Sigmundur Davíð segir VG veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2017 10:45 Formaður Miðflokksins segir mögulega ríkisstjórn VG, D og B vera viðbrögð við tapi flokkanna þriggja í kosningum. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sé síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Hann segir hegðun Sjálfstæðisflokksins í viðræðunum óvenjulegaÞetta skrifar Sigmundur Davíð í pistli á vefsíðu Miðflokksins. Þar segir hann að honum finnist margt sérkennilegt við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður sem staðið hafa yfir þessa vikuna. Segir hann að sumir flokksmenn flokkanna þriggja hafi róið að því öllum árum að koma á sambærilegri stjórn í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir ári síðan, án árangurs. Þá blasi það við að „starfandi formenn flokkanna þriggja þurfa allir á því að halda að komast í ríkisstjórn til að halda velli, þ.e. komast hjá því að verða settir af eða deyja (pólitískt) úr leiðindum.“ Þá þykir honum undarlegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé svo áhugasamur um að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum. „Formaður flokksins þráir nú að komast í ríkisstjórn með fólki sem hefur um langt skeið kallað hann glæpamann og öðrum verri nöfnum. Hann leitast við að koma til valda fólki sem gekk hart fram við að reyna að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fangelsi, ásamt fjármálaráðherra flokksins,“ skrifar Sigmundur Davíð og vitnar þar til Landsdómsmálsins. Þá segir Sigmundur Davíð að full ástæða sé til þess að óska Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, til hamingju takist henni að mynda slíka ríkisstjórn, enda hafi hún þá beygt grasrót eigin flokks sem og Sjálfstæðisflokkinn á sama tíma. „Eftir allar hástemmdu yfirlýsingarnar um hið óstjórntæka íhald hefur Vg nú ákveðið að veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru. Af fréttum að dæma virðist Vg auk þess ætla að leyfa formanni Sjálfstæðisflokksins að verða ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir fyrri efasemdir þar um,“ skrifar Sigmundur Davíð og bætir við að raunar virðist Bjarni vera farþegi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Telur Sigmundur að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja séu afleiðing „grundvallarbreytinga í stjórnmálum hér á landi og víðar“. „Ríkisstjórn mynduð á grundvelli ímyndarstjórnmála verður alltaf ríkisstjórn byggð á hégóma frekar en stefnu, ríkisstjórn um stólana sem menn sitja í en ekki verkefnin sem þeir ætla að vinna að. Slík stjórn er byggð á nálægð við völd en ekki málefnum, hvort sem menn reyna að skýra það með frösum á borð við „breiða skírskotun” eða hreinskilni Bjarna Benediktssonar um „sterka stjórn óháða einstaka málefnum flokkanna“,“ skrifar Sigmundur Davíð sem telur þó líklegt að flokkarnir nái saman og muni mynda ríkisstjórn. Kosningar 2017 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sé síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Hann segir hegðun Sjálfstæðisflokksins í viðræðunum óvenjulegaÞetta skrifar Sigmundur Davíð í pistli á vefsíðu Miðflokksins. Þar segir hann að honum finnist margt sérkennilegt við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður sem staðið hafa yfir þessa vikuna. Segir hann að sumir flokksmenn flokkanna þriggja hafi róið að því öllum árum að koma á sambærilegri stjórn í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir ári síðan, án árangurs. Þá blasi það við að „starfandi formenn flokkanna þriggja þurfa allir á því að halda að komast í ríkisstjórn til að halda velli, þ.e. komast hjá því að verða settir af eða deyja (pólitískt) úr leiðindum.“ Þá þykir honum undarlegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé svo áhugasamur um að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum. „Formaður flokksins þráir nú að komast í ríkisstjórn með fólki sem hefur um langt skeið kallað hann glæpamann og öðrum verri nöfnum. Hann leitast við að koma til valda fólki sem gekk hart fram við að reyna að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fangelsi, ásamt fjármálaráðherra flokksins,“ skrifar Sigmundur Davíð og vitnar þar til Landsdómsmálsins. Þá segir Sigmundur Davíð að full ástæða sé til þess að óska Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, til hamingju takist henni að mynda slíka ríkisstjórn, enda hafi hún þá beygt grasrót eigin flokks sem og Sjálfstæðisflokkinn á sama tíma. „Eftir allar hástemmdu yfirlýsingarnar um hið óstjórntæka íhald hefur Vg nú ákveðið að veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru. Af fréttum að dæma virðist Vg auk þess ætla að leyfa formanni Sjálfstæðisflokksins að verða ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir fyrri efasemdir þar um,“ skrifar Sigmundur Davíð og bætir við að raunar virðist Bjarni vera farþegi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Telur Sigmundur að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja séu afleiðing „grundvallarbreytinga í stjórnmálum hér á landi og víðar“. „Ríkisstjórn mynduð á grundvelli ímyndarstjórnmála verður alltaf ríkisstjórn byggð á hégóma frekar en stefnu, ríkisstjórn um stólana sem menn sitja í en ekki verkefnin sem þeir ætla að vinna að. Slík stjórn er byggð á nálægð við völd en ekki málefnum, hvort sem menn reyna að skýra það með frösum á borð við „breiða skírskotun” eða hreinskilni Bjarna Benediktssonar um „sterka stjórn óháða einstaka málefnum flokkanna“,“ skrifar Sigmundur Davíð sem telur þó líklegt að flokkarnir nái saman og muni mynda ríkisstjórn.
Kosningar 2017 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira