Litlir límmiðar á lárperum Sif Sigmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Ég tel mig vera umhverfisverndarsinna. Oft er það þó meira í orði en á borði. Litla kjörbúðin í götunni minni þar sem ég bý í London hugðist nýverið minnka plastnotkun. Var tekið að rukka fimm pens fyrir plastpoka við kassann. Mér fannst þetta frábært framtak. Ég keypti mér skvísulegan taupoka skreyttan glimmeri til að taka með mér út í búð. Niðurstaðan varð hins vegar sú að ég gleymdi alltaf taupokanum heima og borgaði einfaldlega fyrir plastið. Nokkru síðar gekk verslunin lengra í baráttunni gegn plastinu. Hætt var að selja lufsulegu fimm pensa pokana en í staðinn gátu viðskiptavinir keypt veglega margnota plastpoka fyrir tuttugu pens. Það fór ekki betur en svo að eldhússkápurinn hjá mér fylltist af plastpokum sem voru of fínir til að nota sem ruslapoka. Það var ekki fyrr en verslunin hætti alveg að selja plastpoka og ég þurfti að rogast heim með vörurnar í fanginu og elta epli sem ég missti og rúllaði niður götuna ofan í ræsi sem mér tókst að muna eftir að taka með mér poka út í búð. Við getum öll lagt okkar af mörkum og minnkað notkun á plasti, t.d. með því að fara með taupoka út í búð. Því það munar um minna. Bókstaflega.Tíu tonn af pappír Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Fátt sannar spakmælin betur en nýjasta útspil bresku verslunarkeðjunnar Marks & Spencer. Flestir kannast við litlu límmiðana sem finna má á grænmeti og ávöxtum í verslunum. Síðastliðið sumar tók M&S að prófa nýja leysitækni sem ristir strikamerki og upplýsingar um síðasta söludag á hýði ávaxta og grænmetis. Tækninni er ætlað að leysa af hólmi límmiðana. M&S prófaði nýju græjuna á lárperum. Einhverjum kann að þykja framtakið ómarkvert. Hvaða máli skipta nokkrir límmiðar til eða frá? En ef M&S – ein verslunarkeðja – sleppir því að setja límmiða á eina vörutegund – avókadó – sparast tíu tonn af pappír á ári og fimm tonn af lími. Ekki er ný tækni þó alltaf jafn árangursrík.Til hvers? Litlu mátti muna að íslenska jólabókaflóðið yrði að lítilli sprænu þetta árið. Í síðustu viku bárust fréttir af því að nýr tæknibúnaður í prentsmiðju í Finnlandi hefði ekki virkað sem skyldi. Meira en hundrað þúsund eintök íslenskra bóka voru prentuð í Finnlandi. Tafir og mistök í prentuninni ollu því hins vegar að bækurnar skiluðu sér seint til landsins og þegar þær skiluðu sér loks var frágangi ábótavant. Endurprenta þurfti stóran hluta upplagsins. Kom auk þess fram í fréttum að plastpökkunin uppfyllti ekki gæðakröfur og þurfti að endurplasta þrjátíu þúsund bækur. Fyrir langalöngu rak ég bókaútgáfu. Ég keypti þýðingarrétt að erlendum skáldsögum, fékk þýðendur til að snara þeim yfir á íslensku, lét setja þær upp, hanna kápu, prenta þær og plasta. Það var ekki fyrr en nú, mörgum árum síðar, þegar ég las um ófarir jólabókaútgáfunnar í ár að það runnu á mig tvær grímur. Plasta? Til hvers var ég að láta plasta bækurnar? Hér í London eru bækur aldrei í plasti í bókabúðum.Á sjálfstýringu Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru. Oft er það aðeins vegna þess að við erum á sjálfstýringu. Þegar ég rak bókaútgáfu lét ég plasta bækurnar vegna þess að þannig voru hlutirnir einfaldlega gerðir. Ég hugsaði ekki út í það – ekki frekar en ég hugsaði út í það þegar ég burstaði í mér tennurnar á morgnana. Þetta var ómeðvitaður gjörningur. Ef það munar um að losna við litlu límmiðana á lárperunum úr öskuhaugum veraldarinnar hlýtur að muna um plastið utan af íslensku jólabókunum. Íslenskir bókaútgefendur vinna þrekvirki er þeir halda úti blómlegum bókamarkaði á eyju þar sem aðeins búa tæplega þrjú hundruð og fimmtíu þúsund manns. Ég trúi því ekki öðru en að það útsjónarsama fólk sem starfar við bókaútgáfu eigi glúrið svar við eftirfarandi spurningu: Þurfa jólabækurnar okkar endilega að vera í plasti? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Ég tel mig vera umhverfisverndarsinna. Oft er það þó meira í orði en á borði. Litla kjörbúðin í götunni minni þar sem ég bý í London hugðist nýverið minnka plastnotkun. Var tekið að rukka fimm pens fyrir plastpoka við kassann. Mér fannst þetta frábært framtak. Ég keypti mér skvísulegan taupoka skreyttan glimmeri til að taka með mér út í búð. Niðurstaðan varð hins vegar sú að ég gleymdi alltaf taupokanum heima og borgaði einfaldlega fyrir plastið. Nokkru síðar gekk verslunin lengra í baráttunni gegn plastinu. Hætt var að selja lufsulegu fimm pensa pokana en í staðinn gátu viðskiptavinir keypt veglega margnota plastpoka fyrir tuttugu pens. Það fór ekki betur en svo að eldhússkápurinn hjá mér fylltist af plastpokum sem voru of fínir til að nota sem ruslapoka. Það var ekki fyrr en verslunin hætti alveg að selja plastpoka og ég þurfti að rogast heim með vörurnar í fanginu og elta epli sem ég missti og rúllaði niður götuna ofan í ræsi sem mér tókst að muna eftir að taka með mér poka út í búð. Við getum öll lagt okkar af mörkum og minnkað notkun á plasti, t.d. með því að fara með taupoka út í búð. Því það munar um minna. Bókstaflega.Tíu tonn af pappír Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Fátt sannar spakmælin betur en nýjasta útspil bresku verslunarkeðjunnar Marks & Spencer. Flestir kannast við litlu límmiðana sem finna má á grænmeti og ávöxtum í verslunum. Síðastliðið sumar tók M&S að prófa nýja leysitækni sem ristir strikamerki og upplýsingar um síðasta söludag á hýði ávaxta og grænmetis. Tækninni er ætlað að leysa af hólmi límmiðana. M&S prófaði nýju græjuna á lárperum. Einhverjum kann að þykja framtakið ómarkvert. Hvaða máli skipta nokkrir límmiðar til eða frá? En ef M&S – ein verslunarkeðja – sleppir því að setja límmiða á eina vörutegund – avókadó – sparast tíu tonn af pappír á ári og fimm tonn af lími. Ekki er ný tækni þó alltaf jafn árangursrík.Til hvers? Litlu mátti muna að íslenska jólabókaflóðið yrði að lítilli sprænu þetta árið. Í síðustu viku bárust fréttir af því að nýr tæknibúnaður í prentsmiðju í Finnlandi hefði ekki virkað sem skyldi. Meira en hundrað þúsund eintök íslenskra bóka voru prentuð í Finnlandi. Tafir og mistök í prentuninni ollu því hins vegar að bækurnar skiluðu sér seint til landsins og þegar þær skiluðu sér loks var frágangi ábótavant. Endurprenta þurfti stóran hluta upplagsins. Kom auk þess fram í fréttum að plastpökkunin uppfyllti ekki gæðakröfur og þurfti að endurplasta þrjátíu þúsund bækur. Fyrir langalöngu rak ég bókaútgáfu. Ég keypti þýðingarrétt að erlendum skáldsögum, fékk þýðendur til að snara þeim yfir á íslensku, lét setja þær upp, hanna kápu, prenta þær og plasta. Það var ekki fyrr en nú, mörgum árum síðar, þegar ég las um ófarir jólabókaútgáfunnar í ár að það runnu á mig tvær grímur. Plasta? Til hvers var ég að láta plasta bækurnar? Hér í London eru bækur aldrei í plasti í bókabúðum.Á sjálfstýringu Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru. Oft er það aðeins vegna þess að við erum á sjálfstýringu. Þegar ég rak bókaútgáfu lét ég plasta bækurnar vegna þess að þannig voru hlutirnir einfaldlega gerðir. Ég hugsaði ekki út í það – ekki frekar en ég hugsaði út í það þegar ég burstaði í mér tennurnar á morgnana. Þetta var ómeðvitaður gjörningur. Ef það munar um að losna við litlu límmiðana á lárperunum úr öskuhaugum veraldarinnar hlýtur að muna um plastið utan af íslensku jólabókunum. Íslenskir bókaútgefendur vinna þrekvirki er þeir halda úti blómlegum bókamarkaði á eyju þar sem aðeins búa tæplega þrjú hundruð og fimmtíu þúsund manns. Ég trúi því ekki öðru en að það útsjónarsama fólk sem starfar við bókaútgáfu eigi glúrið svar við eftirfarandi spurningu: Þurfa jólabækurnar okkar endilega að vera í plasti? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun