Flestir bíða eftir kalli Katrínar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, stendur í ströngu þessa dagana. Hún á næsta leik að mati flestra viðmælenda blaðsins. vísir/ernir Vonir um breiða stjórn frá vinstri til miðju hafa glæðst á ný, þó eingöngu með styrkingu eins eða tveggja flokka til viðbótar við stjórnarandstöðuflokkana fjóra. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur Samfylkingin lýst sérstökum áhuga á að fá Viðreisn að borðinu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki útilokað þátttöku í stjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggur Framsóknarflokkurinn hins vegar áherslu á að fá Flokk fólksins einnig að borðinu. Inga Sæland er reiðubúin til þátttöku, en Samfylking er sögð hikandi gagnvart Flokki fólksins. Hinn kostur Katrínar er myndun ríkisstjórnar frá vinstri til hægri. Katrín hefur þegar kannað áhuga Samfylkingarinnar á samstarfi í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór hún bónleið til þeirrar búðar og þykja Sjálfstæðismenn heldur ekki spenntir fyrir stjórn með Samfylkingunni. Eftir stendur þá möguleiki Katrínar á stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Áhrifamenn í VG telja þó ekki miklar líkur á slíkri stjórn, enda sé grasrótin í flokknum ekki hrifin af henni.Sjá einnig: Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Flokkarnir leggja ýmislegt á sig til að mynda megi ríkisstjórn. Meðal fyrirvara sem settir hafa verið um stjórnarsamstarf með Pírötum er rafrænt kosningakerfi flokksins, ekki síst með tilliti til þess að fráfarandi ríkisstjórn var slitið í kjölfar rafrænnar kosningar um stjórnarslit í Bjartri framtíð. Til að bregðast við áhyggjum mögulegra samstarfsflokka í ríkisstjórn vinnur þingflokkur Pírata nú að reglum um þátttöku og slit ríkisstjórnarsamstarfs en slíkar reglur hafa ekki verið til hjá flokkum. Reglurnar verða kynntar á fundi með grasrót flokksins í kvöld. Frá miðju til hægri eru líka óformlegar þreifingar í gangi og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru sagðir í ágætu talsambandi þessa dagana. Til að þar geti eitthvað orðið þarf að bera klæði á vopnin milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar er Lilja Alfreðsdóttir í aðalhlutverki og hefur hún verið nefnd sem forsætisráðherraefni þeirrar stjórnar. Flokkur fólksins yrði þá þátttakandi í þeirri ríkisstjórn. Mesta pressan á myndun ríkisstjórnar virðist á herðum Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Viðmælendur blaðsins eru sammála um að staða Katrínar Jakobsdóttur muni veikjast takist henni ekki að mynda stjórn og það sama má segja um Bjarna Benediktsson. Samfylkingin og Viðreisn eru hins vegar sögð sátt við að setjast í stjórnarandstöðu og styrkja þar stöðu sína fyrir næsta stríð. Þá herma heimildir blaðsins að Sigmundur Davíð hafi verið hvattur af stuðningsmönnum sínum til að vera í stjórnarandstöðu og halda þar örmunum opnum fyrir þeim Framsóknarmönnum sem gætu hlaupist undan ábyrgð í óvinsælli ríkisstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Vonir um breiða stjórn frá vinstri til miðju hafa glæðst á ný, þó eingöngu með styrkingu eins eða tveggja flokka til viðbótar við stjórnarandstöðuflokkana fjóra. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur Samfylkingin lýst sérstökum áhuga á að fá Viðreisn að borðinu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki útilokað þátttöku í stjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggur Framsóknarflokkurinn hins vegar áherslu á að fá Flokk fólksins einnig að borðinu. Inga Sæland er reiðubúin til þátttöku, en Samfylking er sögð hikandi gagnvart Flokki fólksins. Hinn kostur Katrínar er myndun ríkisstjórnar frá vinstri til hægri. Katrín hefur þegar kannað áhuga Samfylkingarinnar á samstarfi í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór hún bónleið til þeirrar búðar og þykja Sjálfstæðismenn heldur ekki spenntir fyrir stjórn með Samfylkingunni. Eftir stendur þá möguleiki Katrínar á stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Áhrifamenn í VG telja þó ekki miklar líkur á slíkri stjórn, enda sé grasrótin í flokknum ekki hrifin af henni.Sjá einnig: Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Flokkarnir leggja ýmislegt á sig til að mynda megi ríkisstjórn. Meðal fyrirvara sem settir hafa verið um stjórnarsamstarf með Pírötum er rafrænt kosningakerfi flokksins, ekki síst með tilliti til þess að fráfarandi ríkisstjórn var slitið í kjölfar rafrænnar kosningar um stjórnarslit í Bjartri framtíð. Til að bregðast við áhyggjum mögulegra samstarfsflokka í ríkisstjórn vinnur þingflokkur Pírata nú að reglum um þátttöku og slit ríkisstjórnarsamstarfs en slíkar reglur hafa ekki verið til hjá flokkum. Reglurnar verða kynntar á fundi með grasrót flokksins í kvöld. Frá miðju til hægri eru líka óformlegar þreifingar í gangi og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru sagðir í ágætu talsambandi þessa dagana. Til að þar geti eitthvað orðið þarf að bera klæði á vopnin milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar er Lilja Alfreðsdóttir í aðalhlutverki og hefur hún verið nefnd sem forsætisráðherraefni þeirrar stjórnar. Flokkur fólksins yrði þá þátttakandi í þeirri ríkisstjórn. Mesta pressan á myndun ríkisstjórnar virðist á herðum Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Viðmælendur blaðsins eru sammála um að staða Katrínar Jakobsdóttur muni veikjast takist henni ekki að mynda stjórn og það sama má segja um Bjarna Benediktsson. Samfylkingin og Viðreisn eru hins vegar sögð sátt við að setjast í stjórnarandstöðu og styrkja þar stöðu sína fyrir næsta stríð. Þá herma heimildir blaðsins að Sigmundur Davíð hafi verið hvattur af stuðningsmönnum sínum til að vera í stjórnarandstöðu og halda þar örmunum opnum fyrir þeim Framsóknarmönnum sem gætu hlaupist undan ábyrgð í óvinsælli ríkisstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45