Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 15:56 Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, sjást hér fyrir miðri mynd í þingsal. Þau greiddu bæði atkvæði gegn því að flokkurinn færi í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. vísir/anton brink „Mér fannst ekki komin nógu áþreifanleg niðurstaða út úr óformlegu viðræðunum til að ég bæri traust til þess að við gætum stigið þetta skref,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, aðspurður um það hvers vegna hann greiddi atkvæði gegn því á þingflokksfundi í dag að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Meirihluti þingflokksins samþykkti að hefja slíkar viðræður og aðspurður kveðst Andrés Ingi ekki ósáttur við þá niðurstöðu. „Nei, ég bara virði afstöðu félaga minna þó að ég sé ósammála þeim og treysti þeim til þess að vinna vel úr stöðunni,“ sgeir Andrés Ingi.Treystirðu alveg formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, til að fara í þessar viðræður og ná fram góðum málefnasamningi? „Ef einhver getur það þá er það forysta VG,“ segir Andrés. Hann segir það vera stór skref fyrir alla að stíga inn í þetta samtal við Sjálfstæðisflokkinn en spurður út í hvort það sé eitthvað ákveðið atriði sem hann hefði viljað fá skýrari svör við segir Andrés: „Nei, ekkert tiltekið en ég hefði viljað hafa einhver skýr atriði sem væri komin skýr niðurstaða í frekar en að vera að renna af stað í þetta núna í trausti þess að Bjarni Ben verði móttækilegur fyrir uppástungum Vinstri grænna í viðræðunum.“Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Það er ljóst að það er afar umdeilt að Vinstri græn skuli fara í þessar viðræður og telja margir kjósendur sig illa svikna, eins og lesa má nánar um hér á Vísi.Telur Andrés að það muni hafa slæm áhrif á flokkinn að fara í þessar viðræður yfirhöfuð? „Ég á ósköp erfitt með að meta það en ég held að það hefði hjálpað að hafa þessar áþreifanlegu niðurstöður á þessum tímapunkti til að geta sýnt fólki betur fram á réttlætingu að stíga þetta skref núna.“Finnst þér þá ekki nóg það sem hefur komið fram í fjölmiðlum um að flokkarnir séu samstíga í því að hér þurfi að fara í innviðauppbyggingu og tryggja stöðugleika á vinnumarkaði? Er það ekki nógu áþreifanlegt? „Mér finnst að það þurfi líka að taka á málunum sem felldu ríkisstjórnina, kynferðisbrotum og útlendingamálum, með afgerandi hætti,“ segir Andrés. Hann kveðst munu taka afstöðu til málefnasamnings flokkanna þegar og ef af honum verður. „Ég lít á hann með opnum en gagnrýnum huga.“ Andrés segist, líkt og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG sem einnig kaus gegn því að hefja viðræður, ekki bera traust til Sjálfstæðisflokksin. „Þess vegna hefði ég viljað hafa eitthvað fast í hendi.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 13. nóvember 2017 15:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Mér fannst ekki komin nógu áþreifanleg niðurstaða út úr óformlegu viðræðunum til að ég bæri traust til þess að við gætum stigið þetta skref,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, aðspurður um það hvers vegna hann greiddi atkvæði gegn því á þingflokksfundi í dag að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Meirihluti þingflokksins samþykkti að hefja slíkar viðræður og aðspurður kveðst Andrés Ingi ekki ósáttur við þá niðurstöðu. „Nei, ég bara virði afstöðu félaga minna þó að ég sé ósammála þeim og treysti þeim til þess að vinna vel úr stöðunni,“ sgeir Andrés Ingi.Treystirðu alveg formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, til að fara í þessar viðræður og ná fram góðum málefnasamningi? „Ef einhver getur það þá er það forysta VG,“ segir Andrés. Hann segir það vera stór skref fyrir alla að stíga inn í þetta samtal við Sjálfstæðisflokkinn en spurður út í hvort það sé eitthvað ákveðið atriði sem hann hefði viljað fá skýrari svör við segir Andrés: „Nei, ekkert tiltekið en ég hefði viljað hafa einhver skýr atriði sem væri komin skýr niðurstaða í frekar en að vera að renna af stað í þetta núna í trausti þess að Bjarni Ben verði móttækilegur fyrir uppástungum Vinstri grænna í viðræðunum.“Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Það er ljóst að það er afar umdeilt að Vinstri græn skuli fara í þessar viðræður og telja margir kjósendur sig illa svikna, eins og lesa má nánar um hér á Vísi.Telur Andrés að það muni hafa slæm áhrif á flokkinn að fara í þessar viðræður yfirhöfuð? „Ég á ósköp erfitt með að meta það en ég held að það hefði hjálpað að hafa þessar áþreifanlegu niðurstöður á þessum tímapunkti til að geta sýnt fólki betur fram á réttlætingu að stíga þetta skref núna.“Finnst þér þá ekki nóg það sem hefur komið fram í fjölmiðlum um að flokkarnir séu samstíga í því að hér þurfi að fara í innviðauppbyggingu og tryggja stöðugleika á vinnumarkaði? Er það ekki nógu áþreifanlegt? „Mér finnst að það þurfi líka að taka á málunum sem felldu ríkisstjórnina, kynferðisbrotum og útlendingamálum, með afgerandi hætti,“ segir Andrés. Hann kveðst munu taka afstöðu til málefnasamnings flokkanna þegar og ef af honum verður. „Ég lít á hann með opnum en gagnrýnum huga.“ Andrés segist, líkt og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG sem einnig kaus gegn því að hefja viðræður, ekki bera traust til Sjálfstæðisflokksin. „Þess vegna hefði ég viljað hafa eitthvað fast í hendi.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 13. nóvember 2017 15:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00
Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 13. nóvember 2017 15:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent