunarumboð á meðan á þeim stendur. Ef þær fara hins vegar út um þufur eru töluverðar líkur á að Bjarni Benediktsson reyni að mynda ríkisstjórn og þá er stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins mjög líkleg niðurstaða. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. 1. nóvember 2017 06:00 Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili; Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Framsóknarflokkurinn hafa þrjátíu og tvo þingmenn eftir kosningarnar á laugardag sem er lágmarks meirihluti á Alþingi, rétt eins og fráfarandi ríkisstjórn hafði. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ræddi í gær við formenn hinna flokkanna um myndun ríkisstjórnar en samkvæmt heimildum fréttastofunnar telur hún ekki þörf á að fleiri flokkar kæmu að ríkisstjórn þeirra, ef flokkarnir nái saman um fá og brýn verkefni til að takast á við. Þar er helst talað um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum sem og öðrum innviðum velferðarþjónustunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins fram með þá hugmynd í gærdag að bæta Viðreisn og Flokki fólksins við og mynda þannig stjórn sex flokka sem þýddi að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn yrðu einir í stjórnarandstöðu. Þessi hugmynd mun nánast hafa verið andvana fædd þar sem undirtektir annarra við henni voru ekki góðar. Sigurður Ingi virðist hins vegar vilja leggja margt á sig til að þurfa ekki að vera í ríkisstjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. En ef Katrínu tekst ekki að skapa samstöðu um myndun stjórnar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna, aukast líkur á að reynt verði að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks og Flokks fólksins. Þá kæmi líka til greina að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, þótt ekki sé mikil spenna innan Samfylkingarinnar fyrir slíkri stjórn.Afstaða til Evrópusambandsins ekki hindrun Í fréttum okkar á Stöð 2 í gær sagði Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins, að hún teldi óráð að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarviðræður við Evrópusambandið verði teknar upp aftur. En það gæti verið krafa bæði Viðreisnar og Samfylkingar í stjórnarmyndunarviðræðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að Lilja viðri skoðanir sínar á þessu eins og aðrir setji fram sín sjónarmið. En það er ekki að heyra á honum að þetta yrði vandamál við myndun ríkisstjórnar. „Við höfum auðvitað talað um að til lengri tíma skipti þetta mál þjóðina miklu máli og ekki hvað síst stöðugur gjaldmiðill. Við erum auðvitað líka að lifa umbrotatíma og hver veit nema menn þurfi að einbeita sér að mjög brýnum sameiginlegum verkefnum innanlands. Þá getur vel verið að þetta þurfi að skoða í því ljósi,“ segir Logi. Lilja virðist einnig áhugasamari en Sigurður Ingi um samstarf við Miðflokkinn þótt hún neitaði því í kvöldfréttum okkar í gær að hún væri að reyna að sætta formenn Framsóknar og Viðreisnar. Hins vegar lýsti Sigmundur Davíð því margsinnis yfir á sunnudag að hann teldi Lilju sérstakan bandamann Miðflokksins innan Framsóknar sem telft hefði verið fram í öllum kjördæmum í kosningabaráttunni að hálfu Framsóknarflokksins. „Það er ánægjulegt að fólk vilji starfa með manni. En það er alveg ljóst að ég er varaformaður Framsóknarflokksins og ég fór í þessar kosningar sem slíkur. Og barðist eins og ljón til þess að við myndum ná þeim árangri sem við höfum náð og var auðvitað líka að fá viðurkenningu á þau störf sem ég hef unnið að. Bæði með fráfarandi (fyrrverandi) ríkisstjórn varðandi losun fjármagnshafta og almenna skuldaleiðréttingu og annað slíkt og sem utanríkisráðherra. Þannig að þetta er að sumu leyti bara kómískt,“ segir Lilja.Þannig að þú stendur föstum fótum innan Framsóknarflokksins? „Að sjálfsögðu. Annað kemur ekki til greina,“ segir varaformaðurinn. Tilraunir Katrínar til að finna samnefnara gömlu stjórnarandstöðuflokkanna heldur áfram í dag. En samkvæmt heimildum fréttastofu er forseti Íslands rólegur á meðan þessar þreifingar standa yfir og ólíklegt að hann gefi nokkrum leiðtoga stjórnarmyndunarumboð á meðan á þeim stendur. Ef þær fara hins vegar út um þufur eru töluverðar líkur á að Bjarni Benediktsson reyni að mynda ríkisstjórn og þá er stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins mjög líkleg niðurstaða.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. 1. nóvember 2017 06:00 Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. 1. nóvember 2017 06:00
Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45
„Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15