Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 18:41 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Lögmaður kvennanna segir málið í eðlilegum farveg innan úrskurðarnefndar kirkjunnar enda hafi konurnar ekki viljað fara með málið til lögreglu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grafavogskirkju, tvisvar verið sendur í leyfi á þessu ári vegna ásakana um kynferðislega áreitni, og er hann enn í leyfi. Lögmaður Ólafs sendi bréf til biskups fyrir helgi þar sem hann gagnrýnir þessa ákvörðun harðlega enda sé hún tekin á þeim forsendum að meint brot prestsins séu til rannsóknar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Ef sannanlega væri um refsiverða háttsemi að ræða, ætti lögregla að rannsaka málið. Einnig hafi ákvörðunin verið tekin án þess að skoða málið eða ræða við skjólstæðing hans, dómur hafi verið kveðinn án tilefnis. Í kjölfar þessarar gagnrýni sendi lögmaður fimm kvenna sem hafa kært Ólaf bréf til biskups. Þar eru konurnar nafngreindar en þær hafa allar unnið fyrir þjóðkirkjuna og ein af þeim í Grensáskirkjusókn. Í bréfinu kemur fram að brot sr. Ólafs gegn þeim hafi farið fram þegar þær voru við störf sín í kirkjuhúsum eða í tengslum við kirkjulega þjónustu og það hafi reynst þeim afar sársaukafullt.Menn séu að tjá skoðun sína Biskup Íslands byggði ákvörðun sína á starfsreglum kirkjuþings um presta nr. 1110/2011. Þar segir: Nú koma fram ásakanir á hendur presti um refsiverða háttsemi og skal honum þá veitt launað leyfi á meðan á rannsókn stendur. Biskup getur áskilið í slíkum tilvikum að prestur veiti ekki tiltekna prestsþjónustu á meðan. Í tilviki sóknarprestsins í Grensáskirkju hafi verið komnar fram ásakanir um háttsemi sem kynni að vera refsiverð. Væri því bæði rétt og skylt að beita framangreindu ákvæði. Þrátt fyrir ofangreinda skyldu til að veita leyfi hafi verið leitað eftir samþykki sóknarprestsins um þetta og hafi hann ekki sett sig upp á móti því. „Ég mat það að það væri betra fyrir alla aðila, meintan geranda, þolanda, starfsfólk í kirkjunni, fjölskyldu og vini, að senda hann í leyfi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Og þú stendur við þá ákvörðun? „Já, ég er sannfærð um að það var rétt ákvörðun.“ Þessa dagana stendur kirkjuþing yfir þar sem þetta mál hefur meðal annars borið á góma, einnig hefur nokkur hiti verið í kringum ráðningu dómkirkjuprests og ný þjóðkirkjulög sem Agnes tilkynnti að hún styðji ekki. „Menn eru bara að lýsa skoðun sinni og það eru allir frjálsir að hafa sína skoðun og orða hana upphátt," svarar Agnes þegar hún er spurð um gagnrýni sem hún hefur fengið á sig vegna þessara mála.Telur þú að þú hafir enn fullt traust meðal presta? „Staðan er bara svona, og sérstaklega á þingum að þá segja menn sínar skoðanir og takast á um málin en svo er fundin niðurstaða,“ segir Agnes. Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Lögmaður kvennanna segir málið í eðlilegum farveg innan úrskurðarnefndar kirkjunnar enda hafi konurnar ekki viljað fara með málið til lögreglu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grafavogskirkju, tvisvar verið sendur í leyfi á þessu ári vegna ásakana um kynferðislega áreitni, og er hann enn í leyfi. Lögmaður Ólafs sendi bréf til biskups fyrir helgi þar sem hann gagnrýnir þessa ákvörðun harðlega enda sé hún tekin á þeim forsendum að meint brot prestsins séu til rannsóknar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Ef sannanlega væri um refsiverða háttsemi að ræða, ætti lögregla að rannsaka málið. Einnig hafi ákvörðunin verið tekin án þess að skoða málið eða ræða við skjólstæðing hans, dómur hafi verið kveðinn án tilefnis. Í kjölfar þessarar gagnrýni sendi lögmaður fimm kvenna sem hafa kært Ólaf bréf til biskups. Þar eru konurnar nafngreindar en þær hafa allar unnið fyrir þjóðkirkjuna og ein af þeim í Grensáskirkjusókn. Í bréfinu kemur fram að brot sr. Ólafs gegn þeim hafi farið fram þegar þær voru við störf sín í kirkjuhúsum eða í tengslum við kirkjulega þjónustu og það hafi reynst þeim afar sársaukafullt.Menn séu að tjá skoðun sína Biskup Íslands byggði ákvörðun sína á starfsreglum kirkjuþings um presta nr. 1110/2011. Þar segir: Nú koma fram ásakanir á hendur presti um refsiverða háttsemi og skal honum þá veitt launað leyfi á meðan á rannsókn stendur. Biskup getur áskilið í slíkum tilvikum að prestur veiti ekki tiltekna prestsþjónustu á meðan. Í tilviki sóknarprestsins í Grensáskirkju hafi verið komnar fram ásakanir um háttsemi sem kynni að vera refsiverð. Væri því bæði rétt og skylt að beita framangreindu ákvæði. Þrátt fyrir ofangreinda skyldu til að veita leyfi hafi verið leitað eftir samþykki sóknarprestsins um þetta og hafi hann ekki sett sig upp á móti því. „Ég mat það að það væri betra fyrir alla aðila, meintan geranda, þolanda, starfsfólk í kirkjunni, fjölskyldu og vini, að senda hann í leyfi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Og þú stendur við þá ákvörðun? „Já, ég er sannfærð um að það var rétt ákvörðun.“ Þessa dagana stendur kirkjuþing yfir þar sem þetta mál hefur meðal annars borið á góma, einnig hefur nokkur hiti verið í kringum ráðningu dómkirkjuprests og ný þjóðkirkjulög sem Agnes tilkynnti að hún styðji ekki. „Menn eru bara að lýsa skoðun sinni og það eru allir frjálsir að hafa sína skoðun og orða hana upphátt," svarar Agnes þegar hún er spurð um gagnrýni sem hún hefur fengið á sig vegna þessara mála.Telur þú að þú hafir enn fullt traust meðal presta? „Staðan er bara svona, og sérstaklega á þingum að þá segja menn sínar skoðanir og takast á um málin en svo er fundin niðurstaða,“ segir Agnes.
Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56
Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00
Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32