Icelandair átti kjötið og fer fram á skaðabætur Haraldur Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir að fyrirtækið muni fara fram á skaðabætur. Lögreglurannsókn er á lokastigi. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair átti kjötið sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa stolið úr frystiklefum á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið ætlar að fara fram á skaðabætur en tveir mannanna voru starfsmenn flugþjónustufyrirtækisins IGS, dótturfélags Icelandair Group. Kjötið var flutt hingað til lands og átti að matreiða það í flugeldhúsi Icelandair á Keflavíkurflugvelli fyrir veitingaþjónustu í Leifsstöð og sölu í flugvélum. Líkt og komið hefur fram voru mennirnir þrír handteknir um miðjan október grunaðir um að hafa stolið kjöti í að minnsta kosti hundraða kílóa vís. Við húsleit hjá þriðja manninum fundust 168 kíló af nautalundum en þeir eru einnig grunaðir um að hafa stolið lambakjöti. Telur lögreglan að brot annars mannsins sem vann hjá IGS hafi staðið yfir í fjögur til fimm ár. „Rannsóknin er á lokastigi en ég get ekki tjáð mig um það með nákvæmum hætti hversu mikið magn þetta var því fyrirtækið á enn eftir að koma þeim gögnum til okkar. Það sem gerist í svona dómsmáli, verði þeir fundnir sekir, er að þeim verður birt krafa frá fyrirtækinu um skaðabætur og það hefur lýst því yfir,“ segir Jón Halldór Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mennirnir eru einnig grunaðir um að hafa stolið öðrum tollfrjálsum varningi eða tóbaki og áfengi frá Frívöruversluninni Saxa ehf. Fyrirtækið selur til flugfélaga á Keflavíkurflugvelli og komst meint athæfi upp við rýrnunareftirlit í lok sumars. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er um umtalsvert minna magn að ræða í tilfelli Saxa. „Tveir mannanna hafa verið samstarfsfúsir en sá þriðji ekki viðurkennt aðild sína að málinu. Hann var samstarfsfús að því leyti að hann framvísaði þeim varningi sem var heima hjá honum,“ segir Jón Halldór og vísar í kílóin 168. „Við rannsókn málsins er ljóst að þetta hefur staðið yfir í langan tíma en magnið, sem stolið var, var farið að aukast í byrjun síðasta sumars. Smávægileg gripdeild árin þar á undan en síðan fóru fyrirtækin að taka eftir þessu. Það eru engar upplýsingar um að áfengi og sígarettum hafi verið stolið í einhverju magni fyrr en núna á vormánuðum. Þetta snýst um að það byrjar þarna starfsmaður fyrir um ári sem kortleggur þetta og ræðst svo á þetta,“ segir Jón Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Flugfélagið Icelandair átti kjötið sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa stolið úr frystiklefum á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið ætlar að fara fram á skaðabætur en tveir mannanna voru starfsmenn flugþjónustufyrirtækisins IGS, dótturfélags Icelandair Group. Kjötið var flutt hingað til lands og átti að matreiða það í flugeldhúsi Icelandair á Keflavíkurflugvelli fyrir veitingaþjónustu í Leifsstöð og sölu í flugvélum. Líkt og komið hefur fram voru mennirnir þrír handteknir um miðjan október grunaðir um að hafa stolið kjöti í að minnsta kosti hundraða kílóa vís. Við húsleit hjá þriðja manninum fundust 168 kíló af nautalundum en þeir eru einnig grunaðir um að hafa stolið lambakjöti. Telur lögreglan að brot annars mannsins sem vann hjá IGS hafi staðið yfir í fjögur til fimm ár. „Rannsóknin er á lokastigi en ég get ekki tjáð mig um það með nákvæmum hætti hversu mikið magn þetta var því fyrirtækið á enn eftir að koma þeim gögnum til okkar. Það sem gerist í svona dómsmáli, verði þeir fundnir sekir, er að þeim verður birt krafa frá fyrirtækinu um skaðabætur og það hefur lýst því yfir,“ segir Jón Halldór Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mennirnir eru einnig grunaðir um að hafa stolið öðrum tollfrjálsum varningi eða tóbaki og áfengi frá Frívöruversluninni Saxa ehf. Fyrirtækið selur til flugfélaga á Keflavíkurflugvelli og komst meint athæfi upp við rýrnunareftirlit í lok sumars. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er um umtalsvert minna magn að ræða í tilfelli Saxa. „Tveir mannanna hafa verið samstarfsfúsir en sá þriðji ekki viðurkennt aðild sína að málinu. Hann var samstarfsfús að því leyti að hann framvísaði þeim varningi sem var heima hjá honum,“ segir Jón Halldór og vísar í kílóin 168. „Við rannsókn málsins er ljóst að þetta hefur staðið yfir í langan tíma en magnið, sem stolið var, var farið að aukast í byrjun síðasta sumars. Smávægileg gripdeild árin þar á undan en síðan fóru fyrirtækin að taka eftir þessu. Það eru engar upplýsingar um að áfengi og sígarettum hafi verið stolið í einhverju magni fyrr en núna á vormánuðum. Þetta snýst um að það byrjar þarna starfsmaður fyrir um ári sem kortleggur þetta og ræðst svo á þetta,“ segir Jón Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira