Hlé hefur verið gert á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vegna fundar miðstjórnar Framsóknarflokksins sem fer fram í dag og á morgun.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, segir í samtali við Vísi að þó að þetta hlé komi í viðræðurnar þá sé reiknað með að halda áfram á sunnudaginn og mögulega á morgun.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á mánudag að það ætti að liggja fyrir í vikulok hvort að flokkarnir nái saman.
Samkvæmt heimildum Vísis hefur enginn formannanna þriggja rætt við forsetann um hvort flokkarnir nái saman eða ekki en miðað er við að það eigi að liggja fyrir um helgina hvort að mynduð verði ríkisstjórn. Sú tímasetning getur þó breyst.
Sigurður Ingi segir að góður gangur sé í viðræðunum.
„Við erum á góðu róli og sjáum fyrir okkur hvernig hægt sé að ljúka þessu. Ég hef verið bjartsýnn á það og er það áfram,“ segir Sigurður Ingi.
Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum á meðan miðstjórn Framsóknar fundar

Tengdar fréttir

Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir
Komandi kjaraviðræður eru stór þáttur í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla lögð á tekjulægstu hópana.

Stjórnarsáttmálinn ekki tilbúinn fyrr en eftir helgi
Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun.