Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 13:15 Formennirnir þrír við upphaf fyrsta fundar formlegra viðræðna í morgun. vísir/vilhelm Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. Það kæmi honum þægilega á óvart ef að samstarf þeirra í ríkisstjórn með Framsóknarflokki myndi ganga snurðulaust fyrir sig en formenn flokkanna eiga nú í formlegum viðræðum um myndun stjórnar. Það hafi hins vegar verið myndaðar ríkisstjórnir sem voru svipað eðlis, það er Nýsköpunarstjórn Ólafs Thors þar sem Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu ríkisstjórn, og svo ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen þar sem hluti Sjálfstæðisflokksins myndaði stjórn með Alþýðubandalagi og Framsóknarflokknum. „Svipað hefur gerst en þetta er ekki algengt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Lagt er upp með það í stjórnarmyndunarviðræðunum að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, leiði ríkisstjórnina og verði forsætisráðherra.Gunnar Thoroddsen og kona hans, Vala Ásgeirsdóttir, stóðu ekki upp til að hylla Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi árið 1981. Árið 1980 hafði Gunnar myndað ríkisstjórn með hluta Sjálfstæðisflokksins, Framsókn og Alþýðubandabandalagi en Geir var þá formaður flokksins og Gunnar varaformaður. Miklar deilur voru á landsfundinum 1981.vísir/gvaMerkilegt hvað þetta gerist hratt Það yrði þá í fyrsta sinn sem formaður flokksins sem er lengst til vinstri á stjórnmálaásnum leiði ríkisstjórn en Alþýðubandalagið, forveri Vinstri grænna, var aldrei í forsæti í ríkisstjórn á meðan það var og hét. Þá fékk formaður þess flokks stjórnarmyndunarumboð aðeins einu sinni. „Auðvitað var hann yfirleitt ekki í þeirri stöðu að leiða stjórn, hann var bara ekki það stór, svo yfirleitt voru þetta alltaf Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddu ríkisstjórnirnar því þetta voru stærstu flokkarnir,“ segir Guðmundur. Aðspurður hversu mikil tíðindi það yrðu í sögulegu samhengi ef VG og Sjálfstæðisflokkur færu saman í kosningar segir hann: „Þetta eru auðvitað tíðindi því það var ekki lagt upp með þetta fyrir kosningarnar og þetta kemur auðvitað dálítið þvert á það sem Vinstri græn hafa sagt fram að þessu. Mér finnst það líka merkilegt hvað þetta gerist í raun og veru hratt. Þegar maður var að spá í þetta fyrirfram þá fannst mér þetta frekar ólíkleg niðurstaða því það er auðvitað óvenjulegt að flokkarnir lengst til vinstri og lengst til hægri væru saman í stjórn.“Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar við Bessastaði þegar hún tók við völdum í janúar síðastliðnum. Hún var mynduð eftir að stjórnarmyndunarviðræður höfðu staðið í tíu vikur.vísir/anton brinkSamstarfið ekki neyðarúrræði eftir margra vikna stjórnarkreppu Guðmundur bendir á að flokkarnir séu þannig fulltrúar fyrir tvær ólíkar línur í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn bjóði upp á einn möguleika sem miðar að því að lækka skatta, draga úr ríkisrekstri og auka einkavæðingu á meðan Vinstri græn leggi meiri áherslu á samrekstur og tekjudreifingu í gegnum skattakerfið. Það hversu hratt og örugglega flokkarnir virðast hafa ákveðið að fara í formlegar viðræður sýni að þetta mögulega samstarf er ekki eitthvað neyðarúrræði eftir margra vikna stjórnarkreppu, að mati Guðmundar. „Mér finnst það merkileg tíðindi. Það virðist vera að ef þetta var ekki beinlínis í pípunum að þá að minnsta kosti er þetta eitthvað sem menn slá ekki út af borðinu einn, tveir og þrír,“ segir Guðmundur. En mun samstarf VG og Sjálfstæðiflokks breyta hinu pólitíska landslagi? Guðmundur segir að ef að flokkarnir lengst til hægri og vinstri fari almennt að vinna saman þá megi spyrja sig til hvers flokkakerfið sé og hvort ekki væri skynsamlegra að kjósa þá bara einstaklinga.Frá þingflokksfundi Vinstri grænna í gær en ljóst er að óánægja er innan flokksins með viðræðurnar við Sjálfstæðisflokkinn.vísir/anton brinkMögulega skásti kosturinn í stöðunni „Yfirleitt eiga stjórnmálaflokkar að vera einhvers konar vettvangur fyrir ákveðnar stjórnmálaskoðanir og eiga þá að vera að einhverju leyti með ólíkar áherslur, og þá sérstaklega svona stærri flokkar sem eru myndaðir í kringum einhvers konar stjórnmálahugsjónir,“ segir Guðmundur og veltir því upp að það sé ef til vill eitthvað sem fólk vilji, það er að flokkar vinni saman þvert á hið pólitíska litróf. „En það kæmi mér mjög þægilega á óvart ef þetta stjórnarsamstarf gengur snurðulaust fyrir sig. Við skulum bara sjá til hvernig það verður. Það er alls konar óánægja, bæði hjá VG og Sjálfstæðismönnum en þeir geta verið óánægðir með ýmislegt, til dæmis það að þeirra formaður verði ekki forsætisráðherra. Þetta gæti alveg haft þau áhrif að breyta einhverju en þetta gæti líka bara verið millibilsástand sem endurspeglar það að þessar tvær fylkingar til vinstri og hægri eru jafn stórar,“ segir Guðmundur. Þannig hafi það verið alveg ljóst að það yrði erfitt að mynda ríkisstjórn og hugsanlega hafi forystufólk flokkanna einfaldlega metið það sem svo að þetta væri skásti kosturinn í stöðunni til að mynda sæmilega sterka ríkisstjórn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. 14. nóvember 2017 11:45 Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. Það kæmi honum þægilega á óvart ef að samstarf þeirra í ríkisstjórn með Framsóknarflokki myndi ganga snurðulaust fyrir sig en formenn flokkanna eiga nú í formlegum viðræðum um myndun stjórnar. Það hafi hins vegar verið myndaðar ríkisstjórnir sem voru svipað eðlis, það er Nýsköpunarstjórn Ólafs Thors þar sem Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu ríkisstjórn, og svo ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen þar sem hluti Sjálfstæðisflokksins myndaði stjórn með Alþýðubandalagi og Framsóknarflokknum. „Svipað hefur gerst en þetta er ekki algengt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Lagt er upp með það í stjórnarmyndunarviðræðunum að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, leiði ríkisstjórnina og verði forsætisráðherra.Gunnar Thoroddsen og kona hans, Vala Ásgeirsdóttir, stóðu ekki upp til að hylla Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi árið 1981. Árið 1980 hafði Gunnar myndað ríkisstjórn með hluta Sjálfstæðisflokksins, Framsókn og Alþýðubandabandalagi en Geir var þá formaður flokksins og Gunnar varaformaður. Miklar deilur voru á landsfundinum 1981.vísir/gvaMerkilegt hvað þetta gerist hratt Það yrði þá í fyrsta sinn sem formaður flokksins sem er lengst til vinstri á stjórnmálaásnum leiði ríkisstjórn en Alþýðubandalagið, forveri Vinstri grænna, var aldrei í forsæti í ríkisstjórn á meðan það var og hét. Þá fékk formaður þess flokks stjórnarmyndunarumboð aðeins einu sinni. „Auðvitað var hann yfirleitt ekki í þeirri stöðu að leiða stjórn, hann var bara ekki það stór, svo yfirleitt voru þetta alltaf Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddu ríkisstjórnirnar því þetta voru stærstu flokkarnir,“ segir Guðmundur. Aðspurður hversu mikil tíðindi það yrðu í sögulegu samhengi ef VG og Sjálfstæðisflokkur færu saman í kosningar segir hann: „Þetta eru auðvitað tíðindi því það var ekki lagt upp með þetta fyrir kosningarnar og þetta kemur auðvitað dálítið þvert á það sem Vinstri græn hafa sagt fram að þessu. Mér finnst það líka merkilegt hvað þetta gerist í raun og veru hratt. Þegar maður var að spá í þetta fyrirfram þá fannst mér þetta frekar ólíkleg niðurstaða því það er auðvitað óvenjulegt að flokkarnir lengst til vinstri og lengst til hægri væru saman í stjórn.“Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar við Bessastaði þegar hún tók við völdum í janúar síðastliðnum. Hún var mynduð eftir að stjórnarmyndunarviðræður höfðu staðið í tíu vikur.vísir/anton brinkSamstarfið ekki neyðarúrræði eftir margra vikna stjórnarkreppu Guðmundur bendir á að flokkarnir séu þannig fulltrúar fyrir tvær ólíkar línur í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn bjóði upp á einn möguleika sem miðar að því að lækka skatta, draga úr ríkisrekstri og auka einkavæðingu á meðan Vinstri græn leggi meiri áherslu á samrekstur og tekjudreifingu í gegnum skattakerfið. Það hversu hratt og örugglega flokkarnir virðast hafa ákveðið að fara í formlegar viðræður sýni að þetta mögulega samstarf er ekki eitthvað neyðarúrræði eftir margra vikna stjórnarkreppu, að mati Guðmundar. „Mér finnst það merkileg tíðindi. Það virðist vera að ef þetta var ekki beinlínis í pípunum að þá að minnsta kosti er þetta eitthvað sem menn slá ekki út af borðinu einn, tveir og þrír,“ segir Guðmundur. En mun samstarf VG og Sjálfstæðiflokks breyta hinu pólitíska landslagi? Guðmundur segir að ef að flokkarnir lengst til hægri og vinstri fari almennt að vinna saman þá megi spyrja sig til hvers flokkakerfið sé og hvort ekki væri skynsamlegra að kjósa þá bara einstaklinga.Frá þingflokksfundi Vinstri grænna í gær en ljóst er að óánægja er innan flokksins með viðræðurnar við Sjálfstæðisflokkinn.vísir/anton brinkMögulega skásti kosturinn í stöðunni „Yfirleitt eiga stjórnmálaflokkar að vera einhvers konar vettvangur fyrir ákveðnar stjórnmálaskoðanir og eiga þá að vera að einhverju leyti með ólíkar áherslur, og þá sérstaklega svona stærri flokkar sem eru myndaðir í kringum einhvers konar stjórnmálahugsjónir,“ segir Guðmundur og veltir því upp að það sé ef til vill eitthvað sem fólk vilji, það er að flokkar vinni saman þvert á hið pólitíska litróf. „En það kæmi mér mjög þægilega á óvart ef þetta stjórnarsamstarf gengur snurðulaust fyrir sig. Við skulum bara sjá til hvernig það verður. Það er alls konar óánægja, bæði hjá VG og Sjálfstæðismönnum en þeir geta verið óánægðir með ýmislegt, til dæmis það að þeirra formaður verði ekki forsætisráðherra. Þetta gæti alveg haft þau áhrif að breyta einhverju en þetta gæti líka bara verið millibilsástand sem endurspeglar það að þessar tvær fylkingar til vinstri og hægri eru jafn stórar,“ segir Guðmundur. Þannig hafi það verið alveg ljóst að það yrði erfitt að mynda ríkisstjórn og hugsanlega hafi forystufólk flokkanna einfaldlega metið það sem svo að þetta væri skásti kosturinn í stöðunni til að mynda sæmilega sterka ríkisstjórn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. 14. nóvember 2017 11:45 Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. 14. nóvember 2017 11:45
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00